Lítill og temmilega ljótur en afskaplega minnisstæður

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Lítill og temmilega ljótur en afskaplega minnisstæður

Austin Mini kom fram á sjónarsviðið árið 1959. Allt fram undir aldamót var hann framleiddur af íhaldssömum Bretum sem ávallt hafa haldið að þeir framleiddu bestu bíla í heimi.

Hér hefði vaxborinn Barbour jakki og sixpensari úr tweed passað vel sem klæðnaður ökumanns.
Timburramminn þótti sérlega flottur og sveitó. Ramminn er úr aski.

Ég ætla ekki að segja margir eða sagt er eða maður hefur heyrt. Breskir bílar hafa verið kallaðar druslur í gegnum árin og hafa borið nafn með rentu – allavega síðustu 50 árin eða svo.

Þarna finnst mér nú bara vanta fésið á Mr. Bean þó að liturinn sé aðeins fölari á þessum bíl en hans gula Austin Mini.

Hins vegar er ekkert samasemmerki á milli einstakrar hönnunar og framsetningar og bíls sem kallaður er drusla.

Ótrúlega gott ástand miðað við aldur og fyrri störf.

Austin Mini var stórsniðugur bíll. 80% af öllu gólfrými bílsins nýttist undir farþega og farangur. Þökk sé til dæmis þverstæðri lítilli vélinni og einfaldleikanum sem var við lýði.

Austin Mini er sagður sá í öðru sæti sem áhrifavaldur í bílaframleiðslu á eftir Ford Model T.

Þeir sem hermdu strax eftir þverstæðri vélaísetningunni voru fyrirtæki eins og Honda og Datsun.

Það var Sir Alec Issigonis, bílahönnuður af grískum ættum sem starfaði hjá BMC (British Motor Corporation) sem hannaði Austin Mini.

Hér þarf að taka til hendinni.
Þessi er ekinn rétt tæplega 87 þús. mílur frá upphafi.

Frá árinu 1965 seldist Austin Mini í milljónum eintaka á ári. Og 1986 seldist hann í fimm milljónum eintaka.

En snúum okkur að bílnum sem leiddi til skrifa greinarinnar. Um er að ræða Austin Mini Countryman sem framleiddur var á árunum 1960-1969. Tveggja dyra með af timburramma að aftan. Grind bílsins var örlítið lengri en venjulega tveggja dyra Austin Mini eða um 2.1 metri.

Fyrstu bílarnir komu með bensíntanki staðsettum innan í bílnum en því var fljótlega breytt.

Það voru framleiddir nákvæmlega 108 þúsund Austin Mini Countryman.

Bíllinn sem um rætt í þessum pistli er árgerð 1967. Hann hefur aðeins verið í eigu tveggja einstaklinga, kvenna sem notuðu bílinn dags daglega. Fyrri eigandi átti bílinn í 12 ár. Frá 1979 var bíllinn í eigu sama einstaklings til dagsins í dag en nú er þessi Austi Mini til sölu úr dánarbúi eigandans.

Bílnum fylgja myndir, kvittanir og skráningarskírteini. Fyrir þá sem langar að skoða bílinn til kaups er hægt að lesa meira um hann hér.

Mini Countryman er í dag framleiddur af BMW.
Austin Mini, tveggja dyra smábíll sem vakti án efa athygli fyrir snilldarhönnun.

Svipaðar greinar