Fimmtudagur, 15. maí, 2025 @ 2:03
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Lítill 600 hestafla rafmagnspallbíll

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
12/03/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 5 mín.
271 14
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Lítill 600 hestafla rafmagnspallbíll

  • Canoo leggur áherslu á notagildi og hagkvæmni og má segja að þetta sé nokkuð vinaleg hönnun á bíl

Ansi flottur pallbíll

Þeim fjölgar enn rafmagnspallbílunum. Canoo er nýr framleiðandi á rafbílamarkaði og bætir nú við annars langan lista, einum pallbílnum enn, sem reyndar er nú ekki alveg tilbúinn í sölu.

Bílnum hefur ekki verið gefið nafn en Canoo nefnir hann einfaldlega pallbílinn.

Þó svo að þessi nýi pallbíll sé ekki nærri því eins áberandi öfgafullur eins og „Ceybertruck”, þýðir það ekki endilega að hann sé síður áhugaverður.

Flott ljós.
Örugglega hörkubíll í skíðaferðirnar.

Sexý hönnun

Einstök hönnun er það sem vekur áhugann. Þessi gaur er frambyggður og er ekki með þetta týpíska ferkantaða, boxlaga útlit. Hann svipar meira að segja aðeins til Dodge A100, alveg húddlaus með stórum palli.

Dodge A100 sendibíllinn.

Sjá má einkennandi ljósahönnun Canoo framleiðandans en það er eins og ljósin nái fyrir horn. Bíllinn er fjögurra dyra en aftari hurðarnar eru aðeins hálfar að stærð á við þær fremri.

Eins langt er á milli öxla eins og mögulega unnt er og brettakantar ná yfir vegleg hjólin.

Pallbíllinn gæti hæglega hentað íslenskum iðnaðarmönnum.
Góður í ferðalagið.

Notagildi og hagkvæmni

Pallurinn er alger snilld. Hann er frekar stór miðað við stærð bílsins eða um 1200x2500mm og búinn borðum sem hægt er að draga út til hliðanna. Á pallinum er stemningslýsing ásamt möguleika á að skipta pallinum í smærri einingar. Á pallinum eru síðan festingar fyrir farm t.d. hjól eða vélsleða – og hægt að stinga í samband við rafmagn.

Enstök hönnun.
Gæti snúið á báða vegu?

Ný hugsun

Að framan er stórsniðugt geymslurými en því fylgir borð sem hægt er að draga út. Canoo kom fyrir sex rafmagnsinnstungum ásamt fjórum USB tengjum víðsvegar um bílinn. Það er nú meira en hægt er að segja um meðal hótelherbergi. Að lokum hafa þeir komið fyrir rúmgóðu farangursrými fyrir aftan sætin í ökumannsrýminu.

Hugsaður með hagkvæmni í huga.
Hér má sjá vinnuborðin sem opnast út til hliðanna.

Fjölnota

Það er ekki annað hægt að segja en þessi hönnun sé hin hugvitsamlegasta. Canoo býður upp á pallhús eða skel sem lokar pallinum alveg en að auki er reiknað með að þú getir tjaldað á toppnum. Bíllinn á að hafa eitt lægsta fótspor (kolefna) á markaðnum en bíllinn er um 10cm styttri en nýjasta útgáfan af 3 línu BMW.

Canoo álítur að hönnun bílsins gefi svipað notagildi og hefðbundnari pallbílar þar sem ekki fer neitt pláss í vélarrúm.

Snaggaralegt geymslurými þar sem brunavélarnar voru áður.

Enginn aumingi

Krafa er gerð um ákveðna drægni og hefur heyrst að hún verði allavega um 320km án þess þó að framleiðandinn hafi gefið það út. Canoo mun bjóða pallbílinn í tveimur megin útfærslum – með einum rafmótor eða með tveimur rafmótorum. Tveggja rafmótora útgáfan er áætluð um 600 hestöfl sem togar um 750 Nm.

Að sjálfsögðu verður þessi bíll talsvert þungur en gert er ráð fyrir að ofangreint afl sé meira en nóg fyrir þennan pallbíl. Canoo ætlar að pallbíllinn geti borið ríflega 800 kg. en óvíst er með toggetu.

Nýstárlegt ökumanns- og farþegarými.

Engar af meðfylgjandi myndum sýna útgáfu með aftursætum en Canoo heldur fram að hægt verði að panta bílinn með aukasætum og þá sé pláss fyrir ökumann og þrjá farþega.

Canoo álítur einnig að eftirspurn sé eftir tveggja sæta bílnum þar sem hann hefur talsvert farmrými sem sem eykur notagildið.

Nú, ef þú hefur áhuga segja Canoo menn að hægt verði að byrja að forpanta bílinn núna í apríl 2021. Fyrstu afhendingar fara fram 2023.

Verðið er ekki á hreinu en miðað við að MPDV einrýmisbíll Canoo sem byggður er á sama grunni sé á um 33 þúsund dollara binda menn vonir við að verðið á pallbílnum verði þolanlegt.

(Byggt á grein Autoblog)

Fyrri grein

GMC Hummer rafjeppinn verður að fullu afhjúpaður á Final Four í apríl

Næsta grein

Land Rover mun gefa sérsmíðaða Defender-jeppa til sjálfboðaliðasamtaka

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

Höf: Pétur R. Pétursson
14/05/2025
0

Isuzu Motor Group hefur hafið fjöldaframleiðslu á rafdrifnum D-MAX með fjórhjóladrifi fyrir Evrópumarkað í verksmiðju sinni í Samron í Tælandi....

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Næsta grein
Land Rover mun gefa sérsmíðaða Defender-jeppa til sjálfboðaliðasamtaka

Land Rover mun gefa sérsmíðaða Defender-jeppa til sjálfboðaliðasamtaka

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

14/05/2025
Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.