Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 19:09
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Markaðurinn breytist mjög hratt

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
07/02/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
299 19
0
152
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Markaðurinn breytist mjög hratt

Allt frá því fyrstu rafbílarnir komu til Íslands hefur Emil Kári Ólafsson verið viðloðandi sölu slíkra bíla. Í dag á hann og rekur fyrirtækið Rafbílainnflutning sem flytur inn nýja og notaða rafbíla frá Evrópu.

„Við getum boðið betri verð af því við erum ekki með neina yfirbyggingu og skrifstofan mín er bara hér í stofunni heima,“ segir Emil Kári Ólafsson.

„Við leggjum aðallega áherslu á bíla sem eru búnir að ná fótfestu á markaðnum og eru ekki alveg nýkomnir á markaðinn. Þannig getum við oftast boðið betri verð en samkeppnisaðilar okkar,“ segir Emil Kári.

Tesla á góðu verði í dag

„Tesla var mjög vinsæll í okkar vöruframboði en eftir að Tesla í Kaliforniu opnaði útibú hér á landi eigum við ekki séns í þau verð sem þar eru í boði. Við erum að bjóða Nissan Leaf með báðum rafhlöðustærðunum, 40 og 62 kWh. Þeir bílar eru mjög vel búnir en við höfum yfirleitt ekki tekið þá með PRO-PILOT PARK kerfinu, einfaldlega vegna þess að það er lítið notað.“

Tesla Model S.

„Við seljum mun meira af 40 kWh útgáfu bílsins en 62 kWh þrátt fyrir að hann hafi minni drægni. Það þykir okkur merkilegt vegna þess að algengasta spurning fólks frá upphafi hefur verið – „en hvað ef ég þarf að fara til Akureyrar?”

En það sýnir í raun það sem við höfum lengi vitað að drægni rafbíla í dag dugir flestum þó að þeir séu ekki með stærstu rafhlöðurnar sem í boði eru. Þó vissulega séu þeir til sem þurfi mestu drægnina sem í boði er í dag og í einstaka tilvikum meiri drægni.“

Hyundai Kona Premium 2020, 5 og 8 ára ábyrgð! WLTP drægni 305 km. Ekinn aðeins 2.800 km. Verð 4.690.000.kr.

Við höfum einnig verið að bjóða Hyundai Kona með báðum rafhlöðustærðunum. Þeir hafa verið að koma mjög vel út þeir bílar.

Splunkunýir bílar

Þeir bílar sem við höfum flutt inn og eru alveg nýir og ókeyrðir eru samt sem áður skráðir á götuna sem notaðir.

Nýr Nissan Leaf Tekna, 62 kwh, 8 ára ábyrgð á rafhlöðu! Verð aðeins 5.290.000.-

Reglur bílaframleiðenda knýja hins vegar á um að bíll sem er ekki fluttur inn af bílaumboði þarf að skrá í löndum Evrópu áður en hann er fluttur á milli landa. Af þeirri einu ástæðu stendur að um notaðan bíl sé að ræða þegar bíllinn er skráður í fyrsta sinn hér á landi. Þrátt fyrir það er bíllinn splunkunýr og ókeyrður.

Engin yfirbygging

Við getum boðið betri verð af því við erum ekki með neina yfirbyggingu og skrifstofan mín er bara hér í stofunni heima. Við getum tekið Tesla sem dæmi. Þú pantar hann á vefnum. Ef þú ferð í verslun Tesla niðrí bæ, benda sölumenn þér á tölvuna og þú velur bílinn sem þú vilt kaupa og ýtir svo á PANTA takkann. Þetta er bara nýja verslunarumhverfið – það sem koma skal.

Munur sem þú finnur fyrir

Það getur alveg munað meira en 15% á samskonar bílum – frá okkur og umboði. Bílar sem eru nákvæmlega eins búnir og með sömu verksmiðjuábyrgð og umboðsbíllinn.

Tækni sem virkar

Ég held að allra nýjustu bílarnir eins og VW ID.3 og ID.4 auk Tesla sem eru með drif á afturhjólum séu ekki vandamál í vetrarumferðinni. Aðalmálið er að sjálfsögðu hjólbarðarnir. Við erum að tala um allt aðrar forsendur í afturhjóladrifnum rafbílum en til dæmis eldri týpum af Mercedes og BMW þar sem þyngdardreifing milli fram- og afturhjóla er mjög ójöfn.

Rafbílarnir eru langflestir ef ekki allar með nánast jafna þyngdardreifingu milli fram- og afturöxla sem gerir þá sérlega örugga og þægilega í akstri.

Ég lít bara björtum augum á framtíðina. Fjölbreytni og samkeppni er það sem virkar og við munum áfram bjóða viðskiptavinum okkar upp á flotta bíla á hagkvæmu verði,  sagði Emil Kári Ólafsson að lokum.

Fyrri grein

Hver man eftir þessum?

Næsta grein

Rafmagnið breytir einkennismerki Rolls-Royce

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Tesla Plaid má vara sig á þessum

Tesla Plaid má vara sig á þessum

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.