Næsta kynslóð E-Class heldur sig við brunavélar

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Næsta kynslóð Mercedes E-Class mun halda sig við brunavélar

Mercedes ætlar að setja á markað nýjan E-Class árið 2023 og hann mun koma með bensín, dísel og tengitvinn aflrásum

Næsti Mercedes E-Class kemur árið 2023 og á tímum raf-endurfæðingar fyrir þýska vörumerkið mun hann reyna að sanna að uppáhalds Benzar með brunavél eru enn mikilvægir.

Hann mun koma á markað á seinni hluta næsta árs og verða þannig fyrri til en næsta kynslóð BMW 5 Series. Hins vegar, þó að keppinautur hans komi með rafknúinn valkost samhliða bruna- og tvinndrifrásum, mun E-Class haldast við 48 volta mild-hybrid bensín- og dísilvélar, auk tengitvinnorku. Þess í stað mun rafknúinn EQE-fólksbíll Mercedes koma sem rafbíls félagi E-Class.

Nýjar E-Class þróunarfrumgerðir hafa sést á þjóðvegum í Evrópu, þar sem Mercedes gírar sig til að skipta út einni vinsælustu og þekktustu gerð sinni.

Nafnið hefur verið við lýði í næstum 30 ár sem aðalfólksbíll Mercedes, og þó sala á þessum gerðum sé að minnka og færast yfir til jeppa, er þetta enn mest seldi fjögurra dyra Mercedes-bíllinn, sem stóð fyrir 16 prósentum viðskipta vörumerkisins árið 2020, með yfir 300.000 sölur. Og það á tímum mikillar óvissu á alþjóðamarkaði.

Þróunarbílarnir sem sést hafa í akstri voru ekki með mikið af felulitum og það er ástæða fyrir því. Útlit nýja E-Class mun ekki marka róttækt frávik frá nýjusu C-Class og S-Class vörumerkisins.

Ný lárétt afturljós, sléttara yfirborð, uppréttari framendi og stílhrein snerting eins og slétt, útsmellanleg hurðarhandföng verða færð yfir fyrir nýja E-Class. Einstakar myndir Auto Express gefa sýnishorn af því sem koma skal úr tveggja bíla módellínunni, sem samanstendur af fólksbíl og station. Það er ljóst að E-Class Coupé og blæjugerðin muni ekki halda áfram, með tilkomu glænýja CLE-bílsins.

Ekki eru enn til myndir af farþegarými nýja E-Class, en eins og með ytri endurgerð, mun innréttingin fá yfirhalningu sem mun miðast við nýtt snertiskjákerfi sem rís upp úr miðjustokknum, aftur svipað og C-Class og S-Class.

Útlitið mun verða áþekkt í þessum þremur fólksbílum vörumerkisins, en tæknin sem knýr skjáina verður mismunandi milli gerða.

C-Class og S-Class eru mismunandi hvað varðar skjástærðir sem þeir bjóða upp á og tæknina á bak við þá. Líklegt er að E-Class komi með 11,9 tommu skjá sem staðalbúnað en verður valfrjáls í C-Class, með 12,9 tommu OLED spjaldi frá S-Class.

Búast má við að fullkomlega stafrænt mæalaborð sé staðalbúnaður, með þrívíddartækjum í boði. E-Class ætti einnig að bjóða upp á svipaðan sprettiskjá og hálfsjálfvirka akstursaðstoð og stærri systkini hans, þó að þessi búnaður verði líklega einnig í boði sem aukahlutir.

Mikið af þessari nýju farrýmistækni verður gerð möguleg með því að flytjast yfir á Mercedes MRA2 grunninn; þessi arkitektúr gerir E-Class kleift að taka stórt stökk fram á við þegar kemur að rafvæðingu.

Búast má við framboði á 48 volta mildu blendingsafli fyrir allt sviðið. Sérhver dísil- og bensínútgáfa af nýja E-Class mun styðja þessa tækni, en ný tengitvinnbíll með umtalsvert meira rafmagnsdrægi og aukinni skilvirkni verður stærsti þátturinn, þar sem rafhlaða og mótortæknin frá S-Class er notuð.

Nýr E 300 e mun sameina 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu með þessari nýju tækni, sem gerir kleift að ná meira en um 100 km drægni á rafhlöðuorku.

Hvað AMG hefur í huga fyrir nýja E-Class er enn óþekkt, þó að afkastamiklar útgáfur af næstu gerð komi stuttu eftir að kjarnabíllinn kemur á markað.

Næsti AMG C 63 mun færa sig yfir í nýjan tengitvinnbíl með fjögurra strokka uppsetningu sem skilar allt að 600 hestöflum, en heimildir í Þýskalandi herma að næsti E 63 gæti haldið tveggja túrbó 4,0 lítra V8, sem bjóði meira en 650 hestöfl og 4MATIC fjórhjóladrif.

Þegar kemur að undirvagninum hefur nýr C-Class ýtt loftfjöðrun af valkostalistanum en ólíklegt er að E-Class fylgi í kjölfarið. Eins og með stærri S-Class verður hann einnig boðinn með nýju afturhjólastýri.

Hins vegar mun það ekki skila sömu getu og sjálft flaggskip vörumerkisins, sem getur snúið afturhjólunum um allt að 10 gráður í gagnstæða átt við framhliðina til að auka lipurð.

(frétt og myndir: Auto Express)

Svipaðar greinar