Mynd af hinum nýja Skoda Octavia árgerð 2020 lekið út fyrir mistök
Við sögðum frá því fyrir nokkrum dögum að Skoda hefði sent frá sér teikningu sem gefur til kynna alveg nýtt útlit á Skoda Octavia sem verður frumsýndur í næsta mánuði.
En nú getum við bætt um betur því mynd af bílnum sem á að taka við af söluhæsta bílnum frá Skoda var birt óvart á vefsíðu Skoda en myndin sýnir það sem virðist vera fullunnin hönnun bílsins.

Myndin birtist á þýskri Skoda-vefsíðu en var síðan fjarlægð snarlega aftur. Eins og sjá má á myndinni getum við séð að nýja gerðin svipar mjög í útliti hinum stærri Skoda Superb, ásamt Scala sem nýlega var kynnt.
Að framan er Octavia af árgerð 2020 búin að kasta fyrir róða hönnun aðalljósa núverandi bíls og verður í staðinn með stakar einingar. Þá fær bíllinn miklu stærra grill, sem færir bílinn í takt við restina af framboði Skoda, meðan áhrif Superb eru skýr í nýrri vélarhlíf.
Línur frá Suberb sjást einnig á prófíl Octavia, sérstaklega í útgáfu fólskbílsin sem hér sést. Bíllinn er með dýpri og fleiri útlínur miðað við fráfarandi gerð og heildarútlit sem er meira kantað. Í stationgerðinni, sem sást fyrr á þessu ári við prófanir, er vindkljúfur utan um hallandi afturgluggann. Í báðum gerðum er komin ný hönnun á afturljósum, frábrugðin Octavia í dag.
En við verðum öllu fróðari þegar þessi nýja Octavia verður frumsýnd eftir um það bil mánuð.