Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 12:18
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Minni rafmagnsjeppi væntanlegur frá Ineos

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
16/10/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
268 17
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Minni rafmagnsjeppi á leiðinni frá Ineos

Nýr Ineos rafmagnsjeppi: minni, harðgerður torfærubíll á leiðinni
Ineos mun fylgja eftir Grenadier með minni rafknúinni gerð, byggðri af sömu hugsjón

Með Grenadier braust Ineos fram á sjónarsviðið með jeppa sem er hannaður til að takast á við gróft landslag og erfiðar aðstæður, og til að fylgja hugsjóninni eftir mun fyrirtækið koma með minni rafbílagerð sem notar sömu hugmyndir.

Grenadier sækir innblástur til fyrri Land Rover Defender með kassalaga hönnun og þungu útliti, og nýi rafmagnsjeppinn mun hafa svipaða úlitseiginleika.

Gary Pearson, sölu- og markaðsstjóri Ineos, sagði í viðtali við Auto Express: „Eins og með Grenadier, sem er hugsaður sem ósveigjanlegur, harðgerður torfærubíll sem er meira tæki en leikfang, munum við halda okkur við það, í öllu sem við komum fram með.“

Ineos mun tefla rafbílnum fram sem vinnuþjarki, frekar en ökutæki sem miðað er á vegi sem setur glæsileika og beinlínis rafdrægni í forgang.

Samkvæmt Pearson mun þetta vera „minna farartæki með styttri drægni sem hægt er að nota á daginn – sérstaklega ef það er á búgarði, við umsjón með landareign, á bóndabæ, í safarí – þar sem drægni þarf ekki að vera sjö hundruð kílómetrar. Jafnvel þó hann fari ekki mjög langt, er það samt krefjandi hvert hann fer.“

Þrátt fyrir þetta býst fyrirtækið við að stela sölu frá hefðbundnum krossoverbílum á grundvelli útlits bílsins og harðgerðs eðlis, eins og það hefur gert með Grenadier.

Hins vegar eru verkfræðingar þess ekki tilbúnir til að gera málamiðlanir varðandi hagnýta þætti rafmagnsgerðarinnar – sérstaklega hvað varðar hönnun bílsins.

Hlutföll rafmagnstorfærubílsins verða auðþekkjanleg með tengingum við Grenadier, en þó að tveggja kassa lögunin hámarki farrými og notagildi mun loftaflfræðileg skilvirkni hans ekki vera ákjósanleg. Til að vega upp á móti verða ákveðnir þættir nýja bílsins fínstilltir til að henta betur rafbíl, án þess að breyta almennri hönnun.

„Eitt af því sem vinnur gegn vindhávaða eru ótrúlega góðar þéttingar á ökutækinu, sem eru hannaðar til að halda ryki og vatni úti en halda líka hávaða úti,“ sagði Pearson.

„Við myndum líklega kíkja á yfirborð sem gæti breyst til að bæta hlutina, en aðeins ef farartækið uppfyllir enn þann tíma sem það þarf að uppfylla.“

Ekkert er enn vitað um útlitið á þessum nýja rafdrifna jeppa frá Ineos, en hér er mynd sem Automotive Daily í Ástralíu setti fram sem hugsanlegt útlit á þessum nýja „litla bróður“ Grenadier.

Smíðaður í sömu verksmiðju og Grenadier

Rafknúni jeppinn verður smíðaður í sömu Hambach-verksmiðju og Grenadier og þó fyrstu fregnir hafi bent til þess að hann gæti notað sérsniðinn EV pall, gæti stytt útgáfa af stigaundirvagni Grenadier verið möguleiki.

Þetta myndi gefa viss torfæruafköst og endingu sem krafist er fyrir slíkt farartæki, og er „tæknilega mjög, mjög mögulegt”, samkvæmt Pearson.

Það styttist í það að Grenadier-jeppinn komi á göturnar – eða frekar að segja í torfærurnar – en hér að ofan má sjá tvær myndir af frumgerð jeppans í prófunum hjá carwow-vefnum á Bretlandi

Eins og með BMW-vél Grenadier, mun Ineos útvista aflrásartækni minni torfærubílsins og einn hugsanlegur samstarfsaðili er Magna Steyr – austurríska fyrirtækið sem hjálpaði til við að þróa Grenadier. Magna mun einnig framleiða nýja Fisker Ocean rafmagnsjeppann, sem gæti samnýtt rafhlöðu og tvímótor tækni til Ineos EV.

Samkvæmt Pearson er Ineos-Magna samstarfið „eins djúpt og sterkt og það hefur verið“ og fyrirtækið er „einn af mörgum samstarfsaðilum sem geta aðstoðað og ráðlagt með hvernig rafknúin farartæki líta út“.

Pearson fékkst ekki til að tjá sig um verðlagningu fyrir rafbílinn, en gaf til kynna að öll farartæki frá vörumerkinu yrðu að „líta vel út, standa sig vel og vera á viðráðanlegu verði“ og er vongóður um að það sé hægt að ná þessu með rafdrifnum 4×4.

(frétt á vef Auto Express)

Fyrri grein

Honda og Sony afhenda fyrstu rafbílana 2026

Næsta grein

Toyota-kirkjugarðurinn á hafsbotni

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Toyota-kirkjugarðurinn á hafsbotni

Toyota-kirkjugarðurinn á hafsbotni

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.