Mánudagur, 12. maí, 2025 @ 5:05
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Nýr Civic eingöngu sem blendingsbíll í Evrópu

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
24/06/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 3 mín.
278 6
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Honda lýkur rafvæðingu flota síns í Evrópu með nýju kynslóðinni af Civic hlaðbaknum. Í Evrópu verður Civic aðeins fáanlegur sem blendingur eða „hybrid“. Þetta er á meðal þess sem framleiðandinn greindi frá í yfirlýsingu í dag, 24. júní.

Nýi bíllinn mun nota aflrás bílaframleiðandans e:HEV (tvinn rafbíll) sem er tenging 1,5 lítra bensínvélar við rafmótor.

Civic hybrid verður seldur samhliða Jazz hybrid og CR-V hybrid sportjeppanum. Nýr HR-V hybrid, lítill sportjeppi á að fara í sölu í Evrópu síðar á þessu ári en Honda selur einnig E-rafbílinn í Evrópu.

Nýr Civic fer í sölu á Evrópumarkaði með haustinu á næsta ári. Markaðssetning bílsins verður lokahnykkurinn í því stóra verkefni og markmiði fyrirtækisins að allar almennar gerðir Honda í Evrópu verði með rafknúnum aflrásum í lok árs 2022, sagði Honda.

Honda segist hafa bætt aksturseiginleika nýja Civic með stífari yfirbyggingu og 19 prósent bætingu á snúnings-/togstífni miðað við fyrri gerð.

Honda mun ekki lengur smíða evrópuútgáfu Civic í Swindon á Englandi. Verksmiðjunni verður lokað í júlí þegar bílaframleiðandinn dregur saman alþjóðlegt framleiðslunet sitt. Honda hefur ekki ljóstrað því upp hvar evrópsku gerðirnar verða smíðaðar.

Honda hefur staðfest að hlaðbakurinn muni verða grunnur nýrrar kynslóðar af gerð R (sportlegri gerð) sem kemur árið 2022 en ekki hefur verið staðfest að sá bíll verði fáanlegur í Evrópu.

11. kynslóð Civic var í dag frumsýnd á kynningu sem fram fór á netinu (sjá myndband hér að neðan) fyrir sölu á sumum mörkuðum síðar á þessu ári; þar á meðal í Japan og Bandaríkjunum.

Civic hlaðbakurinn verður smíðaður í Bandaríkjunum í fyrsta skipti, í verksmiðju Honda í Greensburg í Indiana. Hlaðbaksútgáfan var áður flutt út til Bandaríkjanna frá Swindon verksmiðjunni.

Betri aksturseiginleikar

Honda seldi 17.008 Civic-bíla í Evrópu á síðasta ári og dróst salan saman um 54 prósent frá fyrra ári, samkvæmt tölum markaðsfræðinga JATO Dynamics. Bíllinn var þriðji söluhæsti bíll Honda á eftir Jazz og CR-V.

Honda segist hafa lagt höfuðáherslu á bætta aksturseiginleika nýja bílsins, að hluta til með stífari yfirbyggingu. Fyrirtækið fullyrðir að stífni í snúningi sé 19 prósent betri en í fyrri gerð bílsins.

Að innan verður Civic með 7 tommu eða 9 tommu snertiskjá, allt eftir búnaðarstigi, en nýr stafrænn skjár fyrir framan bílstjórann er fáanlegur í 7 tommu eða 10,2 tommu breidd. Grillmynstur bílsins má einnig sjá á mælaborðinu, þar sem það er notað til að fela loftop.

Kemur í júlí á næsta ári

Þegar Civic kemur á markað í Evrópu síðsumars 2022, verður hann vissulega búinn öllum þeim nýjasta öryggisbúnaði sem krafist er af Evrópusambandinu; þar á meðal skynvæddri hraðaaðstoð sem lætur ökumann vita ef farið er yfir hámarkshraða.

Fleiri nýjungar má nefna, eins og t.d. aðstoð í umferðarteppu til að hægja sjálfkrafa á og hraða bílnum í hægfara umferð. Honda hefur einnig búið bílinn aðlagandi aðalljósum.

(Automotive News Europe – myndir frá Honda)

Fyrri grein

Volvo XC40 rafmagnsjeppinn kominn í Brimborg

Næsta grein

Skoda stefnir á topp 5 í Evrópu

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

Höf: Jóhannes Reykdal
29/04/2025
0

SHANGHAI — Volkswagen Group hyggst kynna tækni með lengri drægni fyrir evrópskan markað (sem nefnd er EREV) , sagði Martin...

Næsta grein
Skoda stefnir á topp 5 í Evrópu

Skoda stefnir á topp 5 í Evrópu

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

11/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.