Munur Íslendinga og Norðmanna í bílakaupum.
Birt hafa verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.) Þar má meðal annars sjá að frumvarpinu er einnig ætla að greiða fyrir uppsetningu hleðslustöðva í íbúðarhúsnæði hér á landi með fullri endurgreiðslu virðisaukaskatts, bæði af vinnu og kaupum á hleðslustöðinni sjálfri.
Þær eru umfangsmiklar og helstu punktar hennar eru að nú á að spíta í lófanna og halda áfram að gefa bæði fyrirtækjum og einstaklingum kost á að fjárfesta í vistvænni bílum og á að nota skattaíviljanir fyrir því. S.s. ríkisjóður á að verða af tekjum til að einstaklingar og fyrirtæki geti keypt vistvæna bíla.

En er þörf fyrir þessar aðgerðir stjórnvalda? Það eru eflaust margir sem spyrja sig að þessu og því er nú tækifæri til að fara í samanburð við frændur vora, Norðmenn.
Í október nýliðnum var heildarsala rafbíla í Noregi 35,7% allra bíla sem seldust. Ríkisstjórn Noregs hefur undanfarin ár stigið skref svipuð og núverandi ríkisstjórn er að stíga og hefur það breytt hegðunarmunstri kaupenda þar. Það merkilega er að 22,6% bíla sem seldust í Noregi voru tengitvinnsbílar.
58,3% bíla seldir í Noregi í nýliðnum Október voru því bifreiðar sem að einhverju leiti ganga fyrir rafmagni.
Það þarf ekki að koma neinum á óvart þar sem Norðmenn hafa verið duglegir að fjárfesta í innviðunum sem þarf fyrir rafmagnsvæddar samgöngur, eins og helðslustöðvar. Þarna hafa Íslendingar verið hægir til en bjartara er frammundan í þeim efnum.
Ísland ekki alveg að ná Norðmönnum
Í október á Íslandi seldust 661 bifreið og þar af 102 rafmagnsbílar. Sala tengitvinnsbíla var aðeins lægri eða 85 bílar. Tvinnbílar voru síðan 91. Nýir 100% rafmagnsbílar voru 15,43% af skráningum í mánuðinum og tengitvinnsbílar eru 12,86% skráninga. Eru því bílar sem hægt er að hlaða alls 28,29% skráninga bíla í Október. Ef að tvinnbílum er síðan bætt við má sjá að 42,06% af skráningum nýrra bíla í október voru rafknúnir og vistvænir að einhverju leyti í október.
Þó svo að sala rafmagnsbíla á Íslandi sé ekki alveg í takt við þá í Noregi, má samt sem áður sjá að stór hluti markaðarins er samt rafvæddur að einhverju leyti.
Inn í þessum tölum er þó ekki innflutningur á notuðum bílum en þeir hafa undanfarið verið mikið til tengitvinnsbílar eða rafmagnsbílar.