Nýr Benz GLA frumsýndur á miðvikudaginn

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Nýr Benz GLA frumsýndur á miðvikudaginn

Mercedes-Benz sýnir hönnunarteikningu af GLA 2021 á undan frumsýningunni í vikunni.
Hann er greinilega meira líkur jeppa en fráfarandi gerð

Við birtum hér á dögunum „njósnamyndir“ af 2021 árgerð af Benz GLA sem verður frumsýndur í vikunni, nánar tiltekið miðvikudaginn 11. desember.

Útlitsteikning frá Mercedes-Benz af þessum -nýja GLA

Mercedes-Benz birti hönnunarteikningu á samfélagsmiðlarásum sínum í dag til að forskoða aðra kynslóð GLA crossover-bílsins eða sportjeppans, hvað sem hann verður kallaður.

Teikningin heldur áfram þar sem síðustu „tístmyndum“ sleppir. Ekki er hægt að horfa fram hjá risastórum hjólum; en þau eru ekki sögð á leið í framleiðslu. Restin lítur nokkuð nákvæmlega út. Næsti GLA er hærri og meira jeppalíkur en fráfarandi gerð, en er 1 til 2 sentímetrum styttri og það lítur út fyrir að hlutföll séu betri en í fyrri gerð. Enn vantar myndir af framendanum, en þó mátti sjá á „njósnamyndunum“ að meira sé um skarpar línur. Þetta er í anda annarra nýrri bíla frá Benz

Líkindi halda áfram inni í nýja bílnum. Í sérstakri færslu sendi Mercedes frá sér mynd sem sýnir hluta af stjórnklefa nýja bílsins.

Benz sendi líka frá sér þessa ljósmynd sem gefur aðeins vísbendingu um innréttinguna í þessu nýja GLA.

Loftopin, stafrænn tækjabúnaðurinn og stýrið eru sömu einingar og þú finnur í öðrum nýjum bílum frá Benz. MBUX upplýsinga- og afþreyingarkerfið verður einnig í boði.

GLA deilir meira en útliti og innréttingum með annarri kynslóð CLA, A-Class, sjö sæta GLB og B-Class. Allar þessar gerðir byggja á framhjóladrifsgrunni sem hægt er að uppfæra með 4Matic fjórhjóladrifi. Eins og flest systkini sín, þá mun GLA fá túrbóvél, 2,0 lítra fjögurra strokka sem grunngerð. Mercedes bætir við öflugri fjögurra strokka túrbóvél (þar með talinn 416 hestafla vél sem mun knýja flaggskipið GLA 45), og tengitvinngerð gæti komið fljótlega inn í framleiðsluferlið, en þó ekki alveg strax.

Frumsýning á miðvikudag

Þessi næsta gerð GLA mun verða frumsýnd á Mercedes Me fjölmiðlavettvanginum sem fyrirtækið kom á fót árið 2017. Frumsýningin verður klukkan 14:00 CET (Evróputíma) eða klukkan 13 að íslenskum tíma, þann 11.desember. Þetta verður í fyrsta skipti sem Mercedes frumsýnir og kynnir bíl eingöngu á netinu. Það verður ekki frumsýningarviðburður skipulagður fyrir fjölmiðla og stjórnendur kusu viljandi að stíga vel út úr hefðbundnum frumsýningum á bílasýningum. Þetta mun spara umtalsverða peninga, en við biðum eftir frumsýningunni á miðvikudaginn.

Svipaðar greinar