Nio í Kína kynnir fyrsta rafbílinn
SHANGHAI – Kínverski rafbílaframleiðandinn Nio kynnti á laugardag sinn fyrsta fólksbíl og horfir til aukinnar hlutdeildar í stærsta bílamarkaði heims.
Frumsýningin á ET7, á viðburði í borginni Chengdu í vesturhluta Kína, á sér stað þegar keppinauturinn Tesla hóf sölu á Model Y crossover-bílnum sem smíðaður er í Kína.
Nio stefnir að því að auka vörulínu sína til að laða að fleiri viðskiptavini. Á fólksbifreiðamarkaði í Kína eru fólksbifreiðar og nytjabílar sérstaklega um 46 prósent af heildarsölunni.

Forstjórinn William Li sagði að nýja rafhlöðutækni Nio muni gefa ET7 akstursdrægni sem er meira en 995 kílómetrar á milli hleðslu.
Upphafsverðið verður 378.000 yuan (58.378 dollarar) fyrir bílinn án rafhlöðupakkans, einn dýrasti hluti rafbílsins, sem síðan er hægt að leigja frá fyrirtækinu. Með rafhlöðupakkanum er byrjunarverðið 448.000 júan (69.185 dollarar).
Li sagði að á ET7 verði búinn radarskynjurum – sem hjálpa bílnum að skynja umhverfi sitt (slíkir skuynjarar eru í sjálfakandi bílum) – til að aðstoða ökumenn, tækni sem Elon Musk, forstjóri Tesla Inc., hefur vísað frá.
Tesla, sem er að selja Model 3 fólksbifreiðar í Sjanghæ, er nýbyrjað að selja Model Y bifreiðarnar á byrjunarverði 339.900 Yuan (52.490 dollara). Sá bíll notar myndavélar til aðstoðar við ökumenn.
Nio, sem afhenti 43.728 ökutæki á síðasta ári, er með markaðsvirði yfir 92 milljarða dollara, sem er meira en hefðbundnu bílaframleiðendurnir Daimler og General Motors, þegar fjárfestar dæla frá sér milljörðum dollara í leit að rafmagnaðri framtíð.
Lio er sem stendur að selja þrjá nytjabíla sem smíðaðir eru í bílaverksmiðju í borginni Hefei í Austur-Kína.
(Reuters)