Fimmtudagur, 15. maí, 2025 @ 1:49
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Litlir „crossover“ bílar frá Jeep og Fiat

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
282 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Litlir „crossover“ bílar frá Jeep og Fiat fara í framleiðslu í pólskri verksmiðju

  • Framleiðsla nýs sportjeppa frá Jeep hefst í nóvember 2022 og síðan kemur Fiat útgáfa í apríl 2023; bíll frá Alfa Romeo bíður samþykkis

TÓRÍNÓ / MÍLANÓ – Stellantis hefur samþykkt Jeep og Fiat útgáfur af þremur nýjum sportjeppum / „crossover“ sem smíðaðir verða í fyrrum verksmiðju Fiat Chrysler Automobiles í Tychy í Póllandi.

Framleiðsla á litlum sportjeppa frá Jeep hefst í nóvember 2022 og síðan kemur lítill „crossover“ frá Fiat í apríl 2023, að því er fram kemur í skjölum Stellantis sem Automotive News Europe hefur séð.

Þriðja gerðin, frá Alfa Romeo, hefur enn ekki verið samþykkt. Ekki er ljóst hvers vegna bíllinn bíður ennþá samþykkis.

Litli crossover Fiat verður fimm dyra líkan sem dregið er af Centoventi hugmyndabílnum (á myndinni) sem sýndur var á bílasýningunni í Genf árið 2019.

Öll þrjú ökutækin verða studd af Compact Modular Platform (CMP) fyrrverandi grunni PSA Group, sem þegar er notaður fyrir Peugeot 208 og 2008, Opel / Vauxhall Corsa og Mokka, Citroen C4 og DS3 Crossback.

Nýju Jeep, Fiat og Alfa gerðirnar munu aðallega nota PSA Group vélar og gírkassa.

Opel Mokka-e er meðal bíla sem nota CMP pall Stellantis.

Jaroslaw Gowin, aðstoðarforsætisráðherra Póllands, sagði í desember á Twitter að FCA (nú Stellantis í kjölfar samruna síns við PSA) muni fjárfesta fyrir 755 milljónir zloty (204 milljónir Bandaríkjadollara) til að smíða bílana í Tychy „með horfur á margfalt meira magni“.

Samkvæmt beiðni um tilboð frá Stellantis til birgja og sem Automotive News Europe hefur séð er áætlað að heildarframleiðslumagn nái 300.000 einingum á ári með fullum afköstum.

Framleiðsla litla Fiat crossover-bílsins mun nema 130.000 einingum á ári. Bíllinn verður fimm dyra gerð af Centoventi hugmyndabílnum sem sýndur var á bílasýningunni í Genf árið 2019.

Jeep-útgáfan verður minnsta gerð bandaríska vörumerkisins, staðsett fyrir neðan Jeep Renegade í stærð. Framleiðsla á honum er áætluð 110.000 einingar á ári. Litli sportjeppinn frá Alfa, sem hefur verið kallaður Brennero, og er enn í biðstöðu mun nema 60.000 eintökum á ári.

Það kom fram í fréttum á Ítalíu ári 20202 að FCA gæti smíðað allt að 400.000 einingar á ári af gerðum smíðuðum á CMP grunni í Tychy..

Smíðar Fiat 500 í dag

Í Tychy-verksmiðjunni er nú smíðaður 14 ára gamall Fiat 500 smábíllinn og 10 ára Lancia Ypsilon lítill bíll. Ekki er ljóst hvort framleiðsla þessara tveggja gerða mun halda áfram við hliðina á þremur CMP byggðum gerðum.

Nýi krossoverbíllinn frá Jeep mun verða fyrir neðan Renegade (mynd) í stærð í framboði vörumerkisins.

Upphaf framleiðsluáætlunar (SOP) fyrir þrjár gerðirnar er taldar upp hér að neðan. Sala hefst venjulega þremur til fjórum mánuðum eftir SOP.

  • Bíllinn með vörumerki Jeep, sem er með kóðaheitið verkefni 516, á að fara í framleiðslu í nóvember 2022, upphaflega með bensínvél. Full rafútgáfa mun fylgja í febrúar 2023 og mild blendingsútgáfa í janúar 2024. Rafhlöður fyrir rafmagnsútgáfuna verða upphaflega frá kínverska birgjanum CATL og skipta í júlí 2023 yfir á annan kínverskan keppinaut, frá bílaframleiðandanum BYD.
  • Framleiðsla á litlum Fiat crossover, kóðaheiti verkefnis 364, á að hefjast í apríl 2023, með BYD-búinni fullri rafútgáfu sem fylgir í maí 2023 og mildur blendingur í febrúar 2024.

Áður var búist við að Jeep myndi hefja framleiðslu í júlí 2022, síðan Alfa Romeo í janúar 2023 og Fiat í júlí 2023.

Framhjóladrifnar mildar blendingaútgáfur af þessum þremur ökutækjum verða með rafmótor sem er staðsettur milli vélarinnar og gírskiptingarinnar.

Útgáfa Alfa Romeo sem bíður samþykkis átti að hefja framleiðslu með fullri rafmagnsútgáfu í október 2023, fylgt eftir með framhjóladrifnum bensín mildum tvinnbíl í mars 2024 og fjórhjóladrifi í júlí 2024. Þessi litli bíll frá Alfa er með kóðheitið 966.

Verði sá bíll samþykktur, er gert ráð fyrir að fjórhjóladrifskerfi Alfa, sem er með rafmótor á hvorum öxli, bætist við litla sportjeppann.

Flokkur lítilla sportjeppa og crossover er sá næstvinsælasti í Evrópu. Sala þessa markaðhluta dróst saman um 18 prósent og var 1,73 milljónir á síðasta ári, að mati markaðsrannsókna JATO Dynamics. Þessi stærðarflokkur sló naumlega út minni bíla í öðru sæti á eftir flokki smábíla, söluhæsta markaðshluta í Evrópu.

Renault Captur var vinsælasti litli sportjeppinn / crossover með 177.556 seld eintök í Evrópu, næst kom Volkswagen T-Roc í 2. sæti með 158.776 sölur og Peugeot 2008 í 3. sæti með 156.150 bíla.

(Automotive News Europe)

Fyrri grein

Strax komin hækkunarsett fyrir hinn rafdrifna Jeep Wrangler 4xe

Næsta grein

Nýr Citroen Ami Cargo sendibíll

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

Höf: Pétur R. Pétursson
14/05/2025
0

Isuzu Motor Group hefur hafið fjöldaframleiðslu á rafdrifnum D-MAX með fjórhjóladrifi fyrir Evrópumarkað í verksmiðju sinni í Samron í Tælandi....

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Næsta grein
Nýr Citroen Ami Cargo sendibíll

Nýr Citroen Ami Cargo sendibíll

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

14/05/2025
Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.