Nýr Suzuki Across tengitvinnbíll kemur á markað hér á landi í haust
- Fyrsta gerðin byggð á grunni Toyota RAV4 í samvinnu japönsku fyrirtækjanna verður sportjeppi með aldrifi og tengitvinnbúnaði
- Suzuki hefur opinberað nýja Across sem er fjölskyldusportjeppi byggður á Toyota RAV4, í kjölfar nýlegs samkomulags milli framleiðendanna tveggja um að vinna saman að völdum gerðum.
Þetta er fyrsti bíllinn sem kemur frá stefnumótandi bandalagi Suzuki og Toyota, sem tilkynnt var um á síðasta ári og gefur vísbendingu um hvernig fyrirtækin tvö munu leitast við að aðgreina frá eigin útgáfum af sameiginlegum gerðum. Across líkist RAV4 en er aðgreindur með nýjum framenda sem er með stóru grilli og merki Suzuki.

Kemur til Íslands í haust
Suzuki á Íslandi fjallar um þennan nýja sportjeppa á Facebook-síðu sinni og þar segir : Spennandi tímar hjá okkur í haust! Glæsilegur Suzuki A-Cross tengitvinnbíll er að bætast í hópinn.
Bíllinn er búinn sömu 2,5 lítra bensínvél og RAV4 ásamt CVT sjálfskiptingunni og skilar hún 183 hestöflum. Að framan er 180 hestafla rafmótor fyrir framdrifið og að aftan 54 hestafla mótor fyrir afturdrifið. Suzuki hefur ekki gefið upp samanlagt afl en RAV4 PHEV skilar samanlagt 302 hestöflum og búast má við sömu tölu frá A-Cross. Undir bílnum er 18,1 kWst rafhlaða sem á að skila allt að 75 km drægi á rafmagninu einu saman. CO2 gildi bílsins er aðeins 22 grömm á kílómeter svo að aðflutningsgjöld verða lág, en ekki er búið að tilkynna verð á bílnum þegar hann kemur.
Um vel búinn bíl verður að ræða í Suzuki A-Cross. Má þar meðal annars nefna 9 tommu snertiskjá með Apple CarPlay og Android Auto. Fjórhjóladrifið með rafmótorunum verður fullkomið að gerð og getur dreft aflhlutföllum frá 100:00 yfir í 20:80. Hann verður með svokölluðu Trail Mode sem að á að hjálpa honum við erfiðari aðstæður, til dæmis í hálku en þá notar bíllinn bæði ABS bremsukerfið og rafmótorana til að senda aflið þar sem þess er þörf. Meðal annars búnaðar má nefna umferðamerkjalesara, skynvæddan hraðastilli, árekstrarvörn og veglínuskynjara.
En aðeins nánar um Suzuki A-Cross
Mikið hefur verið fjallað um þennan nýja sportjeppa á erlendum bílavefsíðum og skoðum það aðeins nánar:
Mismunurinn á yfirbyggingu bílanna tveggja er lúmskur, þar sem A-cross hefur að mestu leyti sama útlit á innréttingu og RAV4 og en er samt með nýtt stýri. 9.0-tommu snertiskjár RAV4 er staðalbúnaður og býður upp á speglunaraðgerðir snjallsíma.

Rafmagnsdrifrásin er flutt óbreytt frá nýja RAV4 Plug-in Hybrid og samanstendur af 173 hestafla 2,5 lítra fjögurra strokka bensínvél sem pöruð við rafmótora – einn með 180 hestöfl á framöxli og annar með 54 hestöfl að aftan – fyrir hámarkshraðann 180 km/klst.

Samsett afl er ekki staðfest en í RAV4 framleiðir þetta kerfi 302 hestöfl, sem gerir þann bíl að öflugasta RAV4 enn sem komið er, og fljótlegasta gerð Toyota sem notar annað eldsneyti. Across gefur frá sér 22g/km af CO2 samkvæmt WLTP mæligildum, samanborið við RAV4 PHEV er 29g/km, svo það er líklegt að útgáfa Suzuki noti afbrigði af drifrásinni.
Fjórar akstursstillingar
Fjórir akstursstillingar eru: Rafstilling fyrir akstur aðseins á rafmagnsi; Sjálfvirkt EV/HV og HV stilling, sem gerir það að verkum að bensínmótorinn veitir afl aukið afl; og stilling hleðslutækis, sem notar eingöngu bensínmótorinn.
18,1 kWh rafhlaða sportjeppans gerir honum kleift að aka 73 kílómetra á rafmagni eingöngu og búist er við að hann geti náð allt að 135 km/klst í þessari stillingu eins og RAV4.

E-Four rafrænt aldrifskerfi
Rafrænt fjórhjóladrifskerfi, kallað E-Four, er sem staðalbúnaður og getur skipt togi milli öxla tveggja í hlutföllum á milli 100: 0 til 20:80. Suzuki segir að þetta veiti „aukinn stöðugleika við akstur á hálum flötum eins og vegum með snjóþekju og öruggri meðhöndlun þegar farið er í beygjur á mismunandi vegyfirborði.
Across er einnig búinn Trail Mode aðgerð sem hámarkar grip á hálum fleti með því að beina afli frá hjólum sem missa tökin í átt að hjólum sem hafa gott grip.

Öryggisbúnaður
Öryggisbúnaðurinn felur í sér árekstrarvarnarbúnað, akreinaaðstoð, álestur vegaskilta, aðlagaðan skriðstilli og eftirlit með blindhornum. ECall kerfið frá Suzuki er einnig til staðar, sem hefur samband við neyðarþjónustuna sjálfkrafa, verði slys.

Viðbótarupplýsingarupplýsa meðal annars að LED-aðalljós sem staðalbúnað og dagljós og 19 tommu tveggja tóna álfelgur. Þegar Across fer í sölu í Evrópu í haust verður bíllinn fáanlegur í sex litum: hvítt, silfur, svart, rautt, grátt og blátt.
Frekari samvinna
Auk Across mun Suzuki fljótlega selja sína eigin útgáfu af Tyota Corolla hlaðbaknum sem verður smíðaður samhliða núverandi bíl í verksmiðju fyrirtækisins í Burnaston í Derbyshire á Englandi. Fyrirtækin tvö tilkynntu um samstarfið á síðasta ári og munu sameina „styrk Toyota í rafvæðingartækni og styrk Suzuki í tækni fyrir minni ökutækja“.
Umræður um þessa grein