Nissan Micra snýr aftur – rafdrifinn, með allt að 407 km. drægni og líkist forveranum frá 1990

145
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Nýja kynslóð Nissan Micra kemur á markað seint árs 2025 – glæsilegur rafbíll byggður á grunni Renault 5

Nissan Micra er mætt á ný – nú í allt öðrum búningi en áður. Þessi sígildi smábíll hefur þróast úr einföldum, ódýrum bensínbíl í nútímalegan og rúmgóðan rafbíl með háþróaða tækni og áætlaða drægni upp á allt að 407 kílómetra (WLTP).

Við fyrstu sýn minnir Micra nokkuð á nýja Renault 5, og er það ekki að ástæðulausu – bíllinn byggir á sömu grunngerð.

Það er þó alls ekki galli, því Renault 5 hefur hlotið lof sem einn besti rafdfrifni smábíllinn á markaðnum. Nissan hefur því unnið út frá traustum grunni við hönnun bíls sem höfðar til kaupenda sem leita að hagkvæmum, vel hönnuðum og umhverfisvænum bíl.

Komutími og verð

Nýja Micran kemur á evrópskan markað í lok árs 2025. Þó verð sé ekki enn staðfest fyrir Bretlandseyjar, er búist við að það verði svipað og á Renault 5 – frá um £25.000 og upp í tæpar £32.000, sem samsvarar um það bil 4,4 til 5,6 milljónum króna miðað við gengi dagsins í dag.

Rafdrif og afköst

Nissan býður upp á tvær útfærslur í upphafi:

  • 52 kWh rafhlaða með 152 hestafla mótor sem knýr framhjól.
    • Áætluð hröðun úr 0–100 km/klst á um 8 sekúndum.
  • 40 kWh rafhlaða með 120 hestafla mótor.
    • Hröðun í kringum 9 sekúndur.

Þó Micra sé ekki hönnuð sem kraftmikill sportbíll, skilar hún þó afköstum sem eru góð miðað við flokkinn og stenst samanburð við bíla á borð við Fiat Grande Panda og Citroën e-C3.

Drægni og hleðsla

  • 52 kWh útgáfan býður allt að 407 km drægni (WLTP).
    • Úti á vegum má þó búast við raunverulegri drægni upp á 290–320 km, þar sem loftmótstaða og orkunotkun spilar stærri rullu.
  • 40 kWh útgáfan skilar 309 km drægni, en mun sömuleiðis tapa drægni við aukinn hraða.

Hleðslumöguleikar

  • DC hraðhleðsla: allt að 100 kW (52 kWh) / 80 kW (40 kWh).
  • AC hleðsla: allt að 11 kW úr heimahleðslustöð
  • Hleðsla úr 10% í 80% tekur um 30 mínútur.
  • Varmadæla fylgir öllum útgáfum staðalbúin.

Micra verður einnig útbúin með Vehicle-to-Load virkni, sem gerir kleift að nýta orkuna í bílnum til að knýja raftæki.

Ytra útlit og hönnun

Þótt grunnbygging Micra sé sú sama og Renault 5, hefur Nissan lagt mikla áherslu á að gefa bílnum sérstöðu:

  • „Gelato Scoop“ línan – löng, íhvolf lína sem nær yfir í gegnum allt boddíið – er eitt helsta stíleinkennið.
  • Fremri ljós eru stór, kringlótt og marka gleraugnalegt yfirbragð.
  • Grillið hefur verið fellt út – aðeins Nissan-merkið situr í miðjunni, og loftinntak er staðsett neðar.
  • Afturendi bílsins minnir reyndar talsvert á Nissan GT-R, með kringlóttum ljósum og skarpri afturrúðu.
  • Öll Micrufjölskyldan kemur á 18 tommu felgum, nema grunnútgáfan sem fær stálfelgur.

Innrétting, rými og tæknibúnaður

Innanrýmið minnir að mörgu leyti á Renault 5 og er búið tveimur 10 tommu skjám – upplýsingaskjá og snertiskjá – með einfaldri, en fallegri mælaborðshönnun.

  • Efnin í sætum, hurðum og mælaborði eru nútímaleg og flott.
  • Stýrið er hannað af Nissan, þó sumir stjórntakkar séu sameiginlegir með Renault.
  • Upplýsingakerfið, NissanConnect, byggir á Google Android og inniheldur Google Maps, raddstýringu og samþættingu við Google-reikninga.
  • Leitarniðurstöður og vistaðir áfangastaðir eru samstilltir við reikning notanda.
  • Ökumannsskjárinn býður upp á margvíslega aðlögun – allt frá öryggisupplýsingum til leiðsagnar og orkunotkunar.

Notagildi og geymslurými

Nissan Micra er tæpir 4 metrar á lengd og því ein sú stærri í flokki smábíla. Skottið tekur 326 lítra, sem er nokkuð nálægt meðaltali í flokknum.

  • Niðurfelld sæti gefa 1.106 lítra geymslurými.
  • Geymslurými fyrir hleðslukapal er undir skottbotni.
  • Kantur niður í skottið er töluvert stór og gerir hleðslu farangurs aðeins erfiðari.

Byggt á grein Autoexpress.

Svipaðar greinar