Nissan kynnir rafvædda X-Trail og Qashqai með nýrri tækni
BL við Sævarhöfða kynnir á laugardag, 25. mars milli 12 og 16, nýja Nissan X-Trail og Qashqai með nýju rafdrifnu aflrásinni e-Power sem Nissan þróaði fyrir jepplinga auk þess sem endurhannaður og enn rúmbetri X-Trail hefur fengið fjórhjóladrifstæknina e-4ORCE sem Nissan þróaði einnig frá grunni.
X-Trail og Qashqai fá aflrásina e-Power
Nýja e-Power aflrásin, sem Nissan hefur þróað fyrir X-Trail og Qashqai, veitir ökumanni og farþegum sömu tilfinningu fyrir eiginleikum og upplifun og þekkist af hljóðlátum akstri rafbíls án þess þó að bílunum þurfi nokkru sinni að stinga í samband við hleðslustöð.
Ástæðan er sú að sparneytin bensínvél sér alfarið um að hlaða orku á rafhlöðu bílanna þegar á þarf að halda þaðan sem rafmótorar við hjólin fá orku til að knýja bílana áfram.
Þannig er viðbragð bílanna jafn tafarlaust, hljóðlátt og skemmtilegt og í hreinum rafbíl. Nissan X-Trail og Qashqai eru fyrstu bílarnir á Evrópumarkaði með þessari tækni.
X-Trail með fjórhjóladrifstæknina e-4ORCE
Auk e-Power aflrásarinnar er nýr X-Trail jafnframt búinn nýrri fjórhjóladrifstækni sem nefnist e-4FORCE sem var þróuð sérstaklega fyrir nýjar kynslóðir rafknúinna jepplinga framleiðandans, en auk X-Trail e-Power en nýi rafjepplingurinn Ariya einng búinn sömu tækni.
X-Trail e-Power er búinn tveimur rafmótorum, 150 kW mótor við drifrásina að framan og 100 kW mótor að aftan, og eru heildarafköst X-Traile-Power um 157kW eða sem nemur 213 hestöflum sem skilar snarpri hröðun frá 0-100 km/klst á um 7 sekúndum.
Framúrskarandi aksturseiginleikar
Tölvubúnaður e-4ORCE stjórnar afköstum rafmótoranna á sjálfstæðan hátt á hverju hjóli fyrir sig í samræmi við akstursskilyrði á hverjum tíma. Þannig dreifir e-4ORCE t.d. toginu jafnt að framan og aftan til að hámarka grip allra dekkja á öllum tímum auk þess sem kerfið stjórnar hemlum bílsins sjálfstætt fyrir hvert hjól til að viðhalda réttri stefnu bílsins á veginum og fyrirbyggja skrik með ófyrirséðum afleiðingum.
Nánari upplýsingar
Á frumsýningu Nissan X-Trail e-Power með aldrifstækninni e-4ORCE og Qashqai e-Power á laugardag milli kl. 12 og 16 verða reynsluakstursbílar til reiðu.
Hægt er að kynna sér nánar hina nýju tækni jepplinganna á Nissan.is.
(fréttatilkynning frá BL)
Umræður um þessa grein