Næsta kynslóð BMW seríu 4 coupe fær stærra og meira áberandi grill

Þessa dagana streyma inn fréttir af frumsýningum á nýjum bílum á bílasýningunni í Frankfurt.
BMW hefur forsýnt hönnun næstu 4 seríu Coupé með Concept 4 sem kynntur var á bílasýningunni í Frankfurt á þriðjudaginn.
Þessi óvænta viðbót við það sem BMW sýnir í Frankfurt kom sýningargestum á óvart með djarfri túlkun sinni á hefðbundnu nýrnaformuðu grillinu, sem hefur orðið stöðugt stærra með áföngum í röð.

Nýi bíllinn er í stórum dráttum líkur framleiðslubílnum sem búist er við að BMW muni setja á markað um mitt ár 2020 samkvæmt fréttum fjölmiðla. BMW lýsti framendanum sem „nýju andliti 4 seríu sviðsins.“

4 serían er sportleg útgáfa af 3-seríu fólksbílnum og stationbílnum sem báðum hefur verið skipt út að undanförnu.
BMW sagði við kynninguna í Frankfurt að lóðrétt stefna grillsins vísaði til sportbíla í fortíðinni, þar á meðal 328 frá 1936 og 3.0 CSI frá 1971.
Við munum fjalla nánar um þennan bíl síðar.


?