Laugardagur, 11. október, 2025 @ 13:56
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Nýi Z -bíll Nissan er með 400 hestöfl á tímum rafvæðingar

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
19/08/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 5 mín.
267 18
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Nýi Z -bíll Nissan er með 400 hestöfl á tímum rafvæðingar

Endurhannaði Z-bíllinn er kynntur sem „bíll sem byggir á arfleifð“ – „smíðaður fyrir áhugamenn, af áhugamönnum“

TOKYO-Þetta gæti verið „tímabil rafmagnsins“, en Nissan endurhannaði nýlega Z-sportbílinn sinn með bensínknúnum hestöflum.

Með 400 hestöfl, 3,0 lítra V-6 aflvél, fær nýi Z-bíllinn 68 hestöfl í viðbót og 30 prósent aukningu á togi. Hann er líka hraðvirkari með 15 prósenta bætingu í 0 til 60 mílna (97 km/klst) tíma bílsins.

Þetta er í fyrsta sinn sem Z hefur boðið upp á 400 hestöfl eða meira.

Nýi Z er í „gamla stílnum“ að utan og hátækni-bíll að innan.

Hannaður svolítið í „gamla lúkkinu“ að utan, hátæknin ræður ríkjum að innan, endurhönnunin er að hluta til virðing fyrir uppruna bílsins og að hluta til merki um nýja stefnu Nissan.

Þar sem alþjóðleg sala á bílnum beinist aðallega að Bandaríkjunum og Japan er búist við að Z verði meira ætlaður að auka hróður vörumerkisins en að þetta verði „magnsölubíll“.

Reyndar er Z-bíllinn lykilatriðið í „Nissan A to Z“ framleiðslustýringu framkvæmdastjórans Makoto Uchida, sem miðar að því að yngja upp framboð eldri bíla með stöðugum straumi nýrra bíla. „A“ stendur fyrir nýja Ariya rafmagns krossover-bílinn og „Z“ er fyrir nýja sportbíla. Aðrir bíla sem eru mikilvægir í þessari endurhönnun eru Rogue og Pathfinder crossovers, Frontier pallbíll í miðstærð og Sentra sem er lítill fólksbíll.

Með þessum nýja bíl er Nissan einnig að hætta við að hafa „númer“ í heiti sportbílsins.

Þegar langþráð endurhönnun bílsins – sú fyrsta síðan 2009-fer í sölu í Bandaríkjunum næsta vor mun hann einfaldlega vera kallaður „Z“. Þetta dregur úr fyrri vangaveltum um að uppfærslan ætti að koma í stað núverandi 370Z sem 400Z.

Aftur til framtíðar

Í heimi sem er er að verða „rafmagnaður“ stingur Z svolítið í stúf við aðra, bensínknúinn sportbíll. Nissan stillir honum svolítið upp sem „fornbíl“ – „smíðaður fyrir áhugamenn, af áhugamönnum“.

„Nýi Z heldur áreiðanleika sínum sem hreinræktaður sportbíll til að halda þér í tengslum við veginn en koma með nýjustu nútíma tækni til að tryggja að bíllinn geti hjálpað þér að halda sambandi við líf þitt,“ sagði Ashwani Gupta, forstjóri Nissan, í tilkynningu um nýja bílinn.

Meðal þess sem Z er að undirstrika líkt og í fyrstu kynslóð 240Z, sem var frumsýndur fyrir um fimm áratugum undir merkjum Datsun í Bandaríkjunum, er áberandi útlínur – löng vélarhlíf, oddhvass nef og stuttur, hallandi afturhluti sem hallar aðeins meira niður en framendinn.

Þó Nissan hafi ekki tilkynnt um verðlagningu, er búist við að næsta Z haldist trúr „aðgengilegum“ sportbílarótum sínum með verðmiða sem byrjar í kringum 40.000 dollara (liðlega 5 milljónisr ISK) í Bandaríkjunum.

Sumt af búnaði 21. aldarinnar er til staðar í bílnum, svo sem LED aðalljós og 12,3 tommu stafrænn mælaborðsskjár. Nútíma uppfærsla er meðal annars skynvæddur hraðstillir, sjálfvirkur „dimmer“ í baksýnisspeglinum, eskjár með baksýnismyndavél, USB-tengi og sónarskynjarar að framan – og aftan.

Undir vélarhlífinni fær þessi nýi Z, öfluga 3,0 lítra V-6 vél  með tveimur forþjöppum sem er aðlöguð frá þeirri sem er í Infiniti Q50 Red Sport 400.

