Nissan Ariya ekið frá Segulnorðurpól til Suðurpólsins
BL sýnir einstakan rafbíl, Nissan Ariya 39 tommu breyttan, sem ekið verður frá Segulnorðurpólnum til Suðurskautslandsins
BL við Sævarhöfða kynnir nk. laugardag ævintýralega útgáfu af nýja rafjeppanum Nissan Ariya, sem bresku hjónin Chris og Julie Ramsey hyggjast aka 27 þúsund kílómetra leið frá Norðurpólnum til Suðurskautslandsins í samstarfi við framleiðandann Nissan og í fylgd tveggja ökumanna á breyttum jeppum frá Arctic Trucks, þar sem breytingarnar voru gerðar hér á landi fyrir 39″ dekk.


Ekið við erfiðustu aðstæður
Meðan á ökuferðinni stendur, sem hefst í mars, mun Ariya takast á við öfgakennt landslag, svo sem ísjaka, djúpan snjó, brattar fjallshlíðar og eyðimerkuröldur.
Arctic Trucks, sem býr að langri reynslu af akstri við erfiðustu aðstæður sem fyrirfinnast á jörðinni, þar á meðal á Segulnorðurpólnum og Suðurskautslandinu, hönnuðu breytinguna á Ariya ásamt verkfræðingum Nissan og eru um þessar mundir að undirbúa ferðina við fjölbreyttar aðstæður á hálendi Íslands.

Lágmarksbreytingar gerðar
Breytingum á bílnum var viljandi haldið í lagmarki og einskorðast nær eingöngu við fjöðrunarbúnað og brettavíkkanir til að mæta stærri hjólbörðum frá BF Goodrich.
Engar breytingar voru gerðar á háþróuðu e-4ORCE fjórhjóladrifstækni bílsins, sem Nissan þróaði sérstaklega fyrir rafbíla, né heldur á rafhlöðukerfinu.
Til að hlaða rafhlöðu Ariya á ferðalaginu verður með í för lítil og nett hleðslustöð tengd vindmyllu og sólarrafhlöðum sem nýtt verður til að hlaða Ariya á hvíldartímum leiðangursteymisins.
Kynning milli kl. 12 og 16 á laugardag
Á kynningunni á laugardag, 3. febrúar milli kl. 12 og 16, verða m.a. viðstaddir tæknisérfræðingar frá Arctic Trucks sem veitt geta áhugasömum gestum ítarlegar upplýsingar um hönnun breytingarinnar á Ariya og leiðangurinn fram undan.
Einnig hefur Nissan opnað sérstaka upplýsingasíðu á netinu þar sem leiðangurinn er kynntur og hægt er að nálgast á tenglinum hér að neðan.

Pole to Pole (thenissannext.com)
(fréttatilkynning frá BL)
Umræður um þessa grein