Mánudagur, 18. ágúst, 2025 @ 17:06
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Loftvélin

Haraldur orn Arnarson Höf: Haraldur orn Arnarson
26/11/2021
Flokkar: Tækni
Lestími: 4 mín.
283 5
0
138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Loftvélin

Sá sem finnur upp bílvél framtíðarinnar stendur með pálmann í höndunum og af þeim sökum hafa komið fram margvíslegar hugmyndir varðandi arftaka nútíma sprengihreyfilsins.

Ein þeirra er vél knúin andrúmslofti. Hjá breska Dearman-fyrirtækinu, undir stjórn George Dearman, er verið að þróa mengunarlausa vél sem gengur fyrir lofti og nota má í bíla, báta, vinnuvélar og raunar öll þau farartæki sem í dag eru knúin sprengihreyfli. Dearman-vélin notar ekki venjulegt samanþjappað loft eins og flestir þekkja til dæmis úr þeim loftpressum. Loftið í Dearman-vélinni er mun samanþjappaðra, svo mikið að það er fljótandi, en til að ná því í þetta fljótandi form er það kælt niður í 200 gráðu frost.

Ef þetta kalda fljótandi loft kemst í snertingu við herbergisheitt vatn þá snöggsýður það, þenst út og myndar mikinn þrýsting. Þetta eðli efnisins er hagnýtt í Dearman-vélinni. Hún er í raun eins og hefðbundinn sprengihreyfill, nema að í henni eru engin kerti enda verður þar enginn bruni og þess vegna þarf engan neista. Í stað eldsneytis fer fljótandi loft inn í sprengirými vélarinnar.

Það eru um 160 stiga kalt þegar það streymir út úr kútnum sem það er geymt í og myndi þenjast mjög hratt út ef það slyppi út úr honum.

Það þenst hins vegar ennþá hraðar út ef því er blandað saman við umhverfisheitan vökva og þannig næst svipuð virkni og þegar kviknar í bensíngufu af neista í kerti. Þegar bullan í vélarstrokknum er í efstu stöðu er hleypt inn í strokkinn svolitlum vökva og strax á eftir er svolitlu af fljótandi lofti úðað inn í hann. Þar snöggsýður loftið, þenst út og þrýstir strokknum niður. Þá opnast loki eða ventill sem hleypir blöndunni út. Vökvinn fer aftur inn á kerfið og er endurnýttur í ferlinu, en notaða loftið fer út um útblástursrörið. Sá útblástur er algerlega mengunarlaus, enda ekkert annað en hreint kalt loft. Síðan endurtekur ferlið sig.

Við myndum ekki kalla fljótandi loftið eldsneyti, enda brennur það ekki, og það er heldur ekki orkugjafi, enda er orkan ekki upprunin í því. Hún er hins vegar geymd í loftinu. Einhverskonar orku þarf þá til að kæla súrefnið svo það verði fljótandi. Það er auðvelt að nota hreinan orkugjafa til þess, til dæmis rafmagn úr vatnsaflsvirkjunum, jarðvarmavirkjunum, frá vindrafstöðvum eða sólarsellum.

Það er auðvelt að setja hvar sem er upp aðstöðu til að selja fljótandi súrefni og orkuinnihald þess miðað við þyngd er nokkuð svipað og í bensíni og díselolíu og þar að leiðandi mun meira en orkuinnihald rafgeyma í rafmagnsbílum.

Það er fljótlegt að dæla fljótandi súrefninu á bílana og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að bíllinn komist ekki dagleið á einni áfyllingu. Stærsti kosturinn er sá að breytingin fyrir eiganda bensín- eða díselbíls er næsta einföld, enda nýtir Dearman-vélin eingöngu þá tækni sem vel er þekkt og er aðgengileg. Þar af leiðandi er allur búnaður hennar mun ódýrari en sá sem tengist rafmagnsbílum eða vetnisbílum, en í þeim eru dýrir rafgeymar og efnarafalar.

Öll umgengni yrði svipuð og við nútímabílinn varðandi akstur og áfyllingu. Margir eru feimnir við rafbíla vegna þess hve langan tíma tekur að hlaða þá og hleðslan endist ekki mjög langa vegalengd. Auk þess hefur ekki verið byggt upp kerfi hleðslustöðva nógu víða til að almenningur telji rafbíla nógu freistandi kost. Hins vegar er alls staðar til nóg af andrúmslofti sem hægt er að kæla niður í fljótandi form og dæla á þar til gerða kúta.

