Nissan í Evrópu mun byrja með endurnýjun á X-Trail

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Nissan í Evrópu mun byrja með endurnýjun á X-Trail

Rafdrifinn sportjeppi sem var forsýndur sem hugmyndabíllinn Ariya, mun líklega koma seint á árinu 2020 eða snemma árs 2021.

Nissan mun skipta um allar gerðir í framboði sínu á sportjeppum í Evrópu á næstu 18 mánuðum þegar bifreiðaframleiðandinn leitast við að ná aftur uppsveiflu frá minni sölu að undanförnu.

Nissan treystir á sportjeppa eins og Qashqai, litla Juke og hinn meðalstóra X-trail fyrir magnsölu í Evrópu en greinilega hefur það stuðlað að minnkandi eftirspurn eftir bílnum að þeir eru farnir að eldast.

Sala Nissan á ESB og EFTA mörkuðum lækkaði um 24 prósent í 334.505 bíla á fyrstu 10 mánuðum árins, samkvæmt upplýsingum frá samtökum iðnaðarins, ACEA.

Nýr Qashqai á leiðinni

Frá því núna og fram undir mitt ár 2021 mun Nissan koma með nýja bíla í stað Qashqai og X-trail og koma fram með nýjan rafmagns sportjeppa sem var forsýndur sem Ariya hugmyndabíllinn á sýningunni í Tókýó í haust, sagði Gianluca de Ficchy, yfirmaður bílaframleiðandans, í viðtali við Automotive News Europe á dögunum.

Nissan byrjaði kynna nýjustu kynslóð sína á Juke í Evrópu í síðasta mánuði. Þessi litli sportjeppi kemur í stað gerðarinnar sem fyrst var kynnt árið 2010. Þessi bíll er smíðaður á sama CMF-B grunni sem samstarfsaðilinn Renault notaði fyrir litla bílinn Clio og litla sportjeppann Captur. Nissan sleppir dísilvél Juke vegna minnkandi eftirspurnar eftir aflrásinni.

De Ficchy gaf ekki frekari upplýsingar um síðari tímasetningar fyrir frumsýningar nýrra gerða en heimildarmaður ANE sagði að næsta gerð sem komi í staðinn verði X-trail á næstu sex mánuðum.

Nýi Qashqai sem er væntanlegur var forsýndur sem IMQ hugmyndabíllinn á bílasýningunni í Genf árið 2019.

Nissan hafði ætlað að smíða stærsta jeppann sinn í verksmiðju sinni í Sunderland á Bretlandi, en breytti áætlunum sínum og mun halda áfram að smíða hann í Japan fyrir evrópska markaði.

Sala á X-trail Evrópu lækkaði um 59 prósent í 18.368 bíla fyrstu 10 mánuðina, að sögn JATO Dynamics markaðsrannsókna. Ytri hönnun á nýja X-trail var stílfærð í hönnunarstofu Nissan í Bandaríkjunum, þar sem hún er kölluð Rogue.

Nissan mun frumsýna nýja Qashqai í september 2020, að sögn heimildarmannsins. Qashqai er söluhæsti bíll Nissan í Evrópu, en 183.896 seldust á fyrstu 10 mánuðunum, sem er 11% lækkun, að sögn JATO.

Hættir með dísilvél í Qashqai – E-power í staðinn

Nissan mun sleppa díselútgáfum af næsta Qashqai, að sögn heimildarmannsins. Í staðinn munu þeir kynna E-power blendingartækni sína sem hefur náð mjög góðum árangri fyrir vörumerkið í Japan. Nýi Qashqai var forsýndur sem IMQ hugmyndabíllinn á bílasýningunni í Genf árið 2019.

Nissan byrjaði kynna nýjustu kynslóð sína á Juke í Evrópu í síðasta mánuði. Þessi litli sportjeppi kemur í stað gerðarinnar sem fyrst var kynnt árið 2010

Búist er við að bæði X-trail og Qashqai verði í boði með tengitvinntækni frá samstarfsaðilanum Mitsubishi, sem notuð er í næsta Outlander gerð, samkvæmt því sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Allar þrjár gerðirnar munu nota CMF grunn samstarfsins.

Rafdrifinn sportjeppi á leiðinni

Rafmagnsjeppinn sem var forsýndur sem Ariya hugmyndabíll á bílasýningunni í Tókýó í nóvember mun koma seint á árinu 2020 eða snemma árs 2021, sagði heimildarmaðurinn.

Bíllinn notar grunn sem er deilt með samstarfsaðilanum Renault og mun ætlaða að vera á betur búna enda jeppamarkaðurinn. Verðið verður á bilinu 50.000-70.000 evrur (6,9 til 9,6 milljónir króna), að því er heimildarmaður Automotive News með vitneskju um fyrirætlanir Nissans tjáði fréttamiðlinum.

Þetta verðbil setur bílinn í samkeppni við Mustang Mach E rafknúna jeppann frá Ford sem mun kosta á milli 47.000 og 62.000 evrur í Þýskalandi.

Fjórar nýju gerðirnar þýða að Nissan yrði með yngstu bílana í framboði meðal bílaframleiðenda á Evrópumarkaði. Fyrirtækið skipti um Micra smábíl árið 2017 og Leaf EV árið 2018.

Nissan verður ekki með á sýningunni í Genf

Þrátt fyrir allar þessar nýju gerðir á leiðinni hefur Nissan sagt að þeir muni ekki taka þátt í bílasýningunni í Genf í mars 2020.

Svipaðar greinar