Ný kynslóð Citroen C4 Cactus mun einnig verða rafbíll

PARIS – Arftaki Citroen C4 Cactus verður tilbúinn fyrir pantanir í júní, sagði forstjóri Citroen, Vincent Cobee nýlega.
Þetta kom fram á YouTube myndbandi þar sem Cobee sagði að nýi bíllinn yrði kynntur í júní og sala hefjist í september eða október.
Bíllinn hefur ekki enn fengið opinbert nafn, en Citroen segir að hann muni verða með fullan rafmagnsvalkost auk bensín- og dísilvéla.
Þetta verður fyrsta gerða rafbíls á CMP fjölvirkni vettvangi PSA Group sem liggur til grundvallar litlum bílum og jeppum eins og Peugeot 208 og sportjeppanum 2008.
Nýi C4 mun nota ítarlegri útgáfu af grunninum. Önnur minni og meðalstór PSA ökutæki nota EMP2 grunninn, sem er rafmagnaður með tengitvinnbúnaði.
Njósnarmyndir sem sést hafa af bílnum sýna “crossover” snið, með hallandi þaklínu og hærra skott.
Cobee sagði að C4 muni skera sig úr í flokknum með því að vera auðþekkjanlegur Citroen. „Minni bílar eru kjarninn í evrópska markaðnum en hann er hluti sem breytist ekki mikið“, sagði hann.
Citroen sér fyrir sér C4 sem aðalbílinn fyrir fjölskyldur í millistétt sem þurfta pláss, þægindi og útsýni.
„Bíllinn mun setja nýjan stíl af stað,“ sagði Cobee. „Hann mun koma með nýtt útlit á þennan hluta“.
C4 Cactus var hleypt af stokkunum sem „crossover“ árið 2014 en var endurnýjaður árið 2017, sem fjarlægði hliðarvörnina á hurðunum og önnur einkennileg smáatriði. Gamla kynslóð C4 fimm dyra hlaðbakur, sem seldur var samhliða C4 Cactus, hætti árið 2018.
C4 Cactus er ekki í hópi 10 söluhæstu bílanna í þeim hluta markaðarins í Evrópu, þar sem Volkswagen Golf leiðir. Sala í Evrópu á C4 Cactus féll 10 prósent í 52.128 selda á síðasta ári, að sögn JATO Dynamics markaðsfræðinga.
(frétt á Automotive News Europe)



