Mercedes Benz mun hætta framleiðslu á tveggja sæta SLC-sportbílnum

Samkvæmt frétt hjá Automotive News Europe mun Daimler hætta framleiðslu á Mercedes-Benz SLC á næsta ári og þar á bæ vísa menn til harðnandi samkeppni meðal minni tveggja sæta opinna sportbíla þar sem markaðurinn sé æ meir að sveigjast í átt að sportlegum „crossover“-bílum.
Fréttin kemur fram samhliða því að BMW mun hleypa af stokkunum helsta keppinautnum Z4 í mars, sem var verið að endurvekja eftir dvala í þrjú ár og Z4 deilir þróunarkostnaði með Toyota Supra.
Evrópusala SLC féll 36 prósent í 5.389 eintök á síðasta ári, samkvæmt tölum frá JATO Dynamics.
„Það eru engin áform um að smíða nýja gerð sem kæmi í staðinn“, sagði talsmaður Benz, en bætti við að viðskiptavinir munu enn getað pantað bílinn á næstu mánuðum þar sem Mercedes mun halda áfram að smíða SLC fram á næsta ár.
Upphafið var 1996 sem SLK
SLC kom fram á sjónarsviðið árið 1996 sem SLK með einstakt „niðurfellanleg hardtop þak“ sem bjó til nýja línu sem mátti sjá síðar á bílum eins og Peugeot 206cc.
Núverandi þriðja kynslóð, þekkt sem R 172, hleypt af stokkunum árið 2011. Mercedes breytti nafninu árið 2016 sem hluta af alhliða breytingu á gerðarnúmerum sínum, með því að nota hugtakið SLC til að gefa til kynna verkfræðileg tengsl sem bíllinn deilir með C-línunni frá Benz.
Alls hafa rúmlega 710.000 eintök verið smíðuð síðan 1996.
Sólgul lokaútgáfa
Endalokum SLC verður fagnað með „Final Edition“-útgáfu sem verður með sólgulu lakki og verðið verður frá 41.537 evrum í Þýskalandi, sem svarar til 5.652.354 króna á gengi dagsins hér á landi.
?



