Nissan Leaf 2021 uppfærður með auknum öryggisbúnaði
- Rafbíllinn Nissan Leaf hefur verið búinn nýjum viðvörunartóni sem gerir vegfarendum viðvart um nærveru bílsins
Hinn rafknúni Nissan Leaf hefur fengið uppfærslur fyrir árið 2021 með áherslu á aukið öryggi með nýju viðvörunarkerfi fyrir gangandi vegfarendur og aukalega aðstoðartækni fyrir ökumenn, að því er fram kemur á vef Auto Express.
Nissan hefur kallað nýja viðvörunartóna Leaf fyrir gangandi vegfarendur „Canto.“
Hljóðmerkin voru búin til af teymi hljóðfræðinga í Japan sem hljóðrás allra rafknúinna ökutækja fyrirtækisins áður en þetta var aðlagað fyrir Evrópumarkað.

Tónninn var hannaður til að veita fótgangandi svipaða hljóðviðvörun og frá hefðbundnum mótor. Hljóðið er sjálfkrafa virkjað í hraða allt að 18 km/klst og er með mismunandi í tónhæð eftir því hvort Leaf er í hröðun, að hemla eða bakka.
Til viðbótar við nýja viðvörunartóna fyrir gangandi hefur Nissan einnig bætt við skynvæddu blindblettakerfi sem staðalbúnað á uppfærða Leaf. Tæknin fylgist með umferð á hraðbrautinni og ef ökumaðurinn byrjar að villast inn á braut ökutækis á blinda staðnum mun kerfið sjálfkrafa stýra bílnum aftur á sína akrein.
Eins og allar aðrar kynslóðar Leaf, þá inniheldur staðalbúnaður á grunngerð Acenta bílsins 16 tommu álfelgur, sjálfvirka loftslagsstýringu, regnskynjandi rúðuþurrkur, aðstoð vegna háu ljósanna og átta tommu upplýsingakerfi með Apple CarPlay og Android Auto.
N-Connecta er í grunngerð með 17 tommu álfelgur, áklæði úr leðri, sætishita og 360 gráðu bílastæðamyndavél.
Best búna gerðin Tekna er með úrvals Bose hljómtæki, leður- og rúskinnsáklæði, rafrænan stöðuhemil, LED þokuljós með beygjuaðgerð og ProPILOT hálfsjálfstæðri akstursstillingu frá Nissan – þetta eru að sjálfsögðu upplýsingar um stöðuna á markaði í Englandi og þurfa ekki að eiga við hér á landi.

Hægt að fá mynd frá myndavél í baksýnisspegilinn
Hægt er að fá skynvæddan baksýnisspegil Nissan sem aukabúnað í Tekna gerðina. Spegillinn er með LCD skjá í speglinum sem er tengdur við myndavél aftan á ökutækinu, sem þýðir að yfirsýn ökumanns er ekki skert, jafnvel þó að þeir séu með farþega í aftursætum.
Það eru tvær aflrásir í boði samkvæmt Auto Express. Ódýrasta gerðin er með 40kWh rafhlöðu og 148 hestafla rafmótor sem veitir hámarksdrægni um 270 km. Stuðningur við 50kW DC hraðhleðslu kemur einnig sem staðalbúnaður, sem þýðir að Leaf rafhlaðan getur tekið 80 prósent hleðslu á um það bil 60 mínútum.
Öflugri Leaf e+ er með 62kWh rafhlöðu og öflugri 214 hestafla rafmótor, sem eykur hámarksdrægni bílsins í um 385 km. Það býður einnig upp á 0-100 km/klst 6,9 sekúndum, en 80 prósent hleðsla tekur um það bil 90 mínútur þegar bíllinn er tengdur við 50kW DC hleðslustöð.
(frétt á Auto Express – myndir Nissan)