Ný Skoda Octavia verður einnig í boði sem tengitvinnbíll

Ný Octavia frá Skoda verður bæði í boði sem tengitvinnbíll og með mildri tvinntækni líkt og í nýja Golf.
Octavia er mest selda gerð Skoda á heimsvísu og er meðal söluhæstu bíla hérlendis líka. Bíllinn býður upp á breiðasta úrval drifrása og útlitsgerða í framboði vörumerkisins.
Octavia iV PHEV mun nota sömu 1,4 lítra grunnvél og nýlega ver kynnt í Skoda Superb iV en mun bjóða upp á tvö afbrigði af afli: 201 hestafla gerð og sportlegri 242 hestafla útgáfu.
Engar tölur um akstursdrægni eða losun hafa verið gefnar út en búist er við að þær verði svipaðar Superb iV, sem Skoda sagði að gæti farið 55 km eingöngu á raforku og skráð CO2 losun er undir 40g / km. PHEV verður fáanlegur bæði sem hlaðbakur og station.
Mild blendingstækn verður tengd 1,0 lítra og 1,5 lítra bensínvélum með sjálfskipta DSG gírkassanum. Bílarnir eru með 48 volta beltaknúinn mótor sem endurheimtir týnda orku og gerir honum kleift að aka með vélina stöðvaða til að spara eldsneyti. Engar losunartölur voru gefnar.
Meðal annarra véla er 2,0 lítra bensínvél, 187 hestöfl og 2,0 lítra dísilvél, sem er 113 hestöfl, 148 hestöfl og 197 hestöfl eftir gerð.
Drif á öllum hjólum er fáanlegt með 2,0 lítra bensínvél og tveimur dísilvélum með meira afli. Skoda hefur hætt með minni 1,6 lítra dísilvélina.
Nýja Octavia er „stórt skref inn í framtíðina“ miðað við þær þrjár kynslóðir sem voru á undan henni, sagði forstjórinn, Bernhard Maier í yfirlýsingu.
Bíllinn er fyrsti Skoda sem er kominn með tvær nýjar öryggisaðgerðir byggðar á myndavélum. Aðgerð til að forðast árekstur hjálpar ökumanni að stýra frá hugsanlegum árekstri en með útgönguviðvörun er ökumaðurinn varðaður við ef þeir eru að fara að opna dyr sínar á slóð hjólreiðamanna eða annars bíls. Bíllinn verður einnig með aðlagaðan skriðstilli.
Octavia mun verða „einn öruggasti bíll innan þessa stærðarflokks“, sagði Christian Strube, yfirmaður tækniþróunar Skoda, í yfirlýsingunni.

Innri tækni á bílnum felur í sér möguleika á tveimur 10 tommu skjám, þar á meðal sýndar stjórnklefa fyrir framan ökumanninn sem hægt er að stilla til að innihalda upplýsingar frá leiðsögukerfinu.
Skoda hefur flutt fleiri hnappa yfir á miðjuskjáinn sem situr fyrir ofan mælaborðið. Notendur geta „klipið“ til að þysja inn eða út í leiðsögukorti, en hægt er að stjórna hljóðstyrknum með sleðastiku á skjánum.
Önnur tiltæk tækni felur í sér „matrix“ LED ljós sem draga úr blindu vegna ljósa frá aðkomandi bílum með því að slökkva sjálfkrafa á mismunandi svæðum innan ljósanna og þriggja svæða loftræstikerfi.
Smíðuð á sama grunni og nýi Golf
Ný Octavia er smíðuð á sama MQB grunni frá VW Group og fyrri gerð en er 22mm lengri í stationgerð, eða 4689 mm og 19mm lengri sem hlaðbakur.
Skoda segir að pláss fyrir hné í innanrými sé „lúxus“ í nýju gerðinni og mælist 78 mm í aftursætunum en farangursrýmið eykst um 30 lítra í stationbílnum í 640 lítra og um 10 lítra í hlaðbaknum í 600 lítra.
Skoda ætlar að koma senda stationgerðina fyrst á markaðinn til að draga fram vinsældir þessarar gerðar umfram hlaðbakinn, að því er bifreiðaframleiðandinn hefur sagt.
Afhendingar fyrstu bíla í Evrópu hefjast undir lok ársins og hlaðbakurinn kemur á fyrsta ársfjórðungi 2020.
Stationgerðin var mest seldi stationbíll Evrópu á fyrri helmingi ársins, samkvæmt tölum frá JATO Dynamics og salan hans er meira en 2: 1 miðað við hlaðbakinn.
Söluhæsti bíll Skoda
Octavia var söluhæsti bíll Skoda á fyrstu níu mánuðum ársins og var tæplega 30 prósent af heildarsölunni með 268.900 bíla. Þeim fækkaði um 9,6 prósent, meðal annars vegna minni eftirspurnar eftir Skoda gerðum í Kína, stærsta markaði þess, samkvæmt tölum fyrirtækisins.
Hönnun nýja bílsins hefur fengið meiri „tilfinningalegan skírskotun“ sagði Skoda. Hann fær mikið að láni frá útliti stærri bílsins Superb, til dæmis með að nota afturljós sem teygja sig inn á skottlokið, frekar en að sitja bara á yfirbyggingunni sjálfri eins og á núverandi bíl.
Skoda sagði að Scout- og RS-gerðir muni fylgja síðar á árinu. Búist er við að PHEV-gerðir(tengitvinngerðir) muni koma á markað um mitt ár 2020.