Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 6:05
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Meintur morðingi gróf bílinn í garðinum

Malín Brand Höf: Malín Brand
25/10/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 7 mín.
282 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Meintur morðingi gróf bílinn í garðinum

Í síðustu viku kom í ljós að við glæsihýsi nokkurt í Kísildal (Silicon Valley) í Kaliforníu hafði bíll verið grafinn í jörðu fyrir margt löngu. Bíllinn var fullur af steinsteypufylltum sekkjum. Maðurinn sem gróf bílinn var ekki barnanna bestur.

Farið var að kanna nánasta umhverfi glæsihýsisins út af einhverju tryggingasvikamáli. Þegar verið var að leita líkamsleifa í jörðu á landareigninni komu leitarmenn niður á bifreið af gerðinni Mercedes-Benz. Ekki reyndust líkamsleifar í bílnum sem rannsakaður var hátt og lágt á San Mateo County Crime rannsóknarstofunni.

Hins vegar kom eitt og annað í ljós sem ef til vill mun hafa áhrif á framgang rannsóknarinnar á tryggingasvikamálinu stóra.

Þannig er að maðurinn sem byggði slotið, húsið fína í Atherton í Kísildal, reyndist eiga sér skuggalega fortíð. Hann hafði setið í fangelsi fyrir morð og líka fyrir tilraunir til manndráps. Maðurinn, Johnny Bocktune Lew að nafni, var víst enginn engill þótt hann byggi í borg englanna og hefði byggt sér glæsihýsi sem metið er á 15 milljónir bandaríkjadala.

Dóttir mannsins, Jacq Searle, fyllti upp í allmargar eyður þegar hún leysti frá skjóðunni í viðtali við blaðamann San Francisco Chronicle nú um helgina. Hún sagði frá því að faðir hennar, Johnny Lew, hefði látið reisa þetta 11.115 fermetra hús að 351 Stockbridge Ave. árið 1990 og þar bjó fjölskyldan til ársins 2014. Lew sjálfur hrökk upp af standinum árið 2015.

Bíllinn sem um ræðir kom nokkuð við sögu lögreglunnar í Palo Alto árið 1992. Það var af þeirri einföldu ástæðu að bílnum hafði verið stolið í septembermánuði 1992 og nú er loks vitað hvar bíllinn var öll þessi ár! Honum var holað niður eins og öðru sem hverfa þarf af yfirborði jarðar.

Reyndi að ráða mannskap í verkefni

Árið 1999 mun Lew hafa náð dýpstu dýfunni á ferli sínum en sumir myndu þó kalla það hápunkt ferilsins. Það var þegar hann var gómaður við sérstakt verkefni: Hann reyndi að ráða mannskap til að sökkva snekkju til að fá tryggingarféð greitt.

En áður en við förum í það sérstaka „starfsfólk-óskast“ mál er rétt að skyggnast enn lengra aftur.

Lögregluþjónnin giftist frænku sinni

Lew ólst upp í Hong Kong, segir í San Francisco Chronicle, en þar starfaði hann sem lögregluþjónn um nokkurra ára skeið. Árið 1959 flutti hann til Bandaríkjanna og kvæntist frænku sinni í Suður-Karólínu. Bjuggu þau fyrst um sinn í San Francisco en fluttust svo til Los Angeles.

Golden Gate brúin. Mynd/Wikipedia

Þar settist Lew á skólabekk í El Camino Junior College og árið 1964 kynntist hann samnemanda sínum, Karen Gervasi að nafni. Þau urðu ástfangin sem var auðvitað bölvað vesen því Lew var jú kvæntur maður. Ekki veit maður hvað gekk á næstu mánuðina en svo mikið er víst að hin 21 árs gamla Gervasi lést af skotsárum árið 1965, í íbúðinni hans Lew.

Þetta leit síður en svo vel út en Lew hélt því fram að Gervasi hefði óvart fallið fyrir eigin hendi. Hann hefði ekki komið nálægt andláti hennar. Samt sem áður var hann dæmdur fyrir að hafa orðið Karen Gervasi að bana og fór beina leið í steininn. Þar mátti hann dúsa þar til hæstiréttur í Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu árið 1968 að Lew væri saklaus!

Gögn, sem áður voru talin ógild fyrir rétti, þóttu nú nógu góð og fékk Lew tækifæri til að segja sína sögu (sem því miður kemur bílnum ekkert við – en það kemur síðar) og sagan sú er áhugaverð!

Lew sagði frá því að Gervasi hefði veitt athygli heyrnarhlífum sem Lew brúkaði þegar hann fretaði af byssum á skotæfingasvæði. Þetta leiddi til mikilla samræðna um skotvopn og viti menn! Gervasi átti sér þann draum að handfjatla frethólk og jafnvel hleypa af eins og einu skoti.

Ekki hélt Lew að væri mikið mál að uppfylla þessa ósk hennar og rétti Gervasi hólkinn þar sem þau sátu í mestu makindum saman í sófanum heima hjá honum og létu fara vel um sig.

