Nýr 2021 Volkswagen Golf Alltrack og station náðust á mynd
- Harðgerðara Alltrack afbrigði af áttundu kynslóð Volkswagen Golf er á leiðinni ásamt hefðbundinni langbaksgerð eða station
Ljósmyndarar AutoExpress hafa náð næstu langbaksgerð eða stationgerð Volkswagen Golf á mynd, að þessu sinni ásamt Alltrack-gerð bílsins sem ætlaður er fyrir aðeins meiri vegleysur. Báðar gerðirnar eru næstum alveg ódulbúnar – og báðar ættu þær að verða frumsýndar undir lok þessa árs.

Að framan er venjulegi Golf langbakurinn alveg eins og nýja áttuda kynslóð hlaðbaksins – en Alltrack-bíllinn er með önnur, loftinntök við stuðara og endurhönnuð LED aðalljós.

Breytingin heldur áfram yfir restina af bílnum, Alltrack-gerðin er með breiðari hliðarklæðningar, nýja þakboga, álklæðningu undir stuðara að aftan og aukna aksturshæð, sem ætti að gera bílnum kleift að takast á við einstaka ójöfnur á vegslóðum.

Nýi Golf langbakurinn verður smíðaður á útvíkkuðu útgáfu af sígildum MQB grunni Volkswagen Group, sem ásamt breytingum á yfirbyggingu, ætti að auka farmrými bílsins í um 600 lítra – eða um 220 lítrum meira en hlaðbakurinn.

Sömu vélar
Volkswagen mun bjóða upp á sama úrval véla í langbaknum og finnast í hlaðbaknum. Framboðið byrjar annað hvort með 128 hestafla eða 148 hestafla 1,5 lítra fjögurra strokka bensínvél, stækkar síðan í par af 2,0 lítra fjögurra strokka dísilvélum og toppar framboðið síðan með 328 hestafla 2,0 lítra fjögurra strokka bensínvél í R-gerðinni . Einhvers staðar í miðri röðinni ætti einnig að vera tengitvinnútgáfa af GTE gerð, með 242 hö.

En eins og fyrri kynslóðin gerir AutoExpress ráð fyrir að nýi Golf Alltrack verði aðeins fáanlegur með dísilvél. Kaupendur ættu að hafa val um annað hvort handvirkan eða sjálfskiptan gírkassa og annað hvort framhjóladrifinn eða með aldrifi.

Öryggisbúnaður
Sem staðalbúnað ætti Golf langbakur að vera með bílastæðaskynjara að framan og aftan, rafhitaðan og stillanlega hurðarspegla og lykillaust aðgengi og start, ásamt akreinastuðningi, aðlagandi skriðstilli og kerfi á skjá til að skynja vegaskilti.
Að innan verður boðið upp á ýmislegt, þar sem kaupendur fá 10,25 tommu stafrænt mælaborð, þráðlausa snjallsímahleðslu, 10 lita sérstillanlegt umhverfislýsingarkerfi og 10 tommu upplýsinga- og afþreyingarskjá með snertiskjá með leiðsögukerfi, raddstýringu, Apple CarPlay og Android Auto.
(byggt á frétt á AutoExpress)
Umræður um þessa grein