Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 6:26
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Nýr Kia Niro Hybrid væntanlegur

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
19/01/2022
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
265 20
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Nýr Kia Niro Hybrid væntanlegur

  • Nýr 2022 Kia Niro rafmagns- og tengitvinn sportjeppi kemur síðar á árinu
  • Komandi önnur kynslóð Kia Niro mun bjóða upp á úrval af rafknúnum aflrásum

Eftir að hafa afhjúpað endurhannaðan Kia Niro hefur kóreska vörumerkið núna komið með upplýsingar um væntanlega tvinnútgáfu.

Samkvæmt vefsíðu Car Expert fer endurhannaði bíllinn í sölu í Kóreu í þessum mánuði, en nýja Niro-línan í heild sett á markað á þriðja ársfjórðungi 2022.

Kia mun senda frá sér upplýsingar um endurhannaða tengitvinn-og rafmagnsútgáfur síðar.

Undir vélarhlífinni er „Smartstream“ 1,6 lítra fjögurra strokka vélin, sem Kia segir státa af betri kælingu, núnings- og brunatækni.

Vélin framleiðir 77kW af krafti og 144Nm tog og er samsett með 32kW rafmótor, fyrir heildarafköst kerfisins upp á 139 hestöfl – það sama og í bílnum sem er að kveðja í dag.

Gírkassinn er sex gíra sjálfskiptur með tvöfaldri kúplingu.

Uppfærð eldri útgáfa

Nýr Niro notar uppfærða útgáfu af grunni fyrri bílsins frekar en nýja E-GMP grunninn, sem er frátekinn fyrir hreina rafbíla vörumerkisins. Aflrásirnar þrjár hafa verið staðfestar: hefðbundinn tvinnbíll, tengitvinnbíll og rafknúinn e-Niro.

Í endurhönnuninni á Kia Niro má greina áhrif frá „Habaniro“ hugmyndinni frá 2019; einkum framendahönnunin og tvítónaáhrifin á C-bita bílsins.

Óvenjulegt er að C-bitinn er einnig með lóðrétt stöfluð afturljós, og skilur þau sjónrænt frá afturhleranum, sem eru núna með „búmerang“-lögun.

Að framan hefur „tígrisandlit“ vörumerkisins þróast, með stóru neðra inntaki og litlu efra grilli, aðskilið með krómræmu í fullri breidd. LED framljósin og dagljósin eru á aðskildum svæðum, þar sem Kia heldur því fram að dagljósin líki eftir hjartslætti.

Helsti sjónræni munurinn á hybrid Niro og full rafknúnum E-Niro er hleðslutengi sem er innbyggt í framhlið þess síðarnefnda.

Farþegarými Niro hefur einnig verið rækilega uppfært. Bogin lína flæðir upp á hurðarklæðningar, þar sem Kia heldur því fram að andstæðar láréttar og ská línur á bílnum „skapi róandi en óreglulega fagurfræði“.

Stærri en sá gamli

Hann vex að stærð miðað við forvera sinn líka og er nú 4.420 mm langur, 1.825 mm breiður og 1.545 mm á hæð. Hjólhafið hefur verið lengt um 20 mm. 12V rafhlaðan hefur verið færð aftar til að auka hagkvæmni og farangursrýmið stækkar í 451 lítra í tvinnútgáfu bílsins.

Mælaborðið einkennist af stórum skjá í einu stykki sem sameinar stafrænt mælaborð og breiðskjá með upplýsinga- og afþreyingarkerfi, með aðskildum snertinæmum loftstýringum undir. Ný umhverfisljósaræma nær yfir mælaborðið, en miðjustokkurinn er með rofabúnað og snúningsstýrða akstursstillingu.

Endurunnið veggfóður og fleira

Kia leggur áherslu á notkun sjálfbærra efna í farþegarými í hinum nýja Niro. Til dæmis er þakklæðningin úr endurunnu veggfóðri, sætin úr lífrænu pólýúretani með Tencel trefjum úr tröllatréslaufum og málningin á hurðaplötunum er vatnsbundin og laus við efni eins og bensen og tólúen.

Eina tæknin sem Kia hefur greint frá til þessa er nýr „Greenzone Drive Mode“ eða „græn akstursstilling“. Með því að nota skynjarabúnað getur kerfið sjálfkrafa skipt tvinnútgáfum af Niro yfir í rafmagnsstillingu á „grænum svæðum“ eins og íbúðarhverfum í þéttbýli, eða við skóla og sjúkrahús. Ökumaður getur einnig skráð eigin græn svæði í leiðsögukerfi bílsins.

Hingað til hefur aðeins verið upplýst í smáatriðum um hina venjulegu tvinnútgáfu af nýja Niro.

Eins og með bílinn sem er á útleið er hann með 1,6 lítra bensínvél sem skilar 104 hestöflum og 144 Nm togi og er, ásamt rafhlöðu og rafmótorkerfi, allt að 139 hestöfl. Drifið fer að framhjólunum í gegnum sex gíra DCT sjálfskiptingu.

Tækniupplýsingar um nýja tengitvinnbílinn og rafknúnu e-Niro gerðirnar verða birtar nær söludegi bílsins síðar á þessu ári.

(Fréttir á vef Auto Express og CarExpert)

Fyrri grein

Margt ber fyrir augu bifvélavirkjans

Næsta grein

Bíllinn sem ekki vildi deyja

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

Nýr Kia EV2 „fyrir Evrópu“ kemur snemma árs 2026

Nýr Kia EV2 „fyrir Evrópu“ kemur snemma árs 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
04/10/2025
0

Fyrri hugmynd mun breytast í nýjan rafknúinn smábíl árið 2026, með smart jeppastíl og rúmgóðu innanrými. Kia telur niður dagana...

Næsta grein
Bíllinn sem ekki vildi deyja

Bíllinn sem ekki vildi deyja

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.