Nýtt stýri í stað ok-stýrisins í Tesla Model S?

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Nýtt stýri í stað ok-stýrisins í Tesla Model S?

Í Ameríku hafa margir tekið Model S vel en eru minna hrifnir af ok-stýrinu. Hér er lausnin

Þegar Tesla kom fram með ok-stýrið í Model S varð stýrið, eðli máls samkvæmt, ekki lengur hringlaga heldur meira í áttina að flugvélarstýri. Urðu þá sumir hrifnir en aðrir hundóánægðir.

En nú er raunhæfari lausn hugsanleg og í boði fyrir kaupendur: Eftirmarkaðsstýrisskipti frá Tesla aukabúnaðarbúðinni T Sportline.

Eins og sést hér að ofan er stýrið ekki í raun svo ýkja frábrugðið, bara búið að bæta við hringnum að ofan sem kemur sem viðbót og er síðan vafin inn í annað hvort leður eða koltrefjar.

T Sportline býður einnig upp á ok úr mismunandi efnum.

En því miður, samkvæmt vef Electrek, er ekki beint einfalt „plug-and-play“ að skipta um stýri.

Flytja þarf loftpúðann yfir á nýja stýrishjólið og ekki eru allir eiginleikapakkar samhæfðir við skiptin.

Ef Tesla eigandinn er með „pakka“ fyrir kalt veður tapar hann hitavirkni stýrishjólsins.

Útskiptisstýrishjólið vantar líka gírvalsbúnaðinn og stefnuljósastangirnar sem eru á Model S sem eru á staðalgerð stýrishjólsins.

Það er kannski bara best að halda sig við stýrið sem kom með bílnum – eða hvað?

(byggt á Electrek og Autoblog)

Svipaðar greinar