Nýr Prius á leiðinni

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Nýr Prius á leiðinni

Nýr 2023 Toyota Prius verður frumsýndur 16. nóvember

Toyota mun sýna nýja gerð miðvikudaginn 16. nóvember, sem er talin vera fimmtu kynslóðar útgáfa af Prius tvinnbílnum.

Þá er gott að rifja upp að upprunalega gerð Toyota Prius kom á markað árið 1997 og Toyota hefur ávallt haldið á loft að þetta var bíl sem „breytti bílalandslaginu“ ef svo má að orði komast, sem fyrsti fjöldaframleiddi tvinnbíllinn.

Í kjölfarið, þvert á öllum vörumerkjum Toyota, hafa yfir 15 milljónir bíla sem notast við þróun tvinntækninnar sem fyrst var beitt með fyrstu kynslóðar bílnum selst um allan heim.

Kynningarmyndir frá Toyota gefa vísbendingu um nýjan bíl sem talinn er vera næstu kynslóð Toyota Prius, undir yfirskriftinni „Hybrid Reborn“ (eða „blendingurinn endurfæddur“).

Vörumerkið hefur einnig opinberað áætlanir um nýjan „Evrópusértækan“ rafmagnaðan grunn sem kallaður er E3.

Hins vegar kom þessi nýi grunnur fram í desember síðastliðnum og er því kannski ekki tilbúinn fyrir komu nýja Prius.

Svipaðar greinar