LQ hugmyndabíllinn frá Toyota er sjálfkeyrandi rafmagnsbíll
Lausn varðandi umferð framtíðarinnar sem verður sýnd á bílasýningunni í Tókýó í næstu vku er með loftkældum sætum, sláandi nútímalegu útliti og með gervigreind til aðstoðar í akstri

LQ hugmyndabíllinn er þróun á hugmyndabílnum Concept-i 2017. Hann er fær um að stjórna sjálfstæðum akstri á fjórða stigi, sem þýðir að hann ræður við flestar akstursaðstæður án inngrips frá ökumanni, og er með nýjustu útgáfuna af gervigreindarkerfi Toyota, Yui.
Yui hefur verið þróað í samvinnu við Rannsóknarstofnun Toyota og er sagt hafa verið þróað frá reynslu ökumanna til að „skila persónulegri reynslu af hreyfanleika“.

Heiti hugtaksins, LQ, lýsir áætlun fyrirtækisins um að tæknin muni „benda til frekari þróunar á sviði gervigreindar bifreiða.

Toyota segir að tækniþróunaráætlun gervigreindar (AI) sé „byggð á skilningi á því að hreyfanleiki gangi lengra en líkamlegar samgöngur til að fela í sér mannlega þörf til að flytja og tengjast tilfinningalega“, sem bendir til að sjálfkeyrandi bílar ættu að innihalda aðgerðir til að halda farþegum sínum uppteknum.
Útlit hugmyndabílsins er framúrstefnulegt, með innilokuðu afturhjóli, gleri frá gólfi til lofts og mjóum framljósum á ská, en neðri hluti framendans á bílnum ber sterkan svip á framleiðslubifreiðum Toyota, Prius og Mirai.
Að innan, í því sem Toyota kallar „í fyrsta sinn í tækni sæta“, mælir loftsætiskerfi með loftkælingu árvekni ökumanns og slökun og bregst við í samræmi við það með mismunandi loftflæði. Viðbótaraðgerðir sjálfstæðs hugbúnaðar LQ eru meðal annars sjálfvirk aðgerð til að leggja í stæði og aukin tækni í að varpa upplýsingum upp á skjá fyrir framan ökumanninn.

Meiri tengsl á milli bíls og ökumanns
Sá sem stjórnaði þróun á LQ, Daisuke Ido,a segir: „Áður fyrr var ást okkar á bílum byggð á getu þeirra til að fara með okkur á fjarlæga staði og gera ævintýrin möguleg. Hátækni veitir okkur kraft til að aðlaga okkur að lífsstíl viðskiptavina með nýjum tækifærum.

„Með LQ erum við stolt af því að leggja til farartæki sem geta skilað sérsniðinni reynslu, komið til móts við einstakan hreyfanleika hvers ökumanns og byggt enn sterkari tengsl milli bíls og ökumanns.“

LQ verður í miðpunkti á sýningarbás Toyota á bílasýningunni í Tókýó ásamt næstu kynslóð af hugmyndabílnum Mirai og verður síðan mánuði síðar fylgt eftir með frumsýningu á nýjum RAV4 Plug-in Hybrid.





Umræður um þessa grein