Mercedes sagt ætla að hætta nota EQ merkið á rafbílum sínum
Ávörðunin endurspeglar áherslur forstjórans Ola Kallenius á rafbíla, þar sem bílaframleiðandinn hverfur frá bílum með brunahreyfla.
BERLIN – Samkvæmt frátt Reuters fréttastofunnar mun Mercedes-Benz ætla að falla frá EQ merkinu sem það notar fyrir rafbíla, sagði þýskt viðskiptablað.
Ákvörðunin byggir á áherslu forstjóra Ola Kallenius á rafbíla, sem gerir EQ vörumerkið óþarft þar sem Mercedes snýr sér frá brunavélunum, sagði Handelsblatt og vitnar í heimildir fyrirtækisins.
Kallenius vill einnig einfalda nafngiftina á vörulínunni.

Mercedes notar EQ nafnið fyrir rafknúna bíla og tvinnrafmagnsbíla.
Þessi tengundarskilgreining var kynnt fyrst á EQC rafhlöðu-rafmagns jeppanum árið 2019 og inniheldur nú gerðir eins og EQE rafmagnsjafngildi E Class og EQS rafmagnsjafngildi S Class.
Mercedes mun falla frá EQ merkinu þegar það kynnir nýja kynslóð rafbíla frá árslokum 2024, sagði Handelsblatt.
Mercedes svaraði ekki strax beiðni Automotive News Europe um athugasemd
Bílablogg spurði Jón Trausta Ólafsson forstjóra Öskju um þetta við frumsýningu á EQS sportjeppanum, en hann hafði ekki heyrt neitt um þetta, en taldi þetta væntanlega vera til að einfalda nafnalínu Mercedes Benz.
(Automotive News Europe og Reuters)