400 hestöfl vélarinnar nást með því að nota túrbínu með litlu þvermáli auk túrbóhraðaskynjara í tengslum við rafrænt breytilegt kerfi á opnun og lokun ventla.

Samsetningin bætir bæði viðbrögð og eldsneytisnotkun, allt eftir akstursaðstæðum.

Staðlaða uppsetningin er með sex gíra beinskiptingu, með „Exedy“ afkastamikilli kúplingu. Handskiptingin fær einnig háþróað hjálparkerfi, sem Nissan segir að sé það fyrsta í bíl frá þeim með afturhjóladrifi.

Handskiptingunni fylgir drifskaft úr kolefnistrefjum. Níu gíra sjálfskipting er einnig fáanleg, skref upp frá núverandi sjö gíra skiptingu.

Nissan segir að búast megi við betri aksturseiginleikum, með stífari yfirbyggingu, rafrænu aflstýri með hjálparafli, breiðari dekkjum að framan og léttu áli í vélarhlíf, hurðum og afturhlera.

Verkfræðingar breyttu einnig tvöföldu klofafjöðruninni að framan og uppsetningu fjölliða fjöðrunar að aftan til að bæta akstursþægindi og stöðugleika.

Endurhönn Z-bílsins notar sama undirvagn og fráfarandi 370Z, en 80 prósent af heildarpakkanum er allt nýtt, þar með talið ný aflrás og fjöðrun.

Takmörkuð útgáfa

Z mun koma í tveimur stigum, Sport og Performance, ásamt sérútgáfu.

Performance-gerðin er með uppfærslum eins og átta hátalara Bose hljóðkerfi, 9 tommu snertiskjá með akstursleiðsögn, vélrænt takmarkaðri spólvörn, sportlegum bremsum, upphituðum hliðarspeglum og stærri felgum, svo og rafstýrðum og hituðum leðursætum.

Sérútgáfan, sem kallast „Proto Spec“, er 240 bíla vísun í Z Proto frumgerðina sem var afhjúpuð árið 2020.

Sú gerð fær sérstök smáatriði í bremsum, felgum, gírstangarhnúð, klæðningu á hurðum og sætum.

Að utan ber mest á sléttara og fínlegra útliti og fallið er frá meira áberandi og „aflmeira“ útliti sem einkenndi fyrri kynslóðir bílsins.

Nissan gaf ekki upp neitt um þyngd á væntanlegum bíl. En endurhönnunin er um 5 tommum lengri en núverandi 370Z, þrátt fyrir að halda sömu breidd og hæð.

Í áranna rás fóru Z bílar smám saman að þyngjast, Nokkuð sem Yutaka Katayama, goðsagnakennda framkvæmdastjóranum hjá Nissan, sem var þekktur sem herra K og faðir upprunalega Z-sportbílsins, þótti ekki nógu gott.

Samkvæmt herra K, sem lést árið 2015, varð Z-bíllinn of uppblásinn og dýr og hætti að vera í hlutverki sínu sem var að vera sportbíl fyrir alla.

Upprunalegi Z bíllinn kom Nissan á beinu brautina á markaði í Bandaríkjunum. Datsun 240Z, japanski byrjandinn fór framúr Volkswagen og Toyota og varð númer 1 innflutningsmerkið árið 1975.

En í seinni tíð hefur aðeins dýr GT-R Nissan selt færri bíla í Bandaríkjunum en 370Z. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 fór 370Z sala úr 99 prósentum í aðeins fimm þegar Nissan hreinsaði út birgðir til að rýma fyrir endurhönnuninni. Salan á GT-R, hins vegar, lækkaði um 30 prósent í 49.

(Automotive News Europe)

Fyrri grein

Þegar stórir bílar frá Fiat voru aðalmálið á Íslandi

Næsta grein

Bentley slær tvær flugur í einu höggi

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

Höf: Jóhannes Reykdal
10/10/2025
0

ÍSBAND hefur verið valið sem umboðsaðili Leapmotor á Íslandi. Þetta markar komu merkisins á íslenskan markað. Forsala er hafin og...

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Næsta grein
Bentley slær tvær flugur í einu höggi

Bentley slær tvær flugur í einu höggi

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Smart #5 – Nýr kafli í sögu Smart: hann er ekki lengur lítill

11/10/2025
Bílaframleiðsla

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

10/10/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.