Nýr Korando-jeppi frumsýndur í Genf

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Nýr Korando-jeppi frumsýndur í Genf

Korando mun leiða SsangYong inn í heim rafbíla

Mynd frá SsangYong sem sýnir lauslega helstu línur í hinum hinn nýja Korando.

Nýr Korando-jeppi frá SsangYong mun vera fyrsta gerð bílaframleiðandans sem verður eingöngu knúin rafmagni, auk hefðbundinna aflvéla.

Samkvæmt fréttum á vefnum mun þessi nýi Korando mun fara í sölu í Evrópu í sumar eftir frumsýningu á bílasýningunni í Genf þann 5. mars.

Nýi bíllinn mun verða seldur í byrjun með annaðhvort 1,5 lítra bensínve´l með forþjöppu eða 1,6 lítra dísílvél.

Korando rafbíll kemur árið 2020

Á árinu 2020 mun SsangYong svo koma með gerð af bílnum sem verður eingöngu rafknúin með því að nota mótor sem byggir á e-SIV hugmyndabílnum sem var kynntur til sögunnar á síðasta ári á sýningunni í Genf. Hugmyndabíllinn er sagður hafa akstursdrægni á rafhlöðum sem nemur um 450km.

Uppfærður Korando mun koma í stað núverandi bíls með sama nafni. Og er stærri en litli Tivoli-jeppinn í framboði fyrirtækisins á Evrópumarkaði. Fyrirtækið selur einnig stóra jeppann Rexton, sem var frumsýndur hér á landi á dögunum, stóran „minivan“ Rodius og Musso pallbíll.

SsangYong, sem er í eigu indverskra samsteypunnar Mahindra & Mahindra, seldi 14.985 bíla í Evrópu á síðasta ári, sem var lækkun sem nemur 14 prósent frá fyrra ári. Korando, sem stendur fyrir „kóreskur-getur-gert hlutina“, var önnur vinsælasta tegundin á eftir Tivoli.

Hinn nýi Korando mun mynda hluta af inngöngu vörumerkisins á Bandaríkjamarkað á árinu 2020, eins og forstjóri fyrirtækisins, Choi Johng-sik, hefur sagt Automotive News Europe. SsangYong mun væntanlega einnig selja endurskoðaðan útgáfu af Tivoli á Bandaríkjamarkaði.

SsangYong var upphaflega rútuframleiðandi. Fyrirtækið byrjaði að smíða jeppa árið 1974 þegar það gekk til skamms samstarfs við American Motors til að smíða Jeep. Það hefur lagt áherslu á jeppa frá þeim tíma með smíði á til dæmis Musso, sem við þekkjum vel hér á landi, margir með vélbúnaði sem var smíðaður í samvinnu við Mercedes-Benz. Bílabúð Benna selur bíla frá SsangYong hér á landi.

Nýr Korando er sagður byggja á SsangYong e-SIV EV-hugmyndabílnum sem birtist á bílasýningunni í Genf í fyrra

Svipaðar greinar