Þegar hann beygði sig niður til að ná í skothylkisklemmu sem datt í gólfið, heyrði hann skothvell. KA-BÚMM! Gervasi gat ekkert tjáð sig um hvað gerðist þarna en hún gaf upp öndina skömmu eftir komuna á sjúkrahúsið þetta sama kvöld. Saga Lew þótti nógu góð til að sleppa meintum morðingjanum úr fangelsi.

Maður á það nú til að fara fjarri umfjöllunarefninu, sem var niðurgrafinn Mercedes-Benz ef ég man rétt, en þetta hlýtur að vera eins konar met. Og enn erum við ekki komin að bílnum sjálfum!

Árið 1977 var Lew sakfelldur fyrir tvær tilraunir til manndráps og varði því þremur árum til viðbótar innan veggja fangelsisins. En stökkvum nú yfir um það bil tvo áratugi og lendum á árinu 1999.

Snekkjan sem þurfti að sökkva

Já, það var árið 1999 sem lægsta hápunkti ferilsins var náð í lífshlaupi Johnny Lew. Óskaði Lew eftir „starfsfólki“ í alveg sérstakt verkefni. Verkefnið fólst í því að sökkva snekkjunni hans; snekkju sem var 56 feta löng og bar nafnið Corwel. Snekkjan sú var metin á 1.2 milljónir dollara og henni „þurfti“ að sökkva.

Mennirnir sem Lew réði til verksins fengu greidda væna summu fyrir fram en hver og einn fékk 30.000 dollara í reiðufé og gullúr að verðmæti 20.000 dollara. Verst var (fyrir Lew) að þessir karlar reyndust vera lögreglumenn sem voru jú bara í vinnunni; vinnu við að góma manninn sem ætlaði að sökkva snekkjunni og hirða tryggingarféð. En Lew varð ekki kápan úr því klæðinu!

Golden Gate brúin. Ljósmynd/Wikipedia

Fyrirmælin sem „starfsfólkið“ fékk var að sigla snekkjunni vestur af Golden Gate brúnni og á tilteknum stað skyldi henni sökkt til botns. Tryggingafélagið, American Yachts Limited, átti að fá tilkynningu þess efnis að snekkjunni hefði verið stolið. En allt fór úrskeiðis og núna komum við loks að hvíta sportbílnum: Mercedes-Benz sem sagan segir að hafi verið með einkanúmerið „Lew“.

Var bíllinn hluti af tryggingasvindlinu?

Það hlýtur eiginlega að vera, þótt honum hafi „verið stolið“ sjö árum fyrr, eða árið 1992. Lítum aðeins á það sem viðtal San Francisco Chronicle við hina 34 ára gömlu Jacq Searle leiddi í ljós:

Lew andaðist í Washington árið 2015, ári eftir að fjölskyldan seldi glæsihýsið að 351 Stockbridge Ave. Lungnakrabbamein dró hann til dauða.

Searle var virkilega brugðið þegar hún frétti af niðurgrafna bílnum á landareign glæsihýsisins þar sem hún bjó ásamt foreldrum sínum á árum áður. Kvaðst hún hafa varið stærstum hluta fullorðinsáranna í að vinna sig „út úr“ þeim sársauka og hörmungum æskuáranna sem sett höfðu mark sitt rækilega á allt lífið.

„Mér líður eins og heimilislífið og uppeldið hafi verið markað hverju sálrænu áfallinu á fætur öðru,“ sagði dóttirin.

Foreldrar hennar skildu þegar faðirinn losnaði úr tugthúsinu og segir hún nokkuð ljóst að „pabbi hafi átt við tilfinningalegar flækjur að glíma. Nógu dyntóttur var hann, karlinn.“

Minnist hún þess að hafa í æsku og á unglingsárunum heimsótt föður sinn í fangelsi þar sem hann var óreglulegur fastagestur gegnum tíðina.

Nú kann vel að vera að lesendum þyki þeir sviknir því enn er ekkert komið í ljós um ástæður þess að bíllinn var grafinn á landareigninni. Það er eitt af fjölmörgum atriðum sem rannsakendur klóra sér í kollinum yfir. Svo ekki sé minnst á hjónaband frændsystkinanna, dauðsfall ungu konunnar Gervasi, hvernig Lew auðgaðist og eignaðist allt þetta dýra dót og svo mætti áfram telja.

Hér er frétt NBC um þetta stórfurðulega mál:

Þessu tengt: 

?Jeppakirkjugarðurinn á Okinawa 1949

Fleiri grafnir bílar í Tulsa

Afleit hugmynd að grafa bílinn og geyma í hálfa öld

Fyrri grein

Stórkostleg kennslustund í dráttarvélarakstri

Næsta grein

IAA bílasýningin aftur í München 2023

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
IAA bílasýningin aftur í München 2023

IAA bílasýningin aftur í München 2023

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.