Laugardagur, 10. maí, 2025 @ 21:02
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Mitsubishi mun kynna Renault-smíðaðan Colt fyrir Evrópu árið 2023

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
07/04/2022
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 3 mín.
276 8
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Mitsubishi mun kynna Renault-smíðaðan Colt fyrir Evrópu árið 2023

  • Mitsubishi Motors er að koma af krafti inn á Evrópumarkað að nýju. Fyrstur er ASX-bíllinn en einnig var fyrirtækið að tilkynna að það mun setja á markað Colt smábílinn, byggðan á Renault Clio og smíðaður í Tyrklandi, árið 2023.

Um tíma leit út fyrir að Mitsubishi væri að hverfa af Evrópumarkaði. Fyrir um tveimur árum tilkynnti framleiðandinn nefnilega að hann hygðist kveðja Evrópumarkað.

Það reyndist svolítið ótímabært, því ári síðar tilkynnti Mitsubishi allt í einu að þeir væru að koma með nýjar gerðir. Þeir fengu lánaðan undirvagn hjá Renault til að smíða nýja bíla.

Þegar er vitað um þann fyrsta; það verður næsti ASX. Í gær tilkynnti vörumerkið að það muni einnig koma með nýjan Mitsubishi Colt. Fyrri kynslóðin var samt frekar skemmtileg eftir að hún fékk nefið á Lancer Evo í andlitslyftingu.

Smart fékk lánaðan undirvagn þessa bíls fyrir „floppið“ sem þeir kölluðu Forfour.

Nýr Mitsubishi Colt og nýr ASX eru báðir á CMF-B undirvagni Renault-Nissan-Mitsubishi bandalagsins.

Colt verður tvinnbíll án tengingar, eins konar Clio E-Tech, og ASX kemur sem tvinnbíll án tengingar og sem PHEV eða tengitvinnbíll.

Árið 2023 ættu nýir Colt og ASX að birtast á Evrópumarkaði.

Önnur gerðin úr samstarfi Mitsubishi og Renault

Ásamt ASX, litla sportjeppanum, sem kynntur var í janúar, er nýja kynslóð af Colt önnur gerðin úr samstarfi Mitsubishi og bandalagsfélaga Renault.

Tilkynnt var um framleiðslusamstarfið á síðasta ári og sneri það við ákvörðun Mitsubishi árið 2020 um að hætta starfsemi sinni í Evrópu.

Renault og Nissan hafa smíðað gerðir saman í Evrópu undanfarinn áratug, þar á meðal Micra smábílinn í Frakklandi og pallbíll á Spáni.

Sameiginlegar gerðir framtíðarinnar eru meðal annars lítill rafbíll.

Mynd af nýja Mitsubishi Colt smábílnum sem kemur á markað í Evrópu árið 2023 og verður smíðaður af Renault í Tyrklandi.

Gert er ráð fyrir að Colt verði næstum eins og Renault Clio, sem er smíðaður í Bursa í Tyrklandi og Novo Mesto í Slóveníu.

Mitsubishi birti mynd af bílnum á þriðjudag.

Aflrásir fyrir Colt munu innihalda tvinnbíla, sagði Mitsubishi, en bílaframleiðandinn gaf ekki upp frekari upplýsingar.

Auk bensínvélar er Clio boðinn með fullkomnu E-Tech kerfi Renault.

ASX verður útgáfa af Renault Captur sem er smíðaður í Valladolid á Spáni.

Stækkað framboð og endurvakið nafn

Fyrir nýju gerðina hefur Mitsubishi endurvakið Colt-nafnið sem kom fyrst fram árið 1962.

Nýjasta kynslóðin sem seld var í Evrópu var smíðuð í Nedcar-verksmiðjunni í Born í Hollandi frá 2004 til 2014. Meira en 400.000 seldust, sagði bílaframleiðandinn.

Mitsubishi seldi verksmiðjuna árið 2012 til hollensku samsteypunnar og smíðar nú gerðir BMW Group.

„Nýja gerðin mun verulega auka markaðssókn Mitsubishi Motors í kjarnaframboði í Evrópu,“ sagði bílaframleiðandinn í yfirlýsingu á þriðjudag.

Colt og ASX munu sameinast Space Star – sem einnig er lítill hlaðbakur – og Eclipse Cross sportjepplingnum sem er tengitvinnbíll í vörulínunni. Þessar gerðir eru smíðaðar í Asíu.

Mitsubishi hefur að mestu tekið út Outlander meðalstærðarjeppann, sem aðeins er fáanlegur sem tengitvinnbíl.

Það selur einnig L200 eins tonns pallbíl.

Í tilkynningu um að merkið yrði áfram í Evrópu á síðasta ári sagði Mitsubishi að það myndi einbeita sér að löndum þar sem það gæti skilað hagnaði, þar á meðal Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni.

Mitsubishi Motors seldi 63.122 bíla í Evrópu árið 2021, samkvæmt viðskiptasamsteypunni ACEA, sem er 27 prósent lækkun frá 2020.

(Automotive News Europe og fleiri vefsíður)

Fyrri grein

Slepptu vodkaflöskunni!

Næsta grein

Svona á ekki að skipta um akrein

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

Höf: Jóhannes Reykdal
29/04/2025
0

SHANGHAI — Volkswagen Group hyggst kynna tækni með lengri drægni fyrir evrópskan markað (sem nefnd er EREV) , sagði Martin...

Næsta grein
Svona á ekki að skipta um akrein

Svona á ekki að skipta um akrein

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025
Álit

Peugeot E-5008 GT – sjö sæta bíll með nægu plássi!

07/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.