Ógleymanleg upplifun

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Ógleymanleg upplifun

Þessa dagana stendur Bílabúð Benna fyrir stórviðburði á íslenskum bílamarkaði. Porsche Roadshow er einstakt tækifæri til að aka Porsche sportbílum undir leiðsögn sérfræðings frá Porsche. Bílabúð Benna stendur fyrir akstursnámskeiði þar sem sérfræðingar frá Porsche kenna akstur á þessum kraftmiklu sportbílum. Námskeiðið er sérlagað að þeim aksturseiginleikum sem sportbílarnir frá Porsche bjóða upp á. Porsche Roadshow fer fram á Kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni.

Porsche 911 C2 S
Porsche 718 Cayman GTS
Porsche Cayenne Turbo, 550 hestöfl

Okkur hjá Bílablogg.is var boðið til kynningar á viðburðinum og tók framkvæmdastjórinn og eigandinn Benedikt Eyjólfsson á móti okkur og bauð okkur í bíltúr á brautinni. Fyrst fór hann með okkur hring á Porsche Cayenne Turbo og má segja að mönnum hafi hitnað nokkuð við þann sprett sem á honum var tekinn. Cayenne bíllinn er um 550 hestöfl og er hreint ótrúlegur á brautinni. Það að geta bæði ekið niður Laugaveginn með fjölskyldunni í ísbíltur og tekið síðan túr á Kvartmílubrautinni á sama bíl sem gargandi sportbíl er náttla eitthvað sem maður leikur ekki eftir á hvaða bíl sem er.

Bílarnir á Porsche Roadshow eru sérstaklega fluttir til landsins í þeim tilgangi að sýna þá og til prófunar fyrir áhugasama ökumenn. Kennslan fer fram í náttúrlegu umhverfi Porsche bílanna – á kappaksturbraut og þá gefst mönnum kostur á því að kynnast eiginleikum þessara bíla sem teljast til þeirra bestu í heimi.

Porsche 718 Cayman T

Benni segir að nokkuð góð reynsla sé komin á framkvæmd Porsche Roadshow. Til dæmis er mikil áhersla lögð á að taka tillit til getu þátttakenda og má segja að undantekningarlaust hafi fólk lýst yfir ánægju sinni með þessa mögnuðu upplifun.

Porsche 911 C4 S
Porsche Macan II S

Það er skemmst frá því að segja að aksturinn fyrir okkur Gunnlaug Steinar Halldórsson var hreint ótrúleg upplifun. Að aka brautina í Kapelluhrauni og finna hvernig maður treysti þessum bílum algjörlega á einum til tveimur hringjum á brautinni var meiriháttar upplifun. Krafturinn, tæknin og tækið renna saman í eina heild þar sem ökumaðurinn býður öllum þessum öflum birginn með því að stíga í takt eldsneytisgjöf og hemla. Ef þú vilt fá alvöru bíltúr og alvöru sportbíl, skelltu þér þá á Porsche Roadshow.

Myndir:  Gunnlaugur Steinar Halldórsson og Pétur R. Pétursson
Myndband:  Gunnlaugur Steinar Halldórsson

Svipaðar greinar