Með líflegri kynningum! Mercedes-Benz T-Class

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Ef einhver heldur því fram að Þjóðverjar fari leynt með húmorinn þá er tímabært að taka þá skoðun til endurskoðunar. Hér er brakandi nýtt og ferskt myndband þar sem T-Class er frumsýndur og þetta er svakalega hressandi svo ekki sé meira sagt!

Í fyrsta lagi er ótrúlega gaman að sjá fólkið sem hannaði bílinn lýsa því sem þeim finnst frábært við hann og það gera þau á sinni þýsk-ensku sem er dásemd. Auðvitað hefði verið hægt að fá enskan eða amerískan leikara til að blaðra þetta en í staðinn þá er þetta ektafínt og mannlegt.

Bara venjulegt fólk í venjulegum fötum að segja frá vinnunni sinni og bílnum sem þau bjuggu til í vinnunni.

Svo eru það innskotin sem gera þetta virklega hressandi. Mikið gott hjá Mercedes og vonandi er bíllinn líka fínn. Það eru einhverjar líkur á því.

Annað óvenjulegt og nýtt: 

„Krípí“ en góð auglýsing frá Mercedes

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar