Mánudagur, 18. ágúst, 2025 @ 18:07
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Litlar vélar, litlir bílar

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
03/05/2022
Flokkar: Fornbílar
Lestími: 5 mín.
280 17
0
142
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Litlar vélar, litlir bílar

Bílar með litlum vélum hafa átt vinsældum að fagna á Íslandi. Í fyrri tíð fluttu bílaumboðin inn slíka bíla til að halda niðri verðum á ódýrari týpum. Til dæmis var hægt að kaupa Ford Escort, Nissan Cherry, Daihatsu Charade og Citroen með vélum sem voru undir 1000cc.

Þá var beinskipting staðalbúnaður en sjálfskipting aukabúnaður. Hægt var að aka þessum kraftlitlu bílum mikið til á gírunum til að ná sem mest út úr þeim en sjálfskiptu bílarnir sátu yfirleitt eftir á ljósum og lúskruðust áfram eins og í „slow motion” myndbút.

Boruðu vélina út

Oft voru menn að bora vélar út til að fá meiri kraft í þær. Þá sá maður í auglýsingum „vél boruð út”.

Stundum voru smáauglýsingar DV á þann veg að bíllinn væri með „upptekinni vél”. Þá var átt við að vélin hafði verið endurgerð.

Stærri bílar með of litlar vélar

Ég þekkti mann sem keypti einn af fyrstu Subaru Legacy bílunum sem komu um 1990. Þeir voru með 1,8 lítra vél sem voru frekar litlar fyrir þannig bíl með sjálfskiptingu. Daginn eftir að hafa tekið við nýjum bíl hjá Ingvari Helgasyni skellti hann sér í umboðið og skilaði bílnum með þeim skilaboðum að hann næði varla að komast yfir gatnamótin á Höfðabakkanum áður en rauða ljósið kviknaði. Hann hlyti bara að vera bilaður „helv… bíllinn”.

Seinna komu Subaru Legacy með 2.0 lítra vélum sem staðalbúnaði og einnig var hægt að fá Subaruinn með 2,2 lítra vél í smá tíma. Outback var síðan með 2,5 lítra vél – og sá komst vel áfram. Fínir bílar.

Við tókum saman smá lista yfir bíla með litlar vélar. Þessir bílar eiga þó reyndar eitt sameiginlegt – þeir eru sjálfir ansi litlir.

Hvað er kúbik?

CC þýðir í raun cubic centimeters eða rúmtak vélar (rúmsentimetrar). Rúmtak vélarinnar, mælt í rúmsentimetrum er í raun stærð stimpilhólfsins. Því stærra hólf, því meira magn lofts og eldsneytis er hægt að pressa í stimpilhólfinu til að framleiða afl.

Citroën Ami 6: 602 cc vél. Þegar 2CV bíllinn kom sá og sigraði var hann búinn 435 cc vél. Ami 6 var aðeins stærri og þyngri þannig að hann fékk pínu stærri vél. Sú var 602 cc. Ami kom til sögunnar árið 1961.

Fiat 126: 594 cc vél. Þessi vél var notuð í fimm ár í þessari gerð bíla eða allt til enda árs 1977.

Fiat 500 Topolino: 569 cc vél. Þennan kölluðu Ítalar Mikka Mús. Hann var framleiddur frá 1936 til 1955. Sá á myndinni er frá árinu 1949.

Suzuki SC100: 539 cc vél. Þriggja sílyndra og framleiddi 28 hestöfl.

Citroën Dyane: 425 cc vél. Þessi er einnig byggður á 2CV bílnum. Dyane var reyndar smíðaður með þessa litlu vél í nokkra mánuði eftir að hann koma á markað árið 1967. Annars var hann með 435 cc. eða 602 cc. vél.

Vespa 400: 393 cc vél. Byggður í Frakklandi af ACMA sem framleiddi Vespu hjólin einnig. Vélin var afturí og farartækinu var rennt út af færibandinu í fyrsta skipti árið 1957. Seldist vel fyrsta árið en framleiðslu var hætt árið 1961.

Suzulight: 359 cc vél. Suzulight var framleiddur af mótorhjóla framleiðandanum Suzuki frá 1955 og allt til 1969. Þá reyndar hafði Suzuki sett á markað Fronte bílinn undir vörumerkinu Suzuki.

Honda T360: 356 cc vél. Þetta er fyrsta farartækið með fjórum hjólum sem Honda framleiðir. Pikkupp sem var framleiddur frá 1963 til 1967. Líklega sá bíll með hvað minnstu fjögurra strokka vél sem nokkurn tímann hefur verið framleidd.

Mazda R360: 356 cc vél. Þessi Mazda kom á markað árið 1960. Vélin var V laga og staðsett afturí. Tveggja sæta kúpubakur sem heillaði.

Subaru 360: 356 cc vél. Þetta urðu vinsælar vélar í japanska smábíla. Frá árinu 1958 og allt til 1971 var 360 bíllinn fáanlegur sem stallbakur, skutbíll og blæjubíll.

Lloyd 300: 293 cc vél. Þýskur bílaframleiðandi og var hluti af Borgward samsteypunni. Þessi bíll var fyrsti bíll þeirra eftir stríð og var með þessari líka flottu vél, loftkældri og dreif bílinn áfram með framdrifi. Vélin gaf hvorki meira né minna en 10 hestöfl.

Lloyd 250: 250 cc vél. Þessi var fáanlegur allt til 1957. Lloyd 250 var 11 hestöfl og lifði ekki leng. Það var kannski ekki svo skrítið. 11 hestöfl eru kannski í það minnsta í þennan kagga.

Goggomobil: 245 cc. Þýska Glas fyrirtækið framleiddi nokkra eigulegar gerðir á sínum tíma, bíla með allt að 3 lítra vélum. Það var áður en fyrirtækið var keypt af BMW. Goggomobil var boðinn í fjölmörgum gerðum og með nokkrum vélarstærðum. Sú minnsta var þessi 245 cc vél.

Heimild: Classic and Sports Cars.

Fyrri grein

Er sniðugt að setja nærri 2000 hestöfl á ís?

Næsta grein

Rafdrifnir vörubílar Volvo nú opinberlega til sölu

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Höf: Pétur R. Pétursson
29/06/2025
0

Þessi Nova hefur farið í gegnum algera „Frame Off“ endurbyggingu þar sem engu hefur verið til sparað. Bíllinn er sprautaður...

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Næsta grein
Rafdrifnir vörubílar Volvo nú opinberlega til sölu

Rafdrifnir vörubílar Volvo nú opinberlega til sölu

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.