Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 16:02
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

„Og varð að klessu, oj bara“

Malín Brand Höf: Malín Brand
09/03/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
267 17
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Bentley og Lamborghini fækkaði mjög í heiminum í febrúarmánuði. Í sömu viku brunnu 250 bílar af þessum gerðum og svo voru tveir flattir út í Beverly Hills eins og pönnukökur.

Við fjölluðum um bílaflutningaskipið Felicity Ace sem sökk í síðustu viku eftir að hafa verið mannlaust á reki um Atlantshafið, skíðlogandi í rúma viku. Fyrst brunnu bílarnir og svo sukku þeir. Þvílíkt og annað eins! Hlekkur á þá umfjöllun er hér neðst. Í sömu viku og eldurinn kom upp í skipinu varð óhapp í afskaplega fínni götu í Beverly Hills. Bílstjóri á sendibíl var á ferðinni með eitthvert góss, fullfermi og rúmlega það, þegar hann missti stjórn á bílnum og dúndraði á glæsivillu í hverfinu.

Enn einn bíllinn virðist kraminn þarna undir en þar sem hann er ekki merkilegur rataði hann ekki í umfjöllunina. Myndir/Pepe

Í fyrsta lagi flatti hann út fágætan Lamborghini Aventador. Þá meina ég að þessi ofursportari var nánast jafnaður við jörðu eins og sést á  myndinni fyrir neðan. Milljón dollara er hann metinn á. Enda einhver sárasjaldgæf sérútgáfa af Aventador. Milljón dollara eru um 136 milljónir króna.

Hér er umhorfs eins og eftir fellibyl. En þessi fellibylur kallast þungur flutningabíll og hér er sést það sem áður var Lamborghini Aventador.

Bíllinn var í sínu stæði og allt eins og það átti að vera – þar til sendibíllinn kom og margt varð að klessu. Þetta með Lamborghini-inn er eitt, en alls skemmdust þrír bílar við húsið. Í innkeyrslunni var nefnilega Bentley sem ekki bara skemmdist heldur var hann ónýtur eftir hamaganginn, rétt eins og Lambó-inn. Var Bentley-inn svo illa klesstur að varla var hægt að sjá af hvaða tegund flakið var.

?
Mercedes-Maybach skemmdist líka en ekki mjög mikið. Hann verður eflaust lagaður.

Eigandi hússins virðist eiga nokkra bíla og þarf ekki að taka strætó þó að hann hafi tapað nokkrum eðalvögnum. En tjónið er gríðarlegt.

Hvernig veit maður um eitthvað svona sem gerist inni í hverfi í Beverly Hills? Jú, Pepe (heitir samt Josh) er maður sem alltaf er í vinnunni. Hann á nokkra öfluga dráttarbíla og rekur dráttarbílaþjónustu Pepes í Kaliforníu. Þessi náungi er með ljósmyndadellu og tekur oft myndir í vinnunni. Hann var kallaður út í þetta sérstaka verkefni.

Pepe kallar stóra bílinn sinn Hulk og hann er svaka öflugur og grænn á litinn.

Svo er það húsið!

?
Höfum hugfast að sendibíllinn dúndraði á húsið og afgreiddi bílana í leiðinni. Húsið er meira í ætt við höll og er metið á 12 milljónir dollara. Það slagar í tvo milljarða króna. Eða svo ég sé ögn nákvæmari þá eru það 1.635.389.400 krónur. Það eru margar krónur!

Erfitt er að átta sig á hvað þetta er. Hugsanlega kraminn Bentley eða já, eiginlega getur þetta verið nánast hvað sem er nema kannski mótorhjól.

En hann Pepe er ekki húsaflutningamaður heldur bílakarl og þess vegna fær húsið litla athygli. Reyndist hin mesta áskorun að „skrapa“ bílabrakinu saman til að hægt væri að komast að krambúleruðum sendibílnum og fjarlægja þann óboðna óheillagest sem auk þess var pikkfastur þar sem hann endaði.

Síðar frétti Pepe að sendibíllinn hafi verið svo yfirfullur að það hálfa hefði verið of mikið. Hann reyndist vera með tæplega sjö tonna farm og þar sem bílstjórinn geystist niður eftir hlykkjóttum götunum gerðist það sem hlaut að gerast: Bremsurnar fóru. Bremsulaus flaug hann á húsið og því fór sem fór.

Eigandi hússins mun vera einhver íþróttastjarna en ekki fór hann Pepe nánar út í það.  Ef þið þekkið íþróttastjörnu sem býr í Beverly Hills og óskar eftir varahlutum í Mercedes-Maybach þá gætum við verið komin á sporið.

Tengt efni: 

Skipið sokkið með hátt í 4000 bíla um borð

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Aldrei skyldi vanmeta góðan fíflagang

Næsta grein

Islandus segir svindlara herja á kúnna

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Islandus segir svindlara herja á kúnna

Islandus segir svindlara herja á kúnna

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.