Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:42
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Nýr alrafmagnaður Ford Puma sportjepplingur

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
29/03/2022
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 3 mín.
264 20
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Nýr alrafmagnaður Ford Puma sportjepplingur á markað árið 2024

Nýr rafdrifinn Ford Puma mun deila hlutum með rafdrifnum sendibílum framleiðandans

Vefur Auto Express birtir frétt um að ný fullrafknúin útgáfa af hinum vinsæla Ford Puma sportjepplingi muni koma árið 2024, sem hluti af „Model e“ rafvæðingaráætlun Ford sem inniheldur tvær stærri rafdrifmar gerðir sportjeppa og fjóra nýja rafdrifnasendibíla.

Samkvæmt Auto Express mun rafdrifna gerð Puma EV deila nokkrum íhlutum með væntanlegum rafknúnum útgáfum Transit Courier og Torneo Courier sendibíla til að halda verðinu viðráðanlegu og líklegt er að hann noti Global-B grunn núverandi bíls sem kjarna.

Ford hefur nú þegar sent frá sér kynningarmynd af Puma rafbílnum og mynd frá Auto Express hér að ofan forsýnir hönnunina betur.

Rafmagnsútfærslan mun ekki fá róttæka endurhönnun, heldur sveigjanlegri lögun staðalbílsins, framljósin sitja hátt og afturendinn er hallandi.

Hins vegar verða fjölmargar sértækar lagfæringar vegna rafmagnsins, svo sem lokað framgrill til að bæta loftflæðið, ný hönnun LED-dagljósa og aðeins breyting á neðri framstuðara.

Smíðaður í Rúmeníu

Rafmagns Puma verður smíðaður samhliða væntanlegum rafknúnum atvinnubílum Ford í Craiova verksmiðju Ford í Rúmeníu.

Aðrir nýir rafsportjeppar vörumerkisins – meðalstór gerð og sportlegri crossover – verða framleiddir í verksmiðju Ford í Köln, sem verið er að breyta í rafbílaframleiðslu með 1,5 milljarða punda fjárfestingu.

Ólíkt Puma, munu þessir rafbílar vera með MEB rafmagnsgrunn Volkswagen sem hluta af tæknilegu samstarfi milli þessara tveggja vörumerkja.

Formleg kynningarmynd Ford á Puma rafbílnum.

Það er ekki minnst orði á rafhlöðustærð rafmagns Puma, en Auto Express gerir ráð fyrir að drægni sé yfir 320 km, sem gerir honum kleift að keppa við „crossover“ bíla á borð við Kia Soul EV og Peugeot e-2008.

Puma var áttundi mest seldi bíll Ford í Bretlandi á síðasta ári og fór auðveldlega upp fyrir Fiesta, sem þar með datt út af topp tíu-listanum.

Vauxhall/Opel Corsa sem verður mest seldi bíll Bretlands, meðal annars vegna rafknúnu Corsa-e gerðarinnar, gæti gefið Ford kraftinn til að búa til alrafmagnaða gerð Fiesta með því að nota nátengda rafhlöðu og mótortækni Puma rafbílsins.

Hins vegar, þó að Puma gæti notað aðlagaða útgáfu af Global-B grunninum með rafknúnum sendibílaíhlutum, gæti það ekki verið framkvæmanlegt með lægri, minni fólksbíl af hlaðbaksgerð.

Í staðinn gæti rafknúin Fiesta tekið upp fyrirferðarlítinn rafknúna sendibílagrunna Ford, sem væri hagkvæm lausn.

Það er líka mögulegt að Fiesta nafnplatan gæti fylgt Mondeo og dáið út með öllu. Stuart Rowley, yfirmaður Ford í Evrópu, sagði á rafdrifinni Fiestu: „Þetta verður ekki endirinn á ferðinni. Við munum aðeins selja rafknúna fólksbíla árið 2030. Við hlökkum til að þróa framtíðaráætlanir.“

(frétt á vef Auto Express)

Fyrri grein

Bílaflutningabílar frá Ferrari affermdir

Næsta grein

Rafbílar Opel og DS verða smíðaðir á Ítalíu

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Rafbílar Opel og DS verða smíðaðir á Ítalíu

Rafbílar Opel og DS verða smíðaðir á Ítalíu

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.