Mánudagur, 18. ágúst, 2025 @ 23:27
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Nýr Aston Martin DBS 770 Ultimate

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
20/01/2023
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
267 17
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Nýr Aston Martin DBS 770 Ultimate

759 hestaflal GT í takmörkuðum fjölda kynntur
Til að marka lok framleiðslu á DBS-bílnum hefur 770 Ultimate komið með látum inn sem öflugasti framleiðslubíll Aston frá upphafi

Á þessu ári fagna menn 110 ára afmæli Aston Martin sem bílaframleiðanda og breska fyrirtækið ætlar að ganga inn í nýtt tímabil háþróaðra rafknúinna ofurbíla og GT-bíla um miðjan áratuginn. Áður mun Aston hins vegar ljúka framleiðslu á öflugu flaggskipi sínu DBS Superleggera – en það mun ekki gerast með neinum vettlingatökum.

Hér má sjá DBS 770 Ultimate, síðustu útgáfu með V12-vélinni og öflugasta Aston Martin framleiðslubíl sögunnar.

499 bílar

Sérútgáfan er takmörkuð við aðeins 300 coupe og 199 blæjubíla, „Volante“ gerðir á heimsvísu og allir 499 bílarnir hafa þegar verið seldir.

Til að búa til 770 Ultimate hefur Aston fengið auka kraft úr 5,2 lítra V12 vél bílsins með tvöfaldri forþjöppu svo vélin skilar nú 759 hestöflum. Þetta er gert með auknum örvunarþrýstingi og breyttum loft- og kveikjuleiðum, segir fyrirtækið. Átta gíra ZF sjálfskiptur gírkassi DBS var þegar kominn á togmörk með 900 Nm afköst staðalbílsins, þannig að gírkassinn helst óbreyttur.

Aston Martin DBS 770 Ultimate – aftan.

Þrátt fyrir það hefur skiptingin verið endurkvörðuð fyrir hraðari skiptingar og afl er fært til afturhjólanna eingöngu í gegnum vélrænt mismunadrif með tregðutengingu. 770 Ultimate nær sama 340 km hámarkshraða og venjulegi bíllinn og notar sömu kolefnis keramik bremsuuppsetningu, en verkfræðingar Aston hafa fínstillt undirvagn hans til að framleiða það sem þeir fullyrða að sé besti DBS til þessa.

Aðlögunardemparar 770 Ultimate eru á nýjum 21 tommu Valkyrie-innblásnum felgum með Pirelli P Zero dekkjum, og hafa verið endurkvarðaðir fyrir þéttari viðbrögð án þess að hafa áhrif á akstursgæði, en styrktur þverbiti að framan og aftan bæta snúningsstífleika um þrjú prósent.

Til að fá betri viðbragð í stýrinu hefur hliðarstífleiki aukist um 25 prósent í framendanum og ný stýrissúla sem er með betri festingum miðar að því að veita ótruflaða endurgjöf í hendur ökumanns.

Aston Martin DBS 770 Ultimate – hér er mjög áberandi miðjustokkur sem endar á skjánum.

Til að aðgreina þessa lokagerð er 770 Ultimate með áberandi harða hönnun, þar sem nýjungar í útliti er m.a. ný hönnun á framenda og hliðarinntök, ásamt koltrefjaáherslum og rimlum. Fleiri eiginleikar úr koltrefjum í formi framlenginga á sílsum, en endurskoðaður spoiler að aftan viðheldur loftjafnvægi bílsins að framan og aftan. Að lokum dregur djúp skora í vélarhlífinni lofti í gegnum vatnskassana til að kæla V12-vélina.

Til að falla saman við sportlegra ytra útlitið hefur farþegarými 770 Ultimate einnig verið lyft upp með körfusætum úr koltrefjum sem eru með leðri og alcantara, sem og koltrefjastýri og skiptaspaðar. Andstæður leðuráherslur, en laser-skorið DBS 770 Ultimate lógó á armpúðanum og sérsniðnar sílsaplötur marka þessa síðustu gerð DBS.

Eins og alltaf er frekari aðlögun í boði í gegnum Q-deild Aston Martin, sem býður upp á einstaka grafíkpakka, lit á felgum, litaðar koltrefjaáherslur og leðurklæðningu.

Kemur á götuna seinna á árinu ásamt annarri hátíðagerð

Í tæka tíð fyrir afmælisfagnað vörumerkisins mun fyrsta DBS 770 Ultimate útgáfan koma á götuna seinna á árinu 2023 ásamt annarri hátíðargerð sem ekki hefur verið nefnd enn þá til sögunnar.

(frétt á vef Auto Express – myndir Aston Martin)

Fyrri grein

Toyota GR Yaris fékk athygli á Tokyo Auto Salon

Næsta grein

Volkswagen ID Buzz verður húsbíll í Þýskalandi

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Volkswagen ID Buzz verður húsbíll í Þýskalandi

Volkswagen ID Buzz verður húsbíll í Þýskalandi

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.