- Þessi knái litli sportjeppi frá Volkswagen hefur fengið uppfærslu á miðjum aldri og andlitslyftur T-Cross mun koma í sölu síðar á þessu ári
Við höfum áður fjallað um „uppfærslur“ á sportjeppum Volkswagen og Auto Express var að fjalla um þessar nýjustu vendingar í þeim málum:
„Sportjeppalína Volkswagen er í smá endurbótum með uppfærðum T-Roc ásamt nýjum Tiguan og Touareg. Nú er minnsti sportjepplingur vörumerkisins, T-Cross, einnig að hressast“ segir Auto Express.
Eftir röð af njósnamyndum getum við nú sýnt andlitslyftan VW T-Cross í heild sinni, sem ætlað er að koma á sölu í Bretlandi síðla árs 2023 á undan fyrstu afhendingum til viðskiptavina snemma árs 2024. Uppfærslur Volkswagen á T-Cross eru meðal annars hönnunarbreytingar á ytra byrði að farþegarými með uppfærðum búnaði.

Þrátt fyrir að þetta sé tæknilega andlitslyfting er 2024 T-Cross 27 millimetrum lengri en forveri hans eftir að hafa endurmótað stuðarana. Hann mælist nú 4135 mm á lengd og kemur með tiltölulega rausnarlegt hjólhaf upp á 2563 mm.
Keppinautar hafa fengið uppfærslur
Síðan T-Cross kom á markað hafa keppinautar eins og Citroen C3 Aircross, Renault Captur og Nissan Juke allir fengið uppfærslur eða komið út sem alveg nýjar gerðir. Það er líka sífelld ógn innan Volkswagen Group frá Seat Arona og Skoda Kamiq.
Volkswagen hefur meira að segja sinn eigin hugsanlega keppinaut frá og með síðasta ári í formi nýja Taigo, bíls byggður á T-Cross en er með aðeins annarri hönnun með coupe-líkri þaklínu.
Til að hjálpa T-Cross að skera sig úr í þessum erfiða og fjölmenna flokki fær nýi bíllinn nýjan framstuðara og endurgerð þokuljós, auk nýrra LED framljósa með VW matrix ‘IQ.Light’ tækninni. Afturendinn fær einnig nýja ljósahönnun, klæðningu á afturstuðara og endurstillt endurskin að aftan. Þrír nýir litir hafa bæst við T-Cross: Grape Yellow, Clear Blue Metallic og Kings Red Metallic.


Breytingarnar takmarkast ekki við ytra. Innanrými T-Cross er nú með endurhannað mælaborð úr „hágæða“ mýkra efni með átta tommu snertiskjá sem staðalbúnað eða 9,2 tommu skjá í betur búnum gerðum. Baklýstar snertirennistýringar fyrir loftslagsstýrikerfið eru aðeins fáanlegar sem valkostur.



Sem staðalbúnaður fær T-Cross LED framljós, fjölnota myndavél og vegamerkjagreiningu. 16 tommu álfelgur, leðurstýri og sportlegri ytri innréttingar verða fáanlegar á betur búnum gerðum.




Farangursrýmið er meira en þokkalegt fyrir ökutæki af þessari stærð, allt frá 385 til 455 lítrar eftir staðsetningu afturbekksins (hann rennur um 140 mm). Leggðu niður 60:40 aftursætin og rúmmálið fer í 1.281 lítra. Fyrir enn meiri hagkvæmni er einnig hægt að fella farþegasætið að framan niður.
Volkswagen segir að T-Cross verði knúinn af TSI vélum, þannig að búast má við sama úrvali af 1,0 lítra túrbó bensínvél með annað hvort 94 hö eða 109 hö og 1,5 lítra bensínvél með 148 hö.

Svona til að undirstrika enn frekar notagildi þessa nýja VW T-Cross sendi VW frá sér mynd af bílnum eð þessari vígalegu hjólagrind að aftan
Enn á eftir að tilkynna verð en Auto Express gerir ráð fyrir lítilli hækkun á upphafsverðmiða núverandi bíls.
(Alastair Crooks – Auto Express – Myndir: Volkswagen)
Umræður um þessa grein