Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:54
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Nokkrar íslenskar bílaskopsögur

Malín Brand Höf: Malín Brand
18/10/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 5 mín.
283 14
0
142
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Nokkrar íslenskar bílaskopsögur

Halldór Laxness, Óli Ket, Egill Vilhjálmsson og Einar Ben eru á meðal þeirra sem til eru um skemmtilegar bílaskopsögur í ritinu Íslenzk fyndni. Íslenzk fyndni kom út á árunum 1933 til 1961 og eru tölublöðin 25 talsins. Hér eru nokkrar vel valdar sögur!

Gunnar Sigurðsson frá Selalæk (1888 – 1962) tók sögurnar saman og skráði niður en myndirnar teiknuðu þeir Eggert Laxdal og Tryggvi Magnússon. Allar eru sögurnar sannar, eða svo gott sem!

Fyrstu tvær sögurnar birtust í hefti ársins 1955. Í þeirri fyrri er enginn nafngreindur en hér er hún (orðrétt og stafsetningin er vissulega óbreytt):

Veiðimaður nokkur var á gangi á Skeiðaveginum. Bíll með tóma líkkistu ók fram á hann, og fékk maðurinn leyfi til að standa aftan á bílnum. Nú fer að rigna, og fer veiðimaðurinn þá niður í kistuna og setur lokið yfir sig. Nú ber svo við, að bílstjórinn tekur annan vegfaranda upp af götu sinni, og fer hann upp á pallinn. Skömmu síðar stanzar bíllinn. Þá lyftir veiðimaðurinn upp kistulokinu og segir: „Er hann hættur að rigna?“ Hinum farþeganum bregður svo við, að hann rekur upp óp og stekkur á bólakaf út í skurð við veginn.

Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri Reykjavíkurbæjar, var að undirbúa virkjunina við Ljósafoss í Soginu. Útlendur verkfræðingur kom þá til landsins að vetrarlagi og vildi sjá aðstæður þar eystra. Steingrímur tók leigubíl, og óku þeir verkfræðingarnir austur að Kárastöðum í Þingvallasveit. Þingvallavatn var á ís, og fór Steingrímur þess á leit við bílstjórann, að hann æki þeim eftir vatninu niður að Sogi. Bílstjórinn hikaði við, en spurði svo: „En segið þér mér eitt, rafmagnsstjóri. Ætlið þér að borga, ef illa fer?“ „Já“, sagði Steingrímur, „ef þér komið með reikninginn“.

Næsta saga er úr hefti ársins 1956, þ.e. ári eftir að Laxness fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.

Halldór Kiljan Laxness ók bíl sínum um fjölfarinn veg. Þá kom á móti honum annar bíll, sem var svo frekur á veginum, að Halldór varð að hrökklast út af til þess að komast hjá árekstri. Báðir námu staðar. Halldór steig út úr bílnum, hneigði sig hæversklega fyrir hinum bílstjóranum og sagði: „Er það nokkuð fleira, sem ég get gert fyrir yður?“

„Er það nokkuð fleira, sem ég get gert fyrir yður?“

Ólafur Ketilsson, eða Óli Ket, var einhver þekktasti rútubílstjóri Íslands og eru margar skemmtilegar sögur til af honum. Sagan sem birtist í Íslenskri fyndni árið 1958 er sennilega ein af þeim þekktari en hér er hún:

Ólafur Ketilsson, bílstjóri á Laugarvatni var eitt sinn á leið til Reykjavíkur með farþega og ók hægt. Þá segir einn farþeginn: „Það er kýr að fara fram úr þér, Ólafur.“ „Ef þér liggur á, þá spurðu hana, hvort hún taki farþega,“ svaraði Ólafur.

Í lokin koma svo þrjár út hefti ársins 1960 og fylgir þessi skemmtilega teikning þeirri fyrstu:

Bílstjóri einn ók á gamlan mann á mjóum vegi, og valt þá bíllinn um leið út í blautan skurð. Bílstjórinn skammar nú gamla manninn óbótaskömmum fyrir það að vera í vegi fyrir sér. Gamli maðurinn þegir lengi, þangað til hann segir með mestu hógværð: „Já, það var náttúrlega hugsunarleysi af mér að ganga ekki niðri í skurðinum.“

Egill Vilhjálmsson var einn af fyrstu bílstjórum hér á landi: Á þeim árum, þegar bílar voru ennþá fáséðir, kom það oft fyrir, að hestar fældust undan þeim. Egill ók einu sinni með Einar Benediktsson austur í Rangárvallasýslu. Þegar þeir komu austur í Holt, mættu þeir manni með tvo vagna, sem hlaðnir voru smjörkvartélum. Fyrri hesturinn fældist og velti vagninum ofan í skurð. Manninum varð skapfátt og skammaðist, en Einar tekur þá upp brennivínsflösku og segir honum að drekka eins og hann vilji. Þá hýrnaði yfir karli, og honum varð að orði: „Hefði ég átt von á þessu, þá held ég, að þið hefðuð mátt velta báðum vögnunum.“

Séra Björn og Jón bóndi komu sér lítt saman og áttu stundum í deilum og kerskni. Nú hafði prestur fengið sér nýjan bíl, kom í honum til messu og var hreykinn af. Í stólræðunni talaði hann meðal annars um hinn þrönga og breiða veg og brýndi mjög fyrir mönnum að velja heldur þrönga veginn. Eftir messu segir Jón bóndi við prest: „Skyldi hann vera bílfær — þröngi vegurinn?“

Þannig var nú það! Ef lesendur luma á góðum sögum þá má endilega deila þeim á Facebookþræði færslunnar eða senda á neftangið malin@bilablogg.is

Fleiri kostuglegir íslenskir ökumenn:

Séra Baldur og bílarnir

„Kjarval var svolítið skrýtinn“

Skodaunnandinn Ingimar Eydal

Sannleikurinn um Bjössa á mjólkurbílnum

Ótrúlegt að bíll kæmist leikandi yfir Öxnadalsheiði

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Heimsins mesta hröðun rafbíls

Næsta grein

Hræðilegur leiðsögumaður!

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Næsta grein
Var þessu virkilega ekið á verkstæðið?

Var þessu virkilega ekið á verkstæðið?

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.