Nýr i-10 frá Hyundai verður búin nýjum öryggisþáttum og tengimöguleikum

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Nýr i-10 frá Hyundai verður búin nýjum öryggisþáttum og tengimöguleikum

Hyundai segir að nýjasti smábíllinn þeirra, i10, verði með einum besta öryggispakkanum í sínum stærðarflokki.

Hyundai sendi frá sér teiknaða mynd af nýja i10 sem sýnir að bíllinn mun vera breiðari á velli og að breidd, hæð og hjólastærð, hefur verið endurskilgreind.

Þriðja kynslóð i10 mun verða frumsýnd bílasýningunni í Frankfurt í september, eins og við höfum fjallað um hér áður.

Öryggisbúnaður hans mun fela í sér forvarnir gegn fram árekstri sem notar ratsjárskynjara til að greina bíla og gangandi vegfarendur fyrir framan ökutækið og myndavél að aftan. Stöðugleikahjálp og aðgerð til að fylgjast með þreytu ökumanna verður staðalbúnaður, segir Hyundai í fréttatikynningu.

I10 mun einnig bjóða upp á tengibúnað eins og Hyundai Bluelink sem gerir eigendum kleift að læsa eða opna bílinn sinn í gegnum snjallsíma, ásamt Apple Car Play, Android Auto og þráðlausri snjallsímahleðslu.

Sala á i10 drósts aman um 12 prósent í 38.375 fyrstu sex mánuðina, að sögn JATO Dynamics markaðsfræðinga.

Kemur nýr inn þegar aðrir eru að hætta

Nýjasti i10 mun koma á markaðinn þegar önnur vörumerki eru að draga minnstu gerðir sínar af evrópska markaðnum vegna aukins kostnaðar við að þróa þær til að mæta harðari losunar- og öryggisreglum.

Ford lýkur hættir sölu á Evrópu á Ka + en Opel-Vauxhall hættir að selja sína smábíla, Karl og Adam. PSA hefur gefið í skyn að Peugeot 108 og Citroen C1 gætu hætt eftir núverandi kynslóð. Ekki er búist við að Volkswagen Group komi með nýja bíla í staðinn fyrir VW Up, Skoda Citigo og Seat Mii, en vinna í staðinn að því hvernig eigi að selja hagkvæmar rafknúna borgarbíla með núlllosun.

(byggt á Automotive News Europe)

?

Svipaðar greinar