Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 8:44
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Nýr 2022 Land Rover Defender 130 sýndur á einkaleyfismyndum

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
23/01/2022
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 3 mín.
297 3
0
143
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Nýr 2022 Land Rover Defender 130 sýndur á einkaleyfismyndum

Teygður Land Rover Defender 130 átta sæta, sést á einkaleyfismyndum, sem sýna hönnunina í heild sinni

Þegar hafa sést myndir af væntanlegum Land Rover Defender 130 í „dulbúningi“, en þessar nýbirtu einkaleyfismyndir sýna ágætlega útllit átta sæta jeppans.

Defender 130 mun verða með lengda yfirbyggingu, sem gerir hann að stærstu og rúmbestu gerð endurfædda torfærubílsins og fullkomnar þriggja bíla línuna af Defender gerðum, ásamt 90 og 110.

Af þessum einkaleyfismyndum virðist sem hjólhaf Defender 130 muni haldast óbreytt. Þess í stað veitir aukalengdin mun lengra yfirhangi að aftan en 110, með stærri hliðarglugga sem nær alla leið að afturenda bílsins.

Land Rover mun líklega nýta aukarýmið til að bæta fótapláss fyrir farþega í þriðju röð, auk þess að auka skottrýmið.

Lengra yfirhang að aftan mun hins vegar hafa áhrif á torfærugetu Defender og fráaksturshorn hans verða lægra en í minni bílunum. Annars staðar er hönnunin óbreytt, fyrir utan það sem lítur út fyrir að vera örlítið endurhönnuð hliðarop á frambrettum.

Stefnt er að því að koma Defender 130 á markað á þessu ári og hafa ljósmyndarar náð myndum af bílnum í prófunum á þýskum vegum í svörtum og hvítum felulitum, með svörtum felgum og dökklituðum rúðum.

130 er greinilega með teygða yfirbyggingu með stærra yfirhangi að aftan og mun bjóða upp á meira farrými og sæti fyrir allt að átta – einum meira en Defender 110 með valfrjálsu þriðju röðinni.

Orðrómur er um að Defender 130 verði, þegar þar að kemur, skilgreindur sem lúxusútgáfa af Defender, þar sem flaggskip Land Rover, torfærubíllinn, verður aðeins boðinn í toppútgáfu. Þrátt fyrir að þessi útgáfa pakki töluvert meira farangursrými er ólíklegt að Hardtop auglýsingarútgáfan verði fáanleg.

Sagt er að hann mælist um 5,1 metra langur. Defender 130 væri þannig um það bil 342 mm lengri en 110 og um 227 mm lengri en næsti keppinautur hans, Mercedes-Benz G-Class.

Undir vélarhlífinni á frumgerðinni er nýjasta mild-hybrid 3,0 lítra sex strokka bensínvélin frá Land Rover, sem ætti að skila um 394 hestöflum og 0-100 km/klst hröðun upp á um 6,0 sekúndur.

Auk kraftmikillar bensínvélarinnar verður 296 hestafla mild tvinn-túrbó-dísil 3,0 lítra sex strokka línuvél einnig fáanleg og ætti að vera fær um að blanda saman 0-100 km/klst spretti undir sjö sekúndum og eyðslu sem næmi innan við 8 (7,84 l) lítrum á hundraðið.

Einnig væri mögulegt að bjóða bæði 399 hestafla tengitvinnbílinn P400e og öflugustu 518 hestafla V8 vélina 5,0 lítra með forþjöppu.

Í framhaldi af lengri Defender 130 er einnig orðrómur um að Land Rover sé að þróa pallbílsútgáfu af Defender í leyni sem búist er við að sitji á sama extra langa grunninum. Þegar hann kemur mun pallbíllinn með tvöföldu húsi keppa við Ford Ranger.

(frétt á Auto Express)

Fyrri grein

Mercedes-AMG SL: Endurfæðing sportara

Næsta grein

Maskína að nafni Sébastien Loeb

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

Nýr Kia EV2 „fyrir Evrópu“ kemur snemma árs 2026

Nýr Kia EV2 „fyrir Evrópu“ kemur snemma árs 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
04/10/2025
0

Fyrri hugmynd mun breytast í nýjan rafknúinn smábíl árið 2026, með smart jeppastíl og rúmgóðu innanrými. Kia telur niður dagana...

Næsta grein
Maskína að nafni Sébastien Loeb

Maskína að nafni Sébastien Loeb

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.