Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 6:15
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Nýr Polestar 4 –  en enginn afturgluggi

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
18/04/2023
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 6 mín.
387 24
0
197
DEILINGAR
1.8k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Nýi rafknúni Polestar 4 verður til sölu árið 2024 og verðið áætlað frá um 55 þúsund pundum í Bretlandi.

Polestar finnst gaman að gera hlutina öðruvísi. Þeir líta á sig sem alþjóðlegt fyrirtæki, með aðsetur í Svíþjóð, starfsstöð í Bretlandi og framleiðslu í Kína – og það er skráð í NASDAQ kauphöllinni í New York.

Þessi fjölbreytta nálgun heldur áfram í bílunum sjálfum, þar á meðal hönnun þeirra og nafngift. Með engar eldri gerðir til að hafa áhyggjur af, þekkjum við Polestar 1 og 2, en Polestar 3 sportjepplingurinn verður settur á markað í Bretlandi síðar á þessu ári. Nú erum við komin með þennan nýja Polestar 4 –  sem á að verða mest selda gerð fyrirtækisins þegar hann fer í sölu vorið 2024 – á meðan Polestar 5 og 6 eiga enn eftir að koma.

Maximilian Missoni, hönnunarstjóri Polestar, lýsir honum sem „endursköpun coupe-sportjeppa“ og mun Polestar 4 sitja á milli Polestar 2 og 3 þegar kemur að stærð og verði.

Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar – fyrrum hönnunarstjóri Volvo – er mjög skýr um hvernig þessir tveir nýju „sportjepplingar“ munu ná yfir úrvals markaðinn. „Polestar 3 mun byrja í 79.000 pundum,“ segir hann okkur. Polestar 4 mun vera frá 55.000 pundum. Þetta er gott verð á nýjum og fullkomnum bíl, sem gerir fleirum kleift að upplifa Polestar. „

Missoni lýsir Polestar 4 sem „beinu og rökréttu framhaldi á Polestar 3″. Með stölluðum framenda, grennri ljósum og inndraganlegum hurðarhúnum heldur þróunin áfram. En stöldrum aðeins við, það er ekki allt alveg eins og við eigum að venjast.

Það er engin afturgluggi. Ökumaðurinn þarf að reiða sig á  myndavélar og spegla fyrir útsýni að aftan. „Þetta gefur meira pláss aftur í og meira höfuðrými þar,“ segir Missoni.

Nú á eftir að koma í ljós hvernig viðskiptavinir bregðast við þessu. Polestar hefur ekki gert neinar skoðanakannanir á meðal viðskiptavina varðandi ofangreint, en Ingenlath fullyrðir að viðskiptavinir eigi að geta treyst því að Polestar komi aðeins með lausnir sem henta.

Þegar sest er inn í bílinn er ávinningurinn skýr. Þar finna menn ekki fyrir þessari afturrúðu vöntun en útsýnið um hliðargluggana og risastóran glertoppinn er meiriháttar segja blaðamenn Autoexpress vefsins. Og höfuðrýmið er frábært líka, fótapláss talsvert og sætin nokkuð há þannig að fætur komast vel undir. Þrátt fyrir að Polestar 4 sé um 4.839mm að lengd er hann aðeins um 200mm lengri en Polestar 2 en samt gríðarlegur munur á innanrými.

Fyrir utan þetta með vöntun á afturglugga er hönnun á innanrými til fyrirmyndar, „hún er innblásin af tísku,“ segir Missoni, og „með því að nota mjúk og sjálfbær efni“.

Frammí hefur ökumaðurinn aðgang að 10,2 tommu mælaborðsskjá, 15,4 tommum snertiskjá með Google stýrikerfinu fyrir margmiðlun. Þráðlausar uppfærslur munu svo halda kerfinu uppfærðu.

Mælaborðið er nokkuð mínímalískt og raddstýrðu Google stýrikerfinu ætlað að sjá um sem mest af aðgerðastjórnun. Snjöll notkun á tau efnum og lýsingu gefa sterka upplifun og fjölbreytt litasamsetning er í boði. Á meðal tau efnis erum við að tala um efni sem á uppruna sinn að rekja í textíl skóla í Svíþjóð. Svo verður einnig hægt að fá leður ásamt hinum ýmsu búnaðarpökkum.

Baksviðs í hinum nýja Polestar 4 er fyrst að nefna að bíllinn situr á splunkunýjum Polestar grunni frá Geely sem kallast SEA (Sustainable Experience Architecture). Öryggi er að sjálfsögðu á oddinum með 12 myndavélum og ratsjár og 12 ultrasonic skynjurum.

Tæknilýsing liggur ekki enn fyrir en nýi grunnurinn gerir ráð fyrir bæði aftur- og fjórhjóladrifi, 102 kWst. rafhlöðu og allt að 537 hestöflum og togi upp á 686Nm en það er dual mótor bíllinn. Ætlað er að Polestar 4 komist allt að 560 km á hleðslunni en gert er ráð fyrir að hann geti tekið allt að 200 kW á klukkustund. Hleðslan virkar í báðar áttir – þannig að þú getur hlaðið með bílnum líka.

Þetta er hraðskreiðasti framleiðslubíll Polestar til þessa, með besta 0-100 tímann sem áætlaður er 3.8 sekúndur. Og akstursupplifunin á að vera betri en nokkru sinni áður.

Byggt á grein Autoexpress.

Fyrri grein

Dacia og Duster eru ekki tvíburar

Næsta grein

Alveg nýr Renault Clio E-Tech með skarpari línur

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Alveg nýr Renault Clio E-Tech með skarpari línur

Alveg nýr Renault Clio E-Tech með skarpari línur

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.