Föstudagur, 16. maí, 2025 @ 23:43
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

2022 Ford Bronco Raptor: 400 hestöfl í torfærurnar

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
24/01/2022
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
266 20
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Nýr 2022 Ford Bronco Raptor með meira en 400 hestöfl

Öflugri Bronco Raptor þróaður af Ford Performance kemur í sölu í Bandaríkjunum í mars

Þetta er nýr Ford Bronco Raptor; öflugri útgáfa af aðalsölujeppa vörumerkisins. Raptor er hannaður til að gefa Bronco-línunni alvöru torfærueiginleika.

Hann fer í sölu í Bandaríkjunum í mars og er þróaður af Performance-deild Ford. Undirvagninn er verulega endurskoðaður og er með meiri aksturshæð og breiðari sporvídd en venjulegur Bronco.

Endanleg tala um aflið hefur ekki enn verið staðfest, en Ford heldur því fram að Bronco Raptor muni framleiða um eða yfir 400 hestöfl.

Breiðari sporvídd og meiri veghæð

Hin aðlagaða útgáfa af stálgrind undirvagnsins í hefðbundnum Bronco er komin með nýja, hærri höggdeyfa til viðbótar og það sem Ford heldur fram séu fram- og afturöxlar með keppnislýsingu, notaðir á Bronco DR rallybílnum.

Þessir öxlar breikka sporvíddina um 218 mm, en lágmarksaksturshæð Bronco Raptor er 332 mm, sem er aukning um 122 mm.

Hálfvirkir demparar með sérstakri stillingu að framan og aftan eru hér mættir til leiks og stilltir af skynjurum á hverju horni bílsins: Þeir fylgjast með aðstæðum og fjöðrunarhæð til að fínstilla uppsetningu á fjöðrun á ferðinni. Nýir stýriarmar að framan og aftan gera kleift að fylgja fjöðrun betur eftir, en Bronco Raptor fær 37 tommu torfæruhjólbarða frá BFGoodrich, á 17 tommu felgum.

Viðbótarvörn undirvagnsins er annað viðbótarmál. Kröftugar högg- og skriðplötur ná yfir framstuðarann, vélina, gírkassann og hús millikassans.

Viðbótarstyrking yfirbyggingarinnar er komin í B-bita og C-bita til að auka stífni.

400 hestafla vél og 10 þrepa sjálfskipting

Aflið kemur frá nýrri 3,0 lítra sex strokka bensínvél með forþjöppu, sem er um 400 hestöfl og er tengd við 10 gíra sjálfskiptingu.

Ford hefur byggt sjö akstursstillingar inn í Bronco Raptor, þar á meðal nýja „Baja-stillingu“ fyrir hámarksafköst í torfærum, með hámarksvörn gegn töfum fyrir túrbóvélina.

Endurnýjunin er fullkomnuð með meira áberandi útliti sem nýtir breiðari sporvídd og aukna aksturshæð til hins ýtrasta, en eigendur Bronco Raptor geta nýtt sér kerfi yfirbyggingar bílsins, með því að fjarlægja og bæta við hurðum, þakplötum og aukahlutum eins og þeim hentar.

Mun kosta sitt

Þessi nýi 2022 Bronco Raptor er fullkomna útgáfan af Ford Bronco (að minnsta kosti í bili), og mun kosta sitt, samkvæmt vefsíðu Car and Driver, því samkvæmt þeim er grunnverðið um 69.995 dollarar (um 8.980.00 ISK) í Bandaríkjunum) – næstum 20.000 dollurum meira en venjulega Bronco Wildtrak fjögurra dyra gerðin.

Ford hefur enn ekki gefið út upplýsingar um valkosti og útfærslustig, en Car and Driver gerir ráð fyrir að fullhlaðin gerð fari yfir 80.000 dollara (10,2 millj.ISK).

Horfa má og hlusta á bílinn með því að smella HÉR.

(Vefsíður Car and Driver og Auto Express)

Fyrri grein

Hyundai frumsýnir rafbílinn Ioniq 5

Næsta grein

BMW hrellir Mercedes

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Fiat 500 fær aftur bensínvél

Fiat 500 fær aftur bensínvél

Höf: Jóhannes Reykdal
15/05/2025
0

Stellantis staðfestir framleiðslu á Fiat 500 tvinnbíl, byggðum á rafbílnum, í ítalskri verksmiðju Stellantis stefnir að því að hefja framleiðslu...

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

Höf: Pétur R. Pétursson
14/05/2025
0

Isuzu Motor Group hefur hafið fjöldaframleiðslu á rafdrifnum D-MAX með fjórhjóladrifi fyrir Evrópumarkað í verksmiðju sinni í Samron í Tælandi....

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Næsta grein
Lukka og ólukka í Monte-Carlo

Lukka og ólukka í Monte-Carlo

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaheimurinn

Þjónustudagur Toyota

16/05/2025
Bílasýningar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

16/05/2025
Bílasýningar

Sumarsýning Heklu fer fram laugardaginn 17. maí, frá kl.12 til 16.

16/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.