- Sportjeppinn er þriðja söluhæsta tegund VW í Evrópu á eftir T-Roc og Golf.
Nýr þriðju kynslóðar Tiguan sportjepplingur Volkswagen er með uppfærða og flottari hönnun sem bílaframleiðandinn fullyrðir að dragi úr viðnámsstuðul bílsins í 0,28 Cd úr 0,33.
Ný hönnun á útliti leggur áherslu á neðri hluta grills bílsins, sem nær út á brúnir þar sem loftstýringar hjálpa til við að draga úr viðnám með því að flæða lofti á skilvirkari hátt um framhjólin.
VW hefur einnig sett ljósastikur þvert yfir fram- og afturhluta bílsins, sem færir útlit Tiguan í samræmi við nýlegri hönnun. Einnig er hægt að tilgreina bílinn með háskerpu matrix LED framljósum.

Þriðju kynslóðar Tiguan sportjepplingurinn er með uppfærða og flottari hönnun sem VW heldur því fram að dragi úr viðnámsstuðul bílsins í 0,28Cd úr 0,33.

Að innan hefur VW flutt eiginleika, þar á meðal hita- og loftræstingarstýringu, yfir á aðal miðjuskjáinn, sem mælist allt að 15 tommur. Eins og VW Passat, er nýi Tiguan með það sem bílaframleiðandinn kallar MIB4 (modular infotainment matrix 4th generation) stafræn hönnun í stjórnklefa og á miðjuskjáum. Á miðjustokknum þar sem gírstöngin var áður er skífa með innbyggðum skjá sem hægt er að forrita til að stjórna aksturssniði, hljóðstyrk útvarps eða bakgrunnsljósalitum.

Tengitvinnútgáfa af nýja Tiguan mun hafa rafmagnsdrægni allt að 100 km, sem var gert mögulegt með því að flytja smíði sportjeppans yfir í uppfærða útgáfu VW Group MQB grunninum.

Þriðja söluhæsta gerð VW
Tiguan er þriðja tegund VW í Evrópu á eftir T-Roc litla sportjeppanum og Golf hlaðbaki. Tiguan var einnig númer 1 í sölu minni sportjepplinga í Evrópu fram í ágúst með 113.150 selda bíla, sýna tölur frá markaðsfræðingnum Dataforce.

Þriðju kynslóðar gerðin notar nýja Evo útgáfu af MQB pallinum, sem verður samnýtt með væntanlegum VW Passat millistærðarstationbíl, Skoda Superb millistærðarbíl og Skoda Kodiaq millistærðarsportjeppa.
Pallurinn er með stærri 19,7 kílóvattstunda rafhlöðu fyrir 1,5 lítra tengitvinnútgáfuna, auk aðlögunar undirvagnsstýringar með stillanlegum höggdeyfum, sagði VW.
Víðtæk notkun vettvangsins gerði VW kleift að „lýðræðisfæra“ hátækniframfarir vegna stærðarhagkvæmni, sagði Kai Grünitz, yfirmaður þróunar vörumerkis VW, í yfirlýsingu.

Nýi Tiguan verður aðeins fáanlegur í einni lengd, en stærri Allspace miðstærðarútgáfan kom í stað nýs Tayron jepplings sem væntanlegur er árið 2025, sagði VW í tölvupósti. Tiguan Allspace verður áfram til sölu þangað til.


Tiguan verður fáanlegur með tengitvinndrifi, dísil, bensíni og mildum blendingsbensíndrifrásum. Engar upplýsingar voru gefnar upp, en aflrásir munu líklega passa við nýja Passat, sem mun bjóða upp á 1,5 lítra mild-hybrid, 2,0 lítra túrbó bensín í tveimur stærðum og 2,0 lítra dísel í þremur gerðum, allt eftir markaði.
Gert er ráð fyrir að eHybrid verði boðinn með annað hvort 201 hö eða 268 hö.
Allar gerðir eru með tvöfaldri kúplingu, sem hefur gert VW kleift að færa val á gír upp á stýrissúluna.


Farangursrými nýs Tiguan er 652 lítrar með aftursæti í uppréttri stöðu og er 37 lítrum stærri en í gerðinni sem hann leysir af hólmi, ekki liggur fyrir hve mikið plássið er þegar búið er að leggja aftursætin niður.
Annars er hæð, breidd og hjólhaf bílsins „nánast eins og forverinn,“ sagði VW án þess að gefa upp tölur.
Meðal búnaðar sem er í boði á bílnum er nuddsæti, öflug umferðarskiltaaðstoð, hálfsjálfvirkur akstur, akreinaraðstoð og akreinaskiptiaðstoð.
Kemur í sölu í upphafi árs 2024
Nýi Tiguan mun koma til umboða í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi 2024, sagði VW.
Ekkert verð hefur verið gefið upp, þó að búist sé við að þau verði hærri en grunnverð núverandi gerðar á 32.930 evrur.
VW sagði að það hafi selt meira en 7,6 milljónir Tiguana frá frumsýnigu sinni árið 2007, sem gerir það að einni farsælustu gerð sinni frá upphafi.
(Nick Gibbs – Automotive News Europe)