Miðvikudagur, 14. maí, 2025 @ 4:47
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Loftpúðar

Haukur Svavarsson Höf: Haukur Svavarsson
16/02/2023
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 3 mín.
296 6
0
144
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Loftpúðar

Ef svo ólíklega vildi til að einhver, einhverra hluta vegna vildi endilega kaupa sér bíl án loftpúða þá er það einfaldlega ekki hægt. Allir bílar í dag eru búnir slíkum, mismörgum. Samt er ekki svo íkja langt síðan þeir fóru að ryðja sér til rúms og ekki voru allir sannfærðir um mikilvægi þeirra framan af.

Loftpúðar eru þaulreyndir.

Eldri hugmynd

Hugmyndin er samt miklu mun eldri. Bandaríkjamaðurinn John W. Hetrick fékk skráð einkaleyfi á fyrirbærinu stax árið 1952 þó svo engir bílaframleiðendur nýttu sér uppfinninguna fyrr en mörgum árum síðar.

Það er ekki fyrr en 1971. Það var Ford í Bandaríkjunum sem smíðaði takmarkaðan fjölda bíla með loftpúðum. Í tilraunaskini, en sú framleiðsla varði aðeins þetta eina ár. GM setti loftpúða í takmarkaðan fjölda Chevrolet Impala árið 1973, en þeir bílar fóru ekki í sölu til almennings heldur voru það einungis ríkisstofnanir sem fengu þá.

Það sama ár var þó hægt að fá Oldsmobile Toronado með loftpúðum og varð hann þannig fyrsti bíllinn, sem bauð upp á þá fyrir almenning.

1975 bauð GM síðan upp á þennan aukabúnað í, sem greiða þurfti sérstaklega fyrir, í nokkrum gerðum sinna stærstu fólksbíla. 1977 tóku þeir síðan loftpúðana af aukabúnaðarlistanum þar sem svo fír völdu hann.

Þessi hefur sprungið út.

Loftpúðar reyndir

Chrysler reyndi þetta á sama tíma og setti loftpúða í einhverja bíla en ekki urðu þeir að staðalbúnaði fyr en síðar. Hægra megin við Atlandshafið koma loftpúðar í bílum ekki fyr en einhverju síðar og fyrstir til að bjóða upp á þá er Mercedes Benz að bauð loftpúða sem aukabúnað í S-línunni árið 1981.

Porsche varð síðan fyrstur framleiðenda til að setja loftpúða sem staðalbúnað í bíl, Porsche 944 Turbo árið 1987.

Volvo fyrstir með hliðarloftpúða

Volvo fylgdi síðan í kjölfarið, sem og Chrysler, sem setur loftpúða sem staðalbúnað í valdar gerðir 1988. Og þá loksins fer boltinn að rúlla. Um og eftir 1990 fylgja bílaframleiðendur einn af öðrum í kjölfarið og undir aldamót má segja að nær allir bílar hafi loftpúða, enda eru þeir gerðir að skyldubúnaði í Bandaríkjunum árið 1998 og stuttu síðar í Evrópu. Hér var þau einungis um að ræða loftpúða fyrir ökumann og framsætisfarþega. Volvo voru fyrstir til að setja hliðarloftpúða í bíl árið 1995.

Hluti loftpúða í stýri á bíl.

Það tók sem sé um tuttugu ár frá því fyrst er skráð einkaleyfi á loftpúðum þar til framleiðsla bíla með þeim hökti af stað. Önnur fimmtán ár liðu síðan þar til hægt loftpúðar eru fyrst settir sem staðalbúnaður í bíl og enn önnur fimmtán þar til bílaframleiðendum er skylt að hafa þá í bílum sínum. Og nú eru liðin rúm tuttugu ár síðan það gerðist.

Já, svona getum við stundum verið íhaldssöm og þver þegar kemur að því að fá okkur til að nota nýjungar, jafnvel þó þær séu af hinu góða. En við eigum trúlega erfitt með það í dag að skilja hvers vegna þessari nýbreytni var ekki tekið opnum örmum strax á fyrsta degi.

Fyrri grein

2024 Mercedes-Benz eSprinter

Næsta grein

Rafbíladagar Opel

Haukur Svavarsson

Haukur Svavarsson

Íslenskufræðingur og blaðamaður

Svipaðar greinar

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

Næsta grein
Rafbíladagar Opel

Rafbíladagar Opel

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.