Mikið um að vera hjá bílaumboðunum
Það var mikið húllumhæ hjá bílaumboðunum í dag. Tvær frumsýningar fóru fram í dag – byltingakenndur Porsche Taycan, rafmagnsbíll og nýr Land Rover Defender voru kynntir til leiks.
Rafmagnaður kraftur
Það var margt um manninn hjá Porsche umboðinu, Bílabúð Benna í dag en þá varð langþráður draumur Porsche áhugamanna að veruleika. Beðið hefur verið eftir þessum glænýja byltingakennda bíl af mörgum aðdáendum þessara ofurbíla.

Taycan Turbo S, var afhjúpaður á bílasýningunni í Frankfurt. Sá rafbíll er heil 761 hestöfl og nær að skutlast í hundraðið á litlum 2,8 sekúndum. Til gamans má geta þess að hröðunin í 1,2g upptakinu (viðbragðinu) skákar þyngdaraflinu á fyrstu metrunum, en ef það er sett í annað samhengi, má segja að hraðinn sé meiri en fallhlífarstökkvari í frjálsu falli.

Það er svo sem ekki nýtt að Porsche framkalli gæsahúð á ökumönnum, en í Taycan er hún rafmögnuð.

Gænýr Land Rover Defender
Í næsta húsi nánast var einnig mikið um dýrðir. Hjá Landrover á Íslandi frumsýndu menn þar á bæ glænýjan Land Rover Defender. Sá bíll er ekki síður byltingakenndur en hann tekur við af hinum „hefðbundna” Land Rover Defender.




Jeppinn var sýndur á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma þar sem mismunandi útbúnir Defenderar var stillt upp með ýmsum aukabúnaði í sínu náttúrulega umhverfi. Staðirnir voru; á toppi Úlfarsfells, í hesthúsahverfinu í Víðidal, við Nauthól í Fossvogi og við veitingastaðinn Sjáland í Garðabæ.
Jeep torfærutröll í öllum gerðum
Hjá Ísbandi í Mosfellsbæ sýndu menn nokkrar gerðir af breyttum Jeep og RAM. Sýndir voru óbreyttir og breyttir Jeep jeppar og RAM pallbílar. Jeep Grand Cherokee var m.a. sýndur með 33” og 35” breytingum og Jeep Wrangler Rubicon með 35”, 37” og 40” breytingum.

Ísband með eigið þjónustuverkstæði
Þjónustuverkstæði ÍSBAND sérhæfir sig í breytingum á Jeep og RAM, en ÍSBAND er með umboð fyrir hin virtu amerísku breytingar fyrirtæki AEV, sem sérhæfir sig í breytingum á RAM og TeraFlex, sem sérhæfir sig í breytingum á Jeep.






Umræður um þessa grein