Mercedes kynnir GLB „crossover“ sportjeppa fyrir fjölskylduna

Mercedes-Benz er að kynna þessa dagan til sögunnar GLB, fyrsta litla „crossover“ sportjeppann með sjö sætum, fyrir fjölskyldur sem eru að leita að háfættum valkosti í stað station-bíls.
GLB mun koma á markað í lok ársins, að því er Mercedes sagði í yfirlýsingu. Bílaframleiðandinn kynnti GLB í Salt Lake City í Bandaríkjunum á mánudag.
GLB er samsetningin af „jeppa-genum okkar með skýrum línum sem áður hafa komið fram í minni bílum okkar“, sagði Mathias Geisen, vörustjóri hjá Mercedes.
Það mun gera GLB sérstaklega aðlaðandi fyrir bandaríska kaupendur, spáði Geisen. „Hæfileiki til að flytja sjö manns með ekki stærra fótspori í stærri borgum verður mjög vel þegið“, sagði hann.
GLB mun verða á milli GLA og GLC í crossover / jeppa-línu Mercedes.
GLB leggur áherslu á nýja tíma í heimi minni jeppa og „crossover“, þar sem framleiðendur betri bíla reyna að mæta kostnaðarímynd markaðarins.

„Líkt og jeppar eru nú að seljast betur en fólksbílar í Bandaríkjunum, þá er tækifæri fyrir meiri fjölbreytni og stigvaxandi gerðir sem höfða til tiltekinna markhópa,“ sagði Ed Kim, sérfræðingur hjá AutoPacific. Mercedes „verður að gæta þess vandlega að staðsetja GLB þannig í framboðinu til að lágmarka neikvæð áhrif á sölu GLC-class bílnum“, sagði hann.
„GLB sýnir að það er nú meira en ein tegund af viðskiptavinum fyrir lúxusjeppa og Mercedes-Benz hefur nú tvær mismunandi gerðir sem geta náð til breiðari hóps“, sagði Kim.
En með valkosti á þremur sætaröðum, þá skrúfar GLB fyrir þörfina á örlítið stærri GLC. GLB er smíðaur í Mexíkó og Kína.
Í Evrópu verður GLB í boði með 1,3 lítra og 2,0 lítra bensínvélum og 2,0 lítra dísel sem nú þegar mætir kröfum Evrópusambandsins 2020 RDE (Real Driving Emissions) reglugerð á stigi 2. Bandaríkjamarkaður fær aðeins 2,0 lítra bensínvélina.
GLB verður í boði í aldrifsútgáfu sem mun innifela „utanvegapakka“.
Farangursrýmið í GLS í fimm sæta útgáfur er frá 560 lítrum í allt að 1755 lítra, sem er á pari við marga stationbíla, að sögn Mercedes. Valfrjálst þriðja sætið í bílnum rúmar tvo meðalstóra farþega, sagði Mercedes. Sæti sem hægt er að brjóta saman til að fá viðbótarflutningsgetu.
Mælaborðið í GLB samanstendur af einni heild, sem er með skjái fyrir ökumann og fyrir framan farþega. Breitt mælaborð er fyrir framan ökumanninum, en aðgerðum og skjám eru stjórnað með margmiðlunarkerfi Mercedes, MBUX eða „Mercedes-Benz User Experience“