Nagladekk eða ónegld dekk – hver er munurinn og hvor hentar þér betur?

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR


Þegar líða fer að vetri er mikilvægt að velja rétt dekk svo öryggið sé í fyrirrúmi.

Þegar upp er staðið þá liggur valmöguleikinn milli tveggja kosta: nagladekk eða vetrardekk (ónegld nagladekk).

Báðar tegundir eru sérstaklega hannaðar fyrir kalt veðurfar en þættir eins og aksturvenjur, umhverfi og aðstæður spila stórt hlutverk við ákvörðun um kaup.

Drífa fer yfir kosti og skilgreiningar til að hjálpa þér að taka upplýsta og örugga ákvörðun.

Dekk merkt 3PMSF (Three Peak Mountain Snowflake) og M+S (Mold & Snow) eru hönnuð til að veita öryggi á blautum vegum í kulda og krapi sem er algengt í íslensku vetarveðri.

Þessar merkingar tryggja að dekkið hefur staðist prófanir fyrir vetraraðstæður og sé þá áreiðanlegt í notkun við norrænt veðurfar.


Vetrardekk

Vetradekk eru úr mýkri gúmmíblöndu sem heldur sveigjanleika í kulda, ólíkt sumardekkjum sem eiga til að harðna undir 7°C og missa grip.

Fíngerðar skorur Vetrardekkja hreinsa burt vatn og slyddu frá gripflötum og stækkar því snertiflötinn við vegyfirborðið.

Vetrardekk henta best við eftirfarandi aðstæður:

  • Keyrsla á snævi þöktum eða auðum vegum
  • Þægilegri og hljóðlátari akstur
  • Fyrir nútímalegri ökutæki með öflugum öryggisbúnaði (ESC) og ABS-hemlun
  • Möguleiki á lengra notkunartímabili

Athugið að ekki er mælt með að nota ónegld dekk allan ársins hring, mjúka gúmmíblandan er hönnuð fyrir kalt veðurfar og slitnar því mun hraðar á sumrin, sem leiðir til minni stöðugleika, lengri hemlunarvegalengdar og meiri hættu á vatnsfloti.

Nagladekk

Nagladekk veita yfirburðar grip þegar vegir eru íslagðir. Naglarnir grafa sig ofan í vegyfirborðið og veita aukinn stöðugleika og bætir stjórn en eru aftur á móti hávaðavaldur, valda vegsliti og hafa minna grip á þurru malbiki.

Nagladekk henta best við eftirfarandi aðstæður:

  • Dreifbýli og fjallavegi
  • Akstur á ís- og hálum vegum
  • Fyrir atvinnubílstjóra sem keyra í öllum aðstæðum

Nýjustu nagladekkin notast við tækni sem hámarkar grip og leitast við að ná jafnvægi á milli hraða og háls vegyfirborðs.

Í grunninn felst niðurstaða eftir þínum þörfum og akstursvenjum.

  • Veldu nagladekk ef þú vilt hámarksöryggi í hálku, sérstaklega ef þú býrð í dreifbýli, ert óvanur vetrarökumaður eða getur ekki forðast akstur í slæmum aðstæðum.
  • Veldu ónegld dekk ef þú keyrir aðallega á snævi þöktum eða ruddum vegum, kannt að metahljóðlátari akstur og ert á nútímalegu ökutæki með öflugum öryggisbúnaði.

Að lokum er mikilvægasti þátturinn fyrir öryggi í vetrarakstri að laga akstur og hraða eftir ríkjandi aðstæðum á vegum. Góð vetrardekk eru þín fyrsta vörn en varkár og athugull akstur er það sem raunverulega tryggir öryggi þitt á fallegum en krefjandi vetrarvegum Íslands.

Svipaðar greinar