Slík tækni er til staðar alls staðar í heiminum enda eru fljótandi gastegundir notaðir til margra hluta.

Mengunarlaus vél eins og þessi gæti auk þess nýst vel innanhúss, þar sem hennar er þörf, og þá ekki síður í námum þar sem erfitt er að nota mengandi sprengihreyfla nema með því að dæla útblæstrinum burt með mikilli fyrirhöfn. Nú munu eflaust einhverjir velta fyrir sér hvort ekki sé hættulegt að keyra um á bíl með fullan tank af fljótandi andrúmslofti. Getur slíkur tankur ekki sprungið í loft upp og ískalt loftið fryst allt sem það snertir ef það sleppur út?

Og er ekki hætta á bruna þegar svona mikið súrefni losnar snögglega? Nei, það merkilega er að það þarf engan ofurþrýsting til að geyma fljótandi loft og tæknin við smíði öruggra þrýstiloftskúta er mjög þróuð, þannig að hættan á að loftið sleppi út er mjög lítil. Við vitum að það er hættulegt ef bensín streymir úr eldsneytistanki venjulegs bíls en samt hræðumst við það ekki mikið, enda gerist það ekki oft, ekki einu sinni í slæmum bílslysum.

Fljótandi loft yrði geymt í einangruðum kútum, sem ódýrara er að framleiða en sterkustu háþrýstikúta, og stærð kútsins fer eftir stærð ökutækisins og hversu langt eigandinn vill komast á einni hleðslu.

Ólíkt mörgum öðrum hugmyndum og nýjungum varðandi nýja orkugjafa fyrir ökutæki, þá þarf engin sjaldgæf eða dýr hráefni til að framleiða loftvélar, kúta eða aðra hluti til að koma orkunni til skila.

Breski uppfinningamaðurinn Peter Dearman við loftvél sína, en hann hefur vakið vonir um að hægt sé að breyta hefðbundnum sprengihreyflum í umhverfisvænar vélar sem ganga fyrir mengunarlausum orkugjafa; samanpressuðu lofti.
Vinnuhringur Dearman-vélarinnar.

Dearman-vélin er undratæki sem gengur fyrir samanþjöppuðu lofti í stað hefðbundins eldsneytis. Að öðru leyti er vélin byggð upp á svipaðan hátt og venjulegur sprengihreyfill, en án kveikibúnaðar.

Fyrri grein

Toto Wolff segir frá starfi sínu á mínútu

Næsta grein

„Hundur át bílinn minn,“ segir maður nokkur

Haraldur orn Arnarson

Haraldur orn Arnarson

Svipaðar greinar

Allt stefnir í að bílasýningin í Munchen í september verði enn stærri en áður

Allt stefnir í að bílasýningin í Munchen í september verði enn stærri en áður

Höf: Jóhannes Reykdal
01/08/2025
0

Núna eru franar að berast fleiri fréttir af bílsýningunni í Munchen sem stendur yfir frá 9. Til 14. September. IAA...

Stellantis og Renault hætta við vetnisbíla – en BMW, Hyundai og Toyota halda áfram að skuldbinda sig

Stellantis og Renault hætta við vetnisbíla – en BMW, Hyundai og Toyota halda áfram að skuldbinda sig

Höf: Jóhannes Reykdal
30/07/2025
0

Bílaframleiðendur hafa skoðað tækni vetniseldsneytis sem raunhæfan valkost við rafknúin ökutæki. En þar sem Stellantis og Renault hætta við vetnisáætlanir...

Tesla hleypir af stokkunum tilraunaverkefni með Robotaxi með allt að 20 Model Y bílum í Texas

Tesla hleypir af stokkunum tilraunaverkefni með Robotaxi með allt að 20 Model Y bílum í Texas

Höf: Jóhannes Reykdal
19/07/2025
0

Þann 22. júní 2025 hleypti Tesla formlega af stokkunum tilraunaverkefni sínu með Robotaxi í Austin í Texas í Bandaríkjunum, og...

Chevrolet Corvette ZR1X árgerð 2026 kemur með 1.250 hestöflum

Chevrolet Corvette ZR1X árgerð 2026 kemur með 1.250 hestöflum

Höf: Jóhannes Reykdal
18/06/2025
0

Corvette ZR1X árgerð 2026 hefur verið kynnt og verður með næstum ótrúlegum 1.250 hestöflum frá háþróaðri blendings drifrás sinni. LT7...

Næsta grein
„Hundur át bílinn minn,“ segir maður nokkur

„Hundur át bílinn minn,“ segir maður nokkur

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.