Nýtt frá Fiat á árinu 2019

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Nýtt frá Fiat á árinu 2019

Nýtt ár boðar nýjungar hjá öllum bílaframleiðendum, og hér er það helsta sem er á döfinni hjá Fiat á ítalíu

„Smájepplingurinn“ Fiat 500X kemur með nýjan vélarbúnað í árgerð 2019, enn minni túrbóvél sem er ótrúlega aflmikil og lofar enn betri betri eldsneytiseyðslu. Þetta er 3ja strokka 1,3 lítra vél sem er 177 hestöfl. Gírkassinn er 9-hraða sjálfskipting, handskipti gírkassinn er ekki lengur í boði. 500X er nú aðeins í boði með hjólhjóladrifi.

Annars staðar í Fiat línunni, fær 124 Spider hið sportlega Monza-útblásturskerfi fyrir 1,4-lítra Turbo-4 og einnig birtist gamalkunnugt útlit þegar hinn upprunalegi Fiat Cinquecento kemur aftur í 500 línuna.

Hér er ítarlegri líta á það sem finna má í sýningasölum Fiat á árinu 2019:

2019 Fiat 124 Spider

– Sportlegt Monza útblásturskerfi er nú í boði.

– Abarth-innblásin Veleno „útlitspakki“ sem inniheldur svartar og rauðar áherslur.

2019 Fiat 500

– Retro-stíll frá árinu 1957 – aftur fáanlegur eftir árs fjarveru.

– Baksýnismyndavél er nú staðalbúnaður.

Þessi gerð vísar til bílsins frá árinu 1957 og er nú með samlitum 16 tommu álfelgum sem eru hannaðar til að líta út eins og felgur með hjólkoppum, Fiat-merkin í „Vintage“-stíl, hvítar ytri áherslur og krómað grill. „Útgáfa 1957“ verður fáanlegu í þremur litum sem að sögn Fiat eru innblásnir af upprunalega „Nuova 500“, bílnum sem hjálpaði Ítalíu að koma undir sig hjólunum eftir síðari heimsstyrjöldina.

2019 Fiat 500L

– Tveir nýir litir í boði.

– Nýjar innréttingar: „Trekking“ og „Lounge“.

2019 Fiat 500X

– Ný 1.3-lítra turbo-4 sem er 177 hestöfl og með 9 hraða sjálfskiptingu er eini vélarvalkosturinn.

– Aldrif er nú staðalbúnaðpur.

– Minni háttar breyting á útliti, þar á meðal er núna val á LED framljósum

?

?

Svipaðar greinar